6/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Nærri lætur að þriðji hver Dani taki þátt í endur- eða símenntun

Það er þrisvar sinnu hærri tala en gildir um meðaltal íbúa í öðrum löndum i ESB. Þetta er niðurstaða nýlegrar könnunar á vegum ESB.
Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins hefur þátttaka Dana í ævinámi vaxið úr 19,4 % árið 2000 í 29,2% árið 2007 og Danir skipa þar með annað sæti á listanum, aðeins Svíar eru ofar og báðar þjóðir nálgast markmiðin sem sett voru af ESB. Ýmislegt veldur: Nýlegar umbætur á VEU, sem meðal annars lagði grunn að –diplóma og mastersmenntun og annarri æðri menntun. Aukin fjárframlög til endur- og símenntunar innan greina sem fyrir voru, veita betri forsendur fyrir núverandi námsleiðir sem og nýjar. Tölur ESB ná einnig yfir þátttöku í alþýðufræðslu eins og kvöldskóla, lýðskóla og alþýðuháskóla. Ekki eru allir aðilar sammála um túlkun á niðurstöðunum, m.a. hafa DFS, Samtök alþýðufræðsluaðila í Danmörku lagt fram efasemdir um samanburðinn.
Nánari upplýsingar á heimasíður:
Danska menntamálaráðuneytisins.
Og á heimasíðu Samtaka alþýðufræðsluaðila í Danmörku
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Yfirfærsla þekkingar og kunnáttu eftir menntun

Ein stærsta kennslufræðilega áskorunin sem nú blasir við er yfirfærsla þekkingar og kunnáttu sem einstaklingar hafa tileinkað sér í námi til þess að beita þeim við raunverulegar kringumstæður á vinnustað. Hvaða þættir leiða til þess að það sem við tileinum okkur í náminu sé nothæft í vinnunni?
Að því beinir NCK, Miðstöð færniþróunar í Danmörku, sjónum í nýlegu yfirliti um alþjóðalegar rannsóknaniðurstöður. Yfirlitið kemur út 1. júlí og byggist á niðurstöðum af mikilvægum rannsóknum á yfirfærslu allt frá níunda áratug síðustu aldar. Yfirlitið gefur heildarmynd af þeim þáttum sem máli skipta til þess að ná betri árangri og meiri áhrifum af kennslu og námi. Þarfir nema, góðir leiðbeinendur, dæmisögur og þekkjanlegir þættir eru meðal þess sem lýst er.  Þegar er hægt að nálgast yfirlitið á heimasíðu NCK. 
www.ncfk.dk/site.aspx?p=112&newsid1=8843
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Frá ”Best practice” til “Future practice”

SCKK - Miðstöð færni og gæðaþróunar í Danmörku (Statens center for kompetence og kvalitetsudvikling) hélt ráðstefnu þann 15. júní þar sem starfsgleði, þróun og færni á opinberum vinnustöðum var meginumfjöllunarefnið.

Otto Scharmer og Steen Hildebrandt vörpuðu fram spurningum um hvernig við færumst frá ”Best practice”, það er að segja frá því sem tilheyrir fortíðinni, gömlum venjum og hugsanagangi yfir í það sem felst í því að þróa nýjar hugmyndir og aðgerðir eða í ”future practice”. Starfsmenn á fjölda vinnustaða innan hins opinbera sem hafa tileinkað sér kenningar Scharmers lýstu reynslu sinni af hugmyndafræðinni í reynd. Umræður, bæði í tengslum við fyrirlestra og í kynningum í vinnustofum, spunnust um hvað ylli endurteknum mistökum bæði í náms- og færniþróunarverkefnum þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir og annars konar mat. Hægt er að nálgast fyrirlestrana á heimasíðu SCKK  http://konference09.sckk.dk/node/26

SCKK hefur gefið út ýmsa bæklinga um efnið, þar á meðal:  Greining færni og nýskapandi námsferli, sem einkum beinist að færnigreiningu innan AMU. Ennfremur hvernig hægt er að hvetja starfsfólk til þess að taka þátt í greiningu á færni á vinnustað. Bæklingana er að finna á www.sckk.dk/db/filarkiv/3279/SCKK_IKV_single.pdf.

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk

Finland

Umsóknum um starfsmenntun fjölgaði

Þegar en frestur fyrir umsóknir um skólavist í framhaldsskóla í Finnlandi haustið 2009 rann út höfðu 95.577 skilað inn umsóknum. Af þeim komast 76.745 í nám á námsbrautum sem hefjast haustið 2009.
Alls sóttu 62.267 um starfsnám og af þeim fá 73 %  nemapláss (45.289). Á síðasta ári var fjöldi umsókna 56.965 og af þeim  fengu 75 % nemapláss. Hluta aukningarinnar má rekja til nýrra námsleiða sem nú var hægt að sækja um í sameiginlegu umsóknaferli (dans, tónlist og íþróttir). Þá kann staðan í efnahagsmálum hafa einhver áhrif. Á meðal starfsnámsbrautanna nutu námsbrautir sem tilheyra félags- og heilbrigðismálum mestra vinsælda, um þær sóttu samtals 7.600 manns. Um bóknám sóttu samtals 33.310, eða 900 færri en síðasta vor, alls verða 31.465 umsækjendur teknir inn á stúdentsprófsbrautirnar í haust.
Nánari upplýsingar um umsóknir, menntun og tölfræði má nálgast á slóðinni:
www.studieinfo.fi
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

