6/2007 NVL Frettir

 


NVL

Skýrsla Norræna þankabankans um færni til framtíðar – Kynningarmálstofur í löndunum

Á haustdögum 2007 mun Norræna tengslanetið um nám fullorðinna standa fyrir málstofum í öllum Norðurlöndunum til þess að kynna skýrslu norræna þankabankans og ræða um hana. Markmiðið er að allir sem vinna að því að þróa forsendur fyrir nám og færniþróun fullorðinna  eigi að geta notfært sér skýrsluna. Hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn eða aðrir sem móta stefnu, stjórnendur fyrirtækja, á vinnumarkaði, frjálsum félagasamtökum og öðrum aðilum sem koma að námi fullorðinna. Dagsetningar málþinganna í löndunum eru sem hér segir:
18. október Noregi
25. október Íslandi
29. október Finnlandi(á  finnsku)
31. október Álandi (á sænsku)
15. nóvember Danmörku
22. nóvember Svíþjóð
Nánari upplýsingar veita fulltrúar landanna í NVL.
www.nordvux.net/page/14/kontaktaoss.htm
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Norden

Góð fjarkennsla?

Þekkir þú til frábærrar fjarkennslu fyrir fullorðna, t.d. námskeið, kennsluaðferðir og/eða stuðningskerfi? Þá gætirðu tilnefnt aðila til Boldic verðlaunanna í ár! Verðlaunin verða veitt í Ósló þann 20. nóvember til verðugs aðila frá Norðurlöndunum eða Eystrasaltslöndunum. Fresturinn til að senda inn tilnefningar er til 1. september nk. 
Meira: www.nade-nff.no/default.aspx?
center=portal/article&art=91

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norden

Call for Papers fyrir árlegra ráðstefnu Mimers

Frestur til að skila inn tillögum er til 1. október 2007
Mimer býður til vísindaráðstefnu í samstarfi við stofnuninni fyrir ABM (Arkiv, bibliotek och museér, skjalasöfn, bókasöfn og söfn) við háskólann í Uppsölum dagana 6. og 7. nóvember. Við bjóðum þér hér með að taka þátt með erindi á ráðstefnunni. Í ár hefur hún ekki fyrirfram ákveðið þema. Við tökum gjarnan á móti textum á mismunandi vinnustigum sem með mismunandi tilgátum og sjónarhornum endurspegla fjölbreytileika fullorðinsfræðslunnar. Við viljum helst að erindi þitt hefjist á stuttri lýsingu/kynningu á rannsókninni/verkefninu auk nokkurra málsgreina um hverskonar umfjöllun þú óskar eftir og hvaða spurninga þú munt fjalla um.
Á Tengslatorginu er boðið upp á tækifæri fyrir bæði vísindamenn og fræðsluaðila að kynna hugmyndir sínar eða verkefni á fjölbreyttan hátt. Óskir þú eftir að taka þátt væntum við þess að þú skilir inn útdrætti, hámark 1 A4 síða til kynningar fyrir aðra ráðstefnugesti á því sem þú munt fjalla um. Frestur til þess að tilkynna þátttöku, tillögum um erindi og útdrætti fyrir tengslatorgið rennur út 1. október nk. Efni sem berst fyrir þann tíma mun verða lagt til grundvallar að skipulagi á efni og tímasetningum ráðstefnunnar.
Boð á ráðstefnuna með nánari upplýsingum og þátttökutilkynningu verður tilbúið í lok ágúst sem pdf skjal á heimasíðu Mimer : www.liu.se/mimer. Þar mun einnig ver hægt að tilkynna þátttöku á rafrænan hátt.
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: forskning
Norden

Ráðstefna tengslanets um Eyrasundssvæðið

Miðstöð fullorðinsfræðslu ætlar að halda ráðstefnu í samstarfi við Demokratiforum í ár með það að markmiði að koma á laggirnar tengslaneti aðila beggja vegna við Eyrarsund. Ráðstefnan verður haldin í Málmey þann 3. september nk.
Meira: www.vpckk.dk/demokrati/demokratiforum_dk.asp
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: demokrati
Danmark

Umfangsmiklar breytingar á náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna

Danska ríkisstjórnin og flokkarnir sem standa að samningi um hnattvæðinguna (Jafnaðarmenn, Róttæki vinstriflokkurinn og Þjóðarflokkurinn) hafa lagt fram áætlun um umtalsverða aukningu á náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna.
Á næstu þremur árum verða lagðar 75 milljónir danskra króna til viðbótar þeim 50 milljónum sem áætlaðar höfðu verið í verkefnið um Fyrirbyggjandi fullorðinsfræðslu.
Nýju ráði um rágjöf, aðgangur að ráðgjöf á vefnum og aukin ráðgjöf í fyrirtækjum eru meðal þess sem lagt er til í áætluninni. 
Meira: www.uvm.dk  
Nánari upplýsingar er einnig að finna í ritinu: „Markmið fullorðins- og símenntunar“ en þar eru markmið fullorðins- og símenntunar rakin. http://pub.uvm.dk/2007/veumaal/
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: vägledning
Danmark

Hversvegna velur unga fólkið ekki starfsmenntun ?

