6/2006 NVL Frettir

 


NVL

Víddir lýðræðisins, áhrif menntunar

Lýðræðið og samfélagsþátttaka eru í brennidepli í samstarfi Norðurlandanna. Með ráðstefnum og samvinnu í tengslanetum er áætlað að tengja saman úttektir um völd og lýðræði og þróa frekar leiðir til íbúalýðræðis. Demos er ferli sem byggist á notkun netsins, rannsóknum og þankabanka sem er liður af samstarfinu.
Markmið lýðræðisráðstefnunnar er að koma á samræðum um víddir lýðræðisins og skapa vettvang þar sem hægt er að rökræða og skiptast á reynslu hvernig hægt er að hvetja til samfélagsvirkni. Ráðstefnan og hvítbókin sem Demos áætlar að gefa út, á að marka upphaf langvarandi starfs til þess að bæta forsendur símenntunar og sýna fram á mikilvægi hennar fyrir byggða- og svæðaþróun og vinna á móti útilokun.
Ráðstefnan beinist að framtíðinni og á henni verða haldin erindi, sjö mismunandi þema kaffihús vera opnuð með sýningum, vinnustofur landanna og pallborðsumræður/samræður. Langtímamarkmið ráðstefnunnar og Demos er að leggja grundvöll að nýrri áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um menntun og rannsóknir og undirbúa þátttöku á ráðstefnu UNESCO árið 2009 um símenntun.
Boð á ráðstefnuna, dagskrá og frekari upplýsingar eru á:
www.nordvux.net/page/245/demos.htm

Umræður á Íslandi um framtíðina á Norðurlöndum

NVL átti frumkvæði að því að stofna norrænan þankabanka um færni til framtíðar (NTT). Markmið með vinnu þankabankans er að semja framtíðarsýn sem hvetur til umræðu um færni til framtíðar. Nú býður þankabankinn til samræðu um framtíðina á Norðurlöndum og hverskonar færni verður þörf fyrir til þess að löndin haldi forskoti sínu í alþjóðlegri samkeppni byggða á sjálfbærri þróun og hvernig fullorðinsfræðslan getur átt þátt í að fullorðnir geti tileinkað sér þá færni sem til þarf.
Námsstefnan verður á Hótel Selfossi dagana 24. – 25. ágúst.
Frestur til þess að tilkynna þátttöku er til 15. júlí.
Upplýsingar um ódýrt flug til Íslands:
www.dohop.com
Skráningareyðublað og frekari upplýsingar eru á:
www.nordvux.net/page/39/page.htm

Gæði - meira en eftirlit!

Gæðahugsun á að vera framsækin og stuðla að sjálfbærri þróun!
Það ríkti breið samstaða á ráðstefnunni í Osló 8.og 9. júní þar sem fjallað var um gæði í fullorðinsfræðslu um að fullorðnir eiga rétt á gæðum í tengslum við nám. En hugtökin um gæði verður að skilgreina í samhengi við samfélagsleg markmið og sjálfbæra þróun. Það dugir skammt að allur undirbúningur og námsaðstæður sé fullkomin ef kennslan er ekki miðuð að þörfum einstaklings, þörfum samfélagsins eða ef einstökum hópum sé haldið fyrir utan af ólíkum ástæðum. Norðurlöndin geta aðeins verið í fararbroddi í samkeppninni ef gæðahugsunin nær til allra þeirra þátta sem gera okkur að samheldnum hluttakandi og virkum íbúum. Norrænt tensgslanet sérfræðinga á vegum NVL mun vinna áfram með þróun gæða og gæðatryggingu í símennutn. Vinnan byggist á starfi sem hefur farið fram í löndunum öllum, hugmyndum frá ráðstefnunni, tilvísunum og viðbrögðum. Lesið meira á slóðinni
www.nordvux.net/page/33/kvalitetssakring.htm

Norrænt tengslanet sérfræðinga um raunfærnimat

Norræna tengslanetið hefur haldið nokkra fundi í vor. Áætlað er að framkvæma samanburðarrannsókn á hausti komanda. Borin verða saman kerfin í löndunum og lýst á aðgengilegan hátt hvernig unnið er að mati á raunfærni.
www.nordvux.net/page/23/nordiskanatverk.htm
Þá mun tengslanetið einnig standa fyrir norrænni ráðstefnu dagana 7. – 9. mars 2007 í samvinnu við þá sem standa að Nordplusverkefninu JAVaL.
www.nordvux.net/page/12/projekt.htm
Tengslanetið um einnig vinna að undirbúningi og þróun gagnagrunns um fyrirmyndar verkefni í raunfærni.
www.nordvux.net/page/179/bestpractises.htm


Fundaáætlun fyrir nokkur norræn tengslanet

Norrænt tengslanet sérfræðinga um raunfærnimat mun halda næsta fund í Osló þann 9. nóvember nk.
www.nordvux.net/page/23/nordiskanatverk.htm
Tengslanetið um formlega fullorðinsfræðslu (VUC, Komvux osfrv.) hittist dagana 21. og 22. september árið 2006.
www.nordvux.net/page/23/nordiskanatverk.htm
Norræna lestrarráðið kemur saman til fyrsta fundar dagana 4. og 5. september nk. komandi.


Gleðilegt sumar!

Næsta fréttabréf NVL kemur út þann 1. september. Við viljum þakka fyrir gott samstarf á fyrsta árshelmingi og óskum ykkur öllum gleðilegs norræns sumars! Við hlökkum til margra norrænna funda í haust, á www.nordvux.net og á mismunandi samkomum á Norðurlöndunum öllum!