Island

Stefna í menntun, vísindum og nýsköpun

Tveir hópar sérfræðinga, annar innlendur og hinn skipaður erlendu sérfræðingum skiluðu þann 26. maí sl. skýrslum um framtíð háskóla og rannsókna á Íslandi.
Að mati erlendu sérfræðinganefndarinnar, sem Christoffer Taxell fyrrum ráðherra vísinda- og tæknimála og núverandi kanslari Åbo Akademi háskólans í Finnlandi stýrði, eiga íslensk stjórnvöld að viðhalda fjárfestingum í menntun á öllum skólastigum, endurskoða mennta- og rannsóknakerfið, leggja áherslu á nýsköpun, bæta og styrkja stjórnsýslu rannsókna og nýsköpunar og ná samstöðu um skammtímabreytingar og hrinda þeim hratt í framkvæmd. Í báðum skýrslum er lagt til að fækka háskólum, sameina sjö háskóla í tvo annan opinberan og hinn einkarekinn.
Nánar www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/4957
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Nemendur á öllum skólastigum eru rúmlega 105 þúsund

Skólaárið 2008-2009 er heildarfjöldi nemenda á landinu öllu 105.483. Á yfirstandandi skólaári eru skráðir 61.789 í  leik- og grunnskóla, 25.590 nemendur á framhaldsskólastigi og 18.104 á skólastigum ofar framhaldsskólastigi. Skólasókn 16 ára ungmenna á Íslandi haustið 2008 var 93% sé miðað við öll kennsluform (dagskóla, kvöldskóla og fjarnám). Skólasókn á milli 16 og 18 ára árganga lækkar um 18 prósentustig. Heildarfjöldi nemenda á háskóla- og doktorsstigi haustið 2008 var 16.944. konar. Konur voru 64% allra nemenda á háskóla- og doktorsstigi haustið 2008. Þær eru fjölmennari en karlar á öllum námssviðum utan verkfræði og raunvísindagreina.
Nánar á www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4046
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Mest fyrir unglinga og svolítið fyrir fullorðna

Skömmu fyrir sumarfrí sendi norska Stórþingið út mikilvæg skilaboð til fræðsluaðila.
Þekking á að ryðja leiðina í gegnum kreppuna og styrkja velferðarríkið.
Frumvarp nr. 44 Fræðsluleiðin, dregur upp útlínur norskrar færni. Hvers þarfnast samfélagið, hvers þarfnast einstaklingarnir? Hvernig eru kringumstæður og hvernig er útlitið?
Það spannar allt menntakerfið, formlega og óformlega fræðslu, en sérstök áhersla er lögð á framhaldsskólastigið og starfsmenntun. Hægt er að nálgast frumvarpið í heild sinni á slóðinni:
LINK
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Allir um borð í loftslagsrútuna!

Í Þrændalögum er loftslagsrútan á vegunum með góð ráð fyrir íbúana.
Akstur rútunnar er liður í upplýsingaherferð sem hrint er í framkvæmd af amtsmanninum, og rútan mun heimsækja öll sveitarfélög í fylkinu á þessu ári. Markmið verkefnisins er að koma í veg fyrir að íbúarnir fyllist vanmætti, viðhalda þátttöku og umræðu í samfélaginu um eina helstu áskorun nútímans.
Meginmarkmið verkefnisins “Ráðleggingar um loftslag” er að draga úr losun koltvísýrings með því að miðla upplýsingum um áþreifanlegar breytingar á lífsháttum. Með notkun tvinnrútu, sem er sérstaklega hönnuð fyrir verkefnið, á að sýna fram á tæknileg dæmi, miðla upplýsingum og síðast en ekki síst gefa sérmenntuðu fólki á sviði tækni- og samfélagsfræða tækifæri til þess að ná til fjölda fólks í markhópnum í öllum sveitarfélögum í Suður-Þrændalögum á árinu 2009. Margir aðilar leggja þessu samstarfsverkefni lið. Nánari upplýsingar um loftslagsrútuna má finna á:
www.kreativetrondelag.no/Klimabussen/
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Norskt – rússneskt menningarsamstarf

Á norðurslóðum fer þegar fram margskonar samstarf, en nýlega voru væntingar um menningarsamstarf á milli Noregs á Rússlands styrktar með samningi um þriggja ára menningarverkefni á árunum 2009 til 2012. Markmiðið er að draga fram mismunandi svið eins og bókasöfn, bókmenntir, tónlist, og list og menningu þjóðanna.
Nánar...
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no