Rannsókn á vali ungs fólks á menntun sýnir að ákvarðanaferlið byggir frekar á áhrifum  persónlegra sambanda en áhrifum frá námsráðgjöfum eða kennurum. Meðal ástæðna sem unga fólkið nefndi fyrir því að velja ekki menntun til kennara, leikskólakennara og hjúkrunarfræðinga eru: lág laun, líkamlega erfið vinna og vinnufyrirkomulag með vöktum.. 
Meira: www.uvm.dk/vejl/publikationer.htm?menuid=7550
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: vägledning
Danmark

Ef lýðháskólinn þinn væri kvikmynd

„Ef skólinn þinn væri kvikmynd“  er nafnið á kvikmyndasamkeppni sem samband lýðskóla í Danmörku og Kilroy ferðaskrifstofan veita verðlaun fyrir bestu myndina um lífið á lýðskóla. Myndin „Cooking Højskole“ vann til fyrstu verðlauna sem hugmyndríkasta framlagið um hvernig lífið artar sig í skólanum og hvers vegna það er mikilvægt veganesti ú í lífið.
Nánar um myndina og myndin: www.ffd.dk/weblogs/hvis-din-hoejskole-var-en-film
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: folkbildning
Finland

Gæðaverðlaun fyrir nám með námssamningum til Are Oy

Menntamálaráðuneytið í Finnlandi hefur veitt verktaka- og fasteignafyrirtækinu Are Oy gæðaverðlaun fyrir nám með námssamningum. Verðlaunin eru að upphæð 5.00 evrur.
Are Oy  hefur í áratug notfært sér námssamninga til þess að styrkja ímynd fyrirtækisins og efla færni starfsfólksins. Fyrirtækið hefur í tengslum við breytingar á starfsumhverfi þróað starfsmiðaða sí- og endurmenntun. Með löngum námsleiðum hefur markvisst verið unnið að því efla getu fyrirtækisins til þess að hrinda í framkvæmd áætlunum um starfsemina.
Meira:  www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2007/06/
oppisopimuskouluttajien_laatupalkinto.html?lang=sv
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Finland

Sjálfstæðu prófin njóta vinsælda

Árið 2006 gengust fleiri en 60 000 einstaklingar undir sjálfstæð próf í ýmsum iðngreinum. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni í Finnlandi eru það næstum því 4000 fleiri en árið þar á undan.
Fullorðnir sem geta sýnt fram á færni sína í sjálfstæðu prófunum hljóta formlega viðurkenningu, það er prófskírteini óháð því hvernig þeir hafa tileinkað sér starfsfærnina. Þeir sem gangast undir prófin hafa oft tekið nám til að undirbúa sig undir prófin. Lengd og innihald námsins eru einstaklingsbundin og byggja á þeirri færni sem einstaklingurinn hefur aflað sér.
Meira:
www.oph.fi/svenska/pageLast.asp?path=446,466,69672
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Rafræn innritun í framhaldsskóla 2007

Umsóknarfrestur um nám í dagskóla á haustönn 2007 rann út í gær, mánudaginn 11. júní. Um 4.200 af 4.500 nemendum 10. bekkjar grunnskóla höfðu þá sótt um skólavist á haustönn 2007.
Flestar umsóknir bárust Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum í Reykjavík og Kvennaskólanum. Þessir skólar þurfa að vísa frá rúmlega 400 nemendum sem höfðu valið þá sem fyrsta kost. Þeir eiga þó vísa vist í öðrum skólum þar sem pláss er nægilegt í framhaldsskólunum. Þá sóttu um 3.000 eldri nemendur, sem annað hvort óska eftir að skipta um skóla eða hefja nám að nýju, um skólavist í dagskóla.
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Mer om: vägledning
Island

Aftur í hringiðu menningar

NORRÆNA húsið verður lokað í tvo mánuði nú í sumar vegna breytinga á innviðum þess og endurnýjunar á lagnakerfi. Húsið verður opnað aftur endurbætt á Menningarnótt Reykjavíkur, 18. ágúst, og tekur þá til starfa með þéttri dagskrá og þemabundum verkefnum. Svíinn Max Dager tók við starfi forstjóra Norræna hússins um sl. áramót. Hann boðar breyttar áherslur í starfi hússins með von um að það komist aftur inn í hringiðu menningarlífsins á Íslandi.
Sigrún Kr. Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Norge

Staða fullorðinsfræðslunnar

Norska þekkingarráðuneytið hefur nýlega gefið út skýrslu um stöðu fullorðinsfræðslunnar í Noregi.