DANMÖRK

Mikilvægi félagsskaparins endurskoðað í matsskýrslu

Fyrsta skýrslan um röð af mismunandi séraðgerðum til þess að halda tvítyngdum nemendum í starfsnámi undirstrikar mikilvægi félagsskaparins í að halda ekki aðeins tvítyngdum nemum heldur einnig þeim sem eru verklega sinnaðir í starfsnámi. Í skýrslunni kemur fram að ef minnka á brottfall meðal tvítyngdra nema og verklega sinnaðra þarf að leggja sérstaka rækt við sígildar dyggðir eins og félagsskap og virðingu og nota þær meðvitað í skipulagningu á kennslu.
Endurskoðunin fór fram að beiðni menntamálaráðuneytisins
www.uvm.dk


FINNLAND

Þekkingarsetur fyrir ráðgjöf stofnað við háskólann í Jyväskylä

Setrið á að draga saman þekkingu um ráðgjöf sem fyrir hendi er í háskólanum og nýta hana á margvíslegan hátt. Samræma starf ýmissa aðila sem hafa þekkingu á ráðgjöf jafnt innan háskólans og utan, svæðisbundið, á landsvísu og alþjóðlega um samvinnu og þróun.
- Háskólinn í Jyväskylä hefur alla burði og tækifæri til þess að sinna og þróa ráðgjöf samkvæmt tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins á landsvísku. Þetta á að framkvæma með virkum samstarfsnetum, segir rektor Aino Sallinen.

Þróun upplýsingaþjónustu, ráðgjafar og handleiðslu í fullorðinsfræðslu í Finnlandi.

Ráðuneyti vinnumála og menntamála í Finnlandi hafa í samstarfi gefið út verkáætlun með það að markmiðið að tryggja íbúunum viðeigandi handleiðslu og ráðgjafaþjónustu sem gerir þeim fært að skipuleggja einstaklingsmiðað og sveigjanlegt nám. Verkefni samstarfshópsins sem hóf störf þann 1. júní 2005 fólst í að undirbúa verkáætlun um þróun upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir fullorðinsfræðslu og handleiðslu sem auðveldar skipulagningu vinnu og menntunar/þjálfunar á starfsferlinum. Lagðar voru fram tillögur um 5 aðgerðir. Áhersla var lögð á að halda þeim einföldum og auðskiljanlegum og setja fram raunhæfar aðgerðir. Mörg verkefni og þróunaráætlanir viðvíkjandi ráðgjöf og starfsráðgjöf hafa verið unnin í Finnlandi og þau lögðu góðan grundvöll undir vinnu á stjórnsýslustigi. Hægt er að lesa tillögurnar á finnsku á slóðinni
www.mol.fi/julkaisut eða samantektir á sænsku eða ensku með því að smella á annað tungumálið.


NOREGUR

Bjartari tímar framundan hjá fræðslusamtökunum

Á endurskoðuðum fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar er lagt til að fræðslusamtökin fái aukafjárveitingu upp á 27 milljónir norskra króna. Þetta verður ekki öruggt fyrr en Stortinget hefur samþykkt fjárlögin. En nú er það alveg satt! Stortinget hefur staðfest upphæðina. Í endurskoðuðum fjárlögum stendur að með fjárveitingunni til fræðslusamtakanna og aðildarfélaga veitist þeim tækifæri til þess að aðlaga sig nýjum aðstæðum. - Nú bíðum við spennt eftir að heyra hverjar þessar nýju aðstæður eru sem stjórnmálamennirnir sjá fyrir sér, segir aðalframkvæmdastjóri Fullorðinsfræðslusamtankanna, Sturla Bjerkaker.

Einnig bjartara framundan fyrir norðan

Fræðslusamtökin á Norðurlandi hafa beðið í eftirvæntingu. Þeim var ljóst að slegist yrði um fjárveitingarnar sem þau hafa venjulega fengið til fræðslustarfseminnar.
Samkvæmt tillögunni frá Fylkisráðinu voru það núll krónur. En stjórnmálamennirnir voru sér meðvitaðir um gildi starfsins sem unnið er af fræðslusamtökunum!
Nú geta þeir fagnað því með öllum fullorðnum sem gefst tækifæri til náms. Fullorðinsfræðslusamtökin fá – og um leið fræðslusamtökin á Norðurlandi stuðning upp á þrjár milljónir norskra króna á ári, næstu fjögur ár. – Þetta er afar mikilvægt, ekki síst fyrir fatlaða sem þar með er tryggt nám, segir formaður stjórnar Fullorðinsfræðslusamtakanna Stein Rune Fjærvoll í viðtali við dagblaðið Nordlys.

Lýðháskólarnir í Noregi

Stóra verkefnið “Kennslufræði fyrir þá ríku” (”Pedagogikk for de rike” PfR) mun einnig hafa árif á lýðháskólana á næsta ári. Tilgangur verkefnisins er að gera fólk meðvitaðra um aðgreininguna á milli suðurs og norðurs og að nota óhefðbundnar aðferðir við að minnka þessa aðgreiningu. Með Pfr óska lýðháskólarnir eftir að beina sjónum að hinum ríku og þeirri ögrun sem lífstíll okkar hefur í för með sér. Hvað getum við í ríkum heimshlutum lagt af mörkum til þess að framtíð okkar í alþjóðasamfélaginu verði sem best.?
Í takti við þróunina frá ráðgjöf til handleiðslu í skólanum, stefna norsku lýðháskólarnir á að þróa skólann sem vettvang fyrir handleiðslu, þar sem framtíðin, áhugi og gildi eru allt þættir. Þetta er í samræmi við annað starf skólanna.
Þá hafa skólarnir einnig tilkynnt að aðsókn í skólavist á næsta ári sé yfirleitt mikil.