Sverige

Ný skólalög – eiga að tryggja þekkingu, valfrelsi og öryggi

Þann 15. júní sl. kynnti Jan Björklund menntamálaráðherra nýtt frumvarp til laga um skóla.
Nýju lögin ná yfir öll skólastig, frá leikskóla til fullorðinsfræðslu. Lögin eru tengd og eiga að leggja grundvöll að þekkingu, valfrelsi og öryggi á öllum skólastigum og öðrum stofnunum sem falla undir lögin. Nýju  lögin fela einnig í sér að reglugerðir sem nú vísa í mismunandi lagaflokka og tilskipanir varða nú sömu lög. 
Á meðal þess sem lagt er til í frumvarpinu er að:
o Leiksólinn verði sjálfstætt skólastig.
o Einkaskólar og forskólar verða hluti skólakerfisins og falla undir sömu lög og skólar sem reknir eru á vegum sveitarfélaganna. Það leiðir til m.a. þess að þeim ber að fylgja sömu námsskrá og veita skírteini.
o Rannsóknastofnun skólamála verði heimilt að beita þyngri viðurlögum fyrir að brjóta lögin. 
o Ekki verður lengur hægt að endurtaka viðurkennda áfanga á bóknámsbrautunum við fullorðinsfræðslustofnanir  sveitarfélaganna til þess að bæta árangur.
Frumvarpið er nú til umsóknar. Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp til nýrra skólalaga vorið 2010 og stefnt er að því að lögin taki gildi þann 1. júlí 2011.
www.regeringen.se/sb/d/10120/a/128291
www.regeringen.se/sb/d/11355/a/128290
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Starfsmenntun fullorðinna

Sænska skólamálastofnunin fékk þann 15. júní svör við könnun um átakið.
Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni þá verður frekari upplýsingum einnig safnað  inn í tengslum við næstu umsóknarlotu.
• Upplýsingarnar og spurningarnar verða að mestu leiti þær sömu og í könnuninni í júní.
• Skólamálastofnunin skipuleggur ráðstefnu um starfsmenntun fullorðinna í Stokkhólmi þann  20 október.
• Drög að skipulagi haustsins  2009:
- Umsóknir fyrir árið 2010 verða aðgengilegar fyrir sveitarfélögin allt sumarið.
- Þær upplýsingar sem óskað er eftir í þessari umsóknalotu verða í öllum meginatriðum þær sömu og í síðustu lotu.
- Frestur til að skila inn umsóknum rennur út þann 15. september 2009.
- Ríkisstjórnin ákvaðar síðan hvaða framlög verða veitt fyrir árið 2010.
www.skolverket.se/sb/d/2615/a/15639
www.skolverket.se/sb/d/2615/a/14728
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Hvatning til sveigjanlegs náms innan alþýðufræðslunnar

Alþýðufræðsluráðið hefur lýst eftir umsóknum um styrki til byggðaþróunar  með það að markmiði að örva sveigjanlegt nám innan alþýðufræðslunnar með stutt  kennslufræði og samskiptatækni.
www.folkbildning.se/page/578/aktuellaprojekt.htm
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

Gríðarlegur áhugi fyrir fyrstu námsbrautum starfmenntaháskólanna

1. júlí næstkomandi hefur starfsmenntaháskólinn í Svíþjóð starfsemi. Nú er ljóst hvaða námsbrautir verða í boði haustið 2009. Áhuginn á að koma á laggirnar starfsmenntun hefur verið gríðarlegur. Af 404 umsóknum hefur 89 umsóknum um námsbrautir verið veittur forgangur. Það samsvarar tæplega 2400 nemendaígildum.
www.regeringen.se/sb/d/11322/a/127799
www.yhkommitten.blogspot.com/
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se

NVL

Norræn ráðstefna um gæði í fullorðinsfræðslu

Íslandi 10-12. september 2009 á hótel Loftleiðum
Norræna tengslanetið fyrir formlega fullorðinsfræðslu stendur fyrir ráðstefnu um gæði. Ráðstefnan er ætluð skólastjórnendum, kennurum og leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu, íslenskukennslu fyrir útlendinga og sérkennslu i fullorðinsfræðslu.
Dagskrá og upplýsingar um skráningu:
LINK
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Baltic-Nordic seminar September 2009

The County Governor of Hordaland, Norway, has received a grant of 8000 Euro to organise a Baltic-Nordic seminar which takes place in Jöhvi, Estonia 23rd and 24th of September 2009. The initiative to this seminar was taken by the Nordic network of prison education.
The purpose of the Baltic-Nordic seminar is dissimination of the Nordic report "Education in Nordic Prisons. Prisoners' Educational Backgrounds, Preferences, and Motivation", to present the Estonian project and to get information concerning the Prison Service and prison education in the Baltic states
in order to develop and improve prison education further. Focus is also on the cooperation between decision makers and researchers. We would like to develop a better collaboration between the Baltic states and the Nordic countries on this area.
Nordic Network for Prison Education are co-organisers.
www.fengselundervisning.net
Torfinn Langelid
E-post: tfo(ät)fmho.no

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 23.6.2009

Til baka á forsíðu NVL