Í henni er gerð grein fyrir stöðu fullorðinsfræðslunnar, þeim áskorunum sem blasa við og framlögum. Þar kemur fram að símenntun er mikilvæg fyrir þroska einstaklingsins, þróun lýðræðisins og samfélagsins og eins til að tryggja verðmætasköpun í Noregi. Þrátt fyrir umbætur og margt gott framtak, er staðfest í skýrslunni að það er erfitt að ná til þeirra sem minnsta menntun hafa. Ljóst er að meðal annars skortir á náms- og starfsráðgjöf við hæfi.
Skýrslan í fullri lengd:
www.regjeringen.no/upload/KD/Vedlegg/Kompetanse/
Livslang_%20laring_%20Norge2007.pdf

E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Ráðgjafanefnd fyrir Hnattvæðingarráðið

Hnattvæðingarráðið hefur skipað ráðgjafanefnd. Nefndinni hefur verið falið að kanna gæði  skýrslna og gefa ráð um hvernig vinnu ráðsins skuli hagað auk þess að breikka tengslanetið. Í nefndinni sitja Karolina Ekholm, dósent í þjóðhagfræði við Háskólann í Stokkhólmi,  Victor D. Norman, prófessor við Verslunarháskólann í Noregi og fyrrverandi vinnumálaráðherra Noregs, Kjell Nyman, skrifstofustjóri i menntamálaráðuneytinu og Tomas Ries, forstjóri fyrir Utanríkismálastofnunina. Sænski menntamálaráðherrann Lars Leijonborg er formaður Hnattvæðingarráðsins og prófessor Pontus Braunerhjelm er aðalritari.
Meira: http://utbildning.regeringen.se/sb/d/1454
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Unglingum lofað starfi

Föstudaginn 1. júní lagði sænska ríkisstjórnin fram frumvarp um „Starfstilboð til unglinga, 2006/07:118“ á þinginu með það að markmiði að leggja niður framlag til sveitarfélaganna til þess að standa fyrir unglingaáætluninni og unglingatryggingunni.
Í upphafi ársins 2007 fækkaði atvinnulausum unglingum í Svíþjóð en þeir eru þrátt fyrir það fleiri þar en á hinum Norðurlöndunum.
Ríkisstjórnin leggur til að unglingum á aldrinum 16 til 24 ára verði tryggt starf. Ef þingið samþykkir tillöguna tekur tilboðið gildi frá og með 1. desember nk.
Atvinnutryggingin: Unglingum á aldrinum 16 til 24 ára verði tryggð vinna í þrjá mánuði ef þeir skrá sig atvinnulausa hjá svæðisvinnumiðlun. Á aðlögunartímagili fá þátttakendur sérstakan stuðning. Í framhaldinu á að fylgja ráðningarferlinu eftir með starfsþjálfun eða námi.
Þátttaka í vinnutryggingunni er afmarkast við mest 15 mánuði eða þar til þátttakandi verður 25 ára. Að loknum 15 mánuðum í starfi á starf- og þróunartilboð að taka við. Hafni umsækjandi tilboði um starf missir hann réttinn til atvinnuleysisbóta við áframhaldandi atvinnuleysi.
Meira http://utbildning.regeringen.se/sb/d/8187/a/83424
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Europa

Ný evrópsk heimasíða um góð dæmi um raunfærni

Leonardo da Vinci áætlunin hefur í tengslum stefnumótun í símenntun fvrir árin 2007 – 2013 skipað vinnuhóp „Transparency, Validation & Credit transfer“ sem á að miðla fyrirmyndar dæmum um verkefni sem hafa verið unnin með styrk frá áætluninni. Í þeim tilgangi hefur hópurinn opnað nýja heimasíðu.
Verkefnin fjalla um mat á raunfærni, gagnsæi þekkingar og færni og viðurkenningu á óformlegu og formlausu námi.
Nýja heimasíðan er fjármögnuð í sameiningu af Leonardo áætluninni og stofnun ítalska menntamálaráðuneytisins um ráðgjöf og menntamál.
Heimild: www.tg4transparency.com/index.asp (júní 2007)

Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
nmr_is


Fyrirsagnir 21.6.2007


NVL óskar lesendum sínum gleðilegs sumars, næsta fréttabréf kemur út í ágúst.


NVL
Skýrsla Norræna þankabankans um færni til framtíðar – Kynningarmálstofur í löndunum


NORÐURLÖNDIN
Góð fjarkennsla?

Call for Papers fyrir árlegra ráðstefnu Mimers

Ráðstefna tengslanets um Eyrasundssvæðið


DANMÖRK
Umfangsmiklar breytingar á náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna

Hversvegna velur unga fólkið ekki starfsmenntun ?

Ef lýðháskólinn þinn væri kvikmynd


FINNLAND
Gæðaverðlaun fyrir nám með námssamningum til Are Oy

Sjálfstæðu prófin njóta vinsælda


ÍSLAND
Rafræn innritun í framhaldsskóla 2007

Aftur í hringiðu menningar


NOREGUR
Staða fullorðinsfræðslunnar


SVÍÞJÓÐ
Ráðgjafanefnd fyrir Hnattvæðingarráðið

Unglingum lofað starfi


EVRÓPA
Ný evrópsk heimasíða um góð dæmi um raunfærni