6/2010 NVL Frettir

 

Danmark

Fullorðinsfræðslan verður illa úti í kjölfar endurreisnaráætlunar

Endurreisnaráætlun dönsku ríkisstjórnarinnar 2010 hefur umtalsverð áhrif á fullorðinsfræðslu (VEU Voksen- og efteruddanelse).

Til þess að koma böndum á ríkisútgjöldin hafa ríkisstjórnin og Danski þjóðarflokkurinn gert með sér samning um endurreisnaráætlun 2010 sem hefur víðtæk áhrif á allt svið fullorðinsfræðslunnar. 
Þær aðgerðir sem hafa munu mest áhrif eru m.a. 
• Tímabilið sem fólk getur fengið atvinnuleysisbætur verður stytt úr 4 árum í 2 ár
• Dregið verður úr framlögum til lýðskóla, hússtjórnar- og handverksskóla og þeim breytt í þá veru að framlög til stuttra námskeiða lækka en um leið hækka framlög til lengri námsframboða. Gert er ráð fyrir að með því móti sparist 55 milljónir DKK á ári. Samtök lýðskóla í Danmörku vænta þess að mörgum skólum verði lokað. Nánar: www.ffd.dk/genopretningsaftalen-2010
• Þátttakendur sem eru í vinnu munu þurfa að greiða hærri gjöld fyrir almenna fullorðinsfræðslu og símenntun
• Þátttakendur sem hafa lokið framhaldsskóla og vilja bæta við menntun sína eða afla sér starfsmenntunar munu þurfa að greiða hærri gjöld
• Endurgreiðsla til fyrirtækja vegna fullorðinsfræðslu verður skorin niður um 20 prósent
• Tímabilið sem hægt er að fá námsstyrki fyrir til framhaldsnáms á sviði fullorðinsfræðslu (SVU Statens voksenuddannelsesstøtte) verður stytt úr 52 vikum í 40 vikur

Nánar:
Samningur um endurreisnaráætlun dönsku ríkisstjórnarinnar og Danska þjóðarflokksins 2010
Mat samtaka lýðskóla í Danmörku
Mat samtaka alþýðufræðsluaðila í Danmörku

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Virðisauki af samstarfi við þekkingarfyrirtæki vex

Virðisauki fyrirtækja sem eiga í samstarfi við þekkingarstofnanir um rannsóknir og þróun, vex umtalsvert.

Í nýrri greiningu frá Miðstöð hag- og viðskiptarannsókna við Viðskiptaháskólann í Kaupamannahö  (CBS) er sýnt fram á að framlegð fyrirtækja eykst við samstarf þekkingarstofnanir.
Greiningin byggir á upplýsingum frá 220 fyrirtækjum, sem á árunum 1995-2003 tóku þátt í samstafi um nýsköpun með stuðningi frá Tækni- og nýsköpunarráði.

Nánar... 

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: forskning

Fleiri fullorðnir fá raunfærni sína metna

Í nýlegri könnun frá dönsku námsmatsstofnuninni sem ber nafnið „Anerkendelse af realkompetencer på VEU-området mv“ (Mat á raunfærni í fullorðinsfræðslunni) kemur fram að aukning og útbreiðsla á raunfærnimati er mest á sviði starfsmenntunar einkum á eru það svokallaðar AMU fræðslumiðstöðvar sem oftast beita mati á raunfærni.

Skýrslan er á: LINK 

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Kennslufræði alþýðufræðslunnar sérstaklega gagnleg

Kennslufræði alþýðufræðslunnar sérstaklega gagnleg til þess að hvetja til náms og brjóta mynstur í markhópum annars ekki hafa áhuga á námi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju riti eftir þá  Steen Elsborgs og Steen Høyrup Pedersen og ber heitið „Mønsterbrydende læringsrum i folkeoplysningen“ (Námsaðstæður alþýðufræðslunnar sem breyta venjum).
Hægt er að sækja ritið á: Dfs.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: folkbildning

Finland

Þeim fjölgar sem ljúka námi frá finnskum háskólum

Stúdentum sem ljúka námi frá háskólunum hefur fjölgað um 10 hundraðshluta. Samkvæmt upplýsingum frá finnsku hagstofunni luku 44 prósent háskólamenntun sinni á fimm og hálfu ári, en talan var 12 prósentum lægri árið áður. Á öðrum sviðum menntunar var gegnumstreymið nánast óbreytt frá árinu áður.

Fjölgun háskólaprófa má að einhverju leiti skýra með umbótum háskólanna á prófakerfinu. Samkvæmt nýja kerfinu ljúka flestir lægri háskólagráðu áður en þeir ljúka æðri gráðu frá háskóla.  Stúdentum gefst nú kostur á að ljúka einungis lægri háskólagráðu. Tölurnar ná einnig yfir þá stúdenta sem voru í námi á meðan eldra prófakerfið var í gildi eða fram að áramótum 2008. Af þeim sem hófu nám árið 1995 höfðu 80 % lokið námi sínu fyrir 2008.

www.minedu.fi/etusivu/arkisto/2010/0306/resume.html?lang=fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Menntunaráæltun

Þekking og hæfni (Kunnig) um færniþróun þeirra sem starfa við fræðslumál, hófst þann 31. maí sl. um leið og samband héraðsstjórna birti ákvarðanir um styrki til fræðsluaðila eða samstarfs þeirra.

Markmið  áætlunarinnar er að þróa sí- og endurmenntun starfsfólks í fræðsstofnunum. Það er í samræmi við skyldu fræðsluaðila til að skipuleggja sí- og endurmenntun fyrir starfsmenn, en hún  verður staðfest með lögum sem taka gildi þann 1. janúar 2011. Áætlunin tekur yfir þá sem starfa við fræðslu í grunn- og framhaldsskólum, starfsmenntun, starfmiðaða fullorðinsfræðslu og alþýðufræðslu. Með áætluninni er ætlunin að leggja grundvöll að skipulagðri sí- og endurmenntun til þess að viðhalda starfsfærni starfsfólksins.  
Í fjárlögum ársins 2010 er gert ráð fyrir að verja skuli átta milljónum evra til áætlunarinnar. Ábyrgð á verkefninu er á höndum, menntamálráðuneytisins, Menntamálastofnunarinnar og sambandi héraðsstjórna.

Nánar...

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Tungumáladeildir skólanna fjölbreyttari

Samtök atvinnulífsins í Finnlandi (Finlands Näringsliv, EK) hafa kynnt sér stöðu tungumálakennslu í skólum. Samtökin álíta að skólarnir ættu að hafa meira framboð á tungumálum og auka um leið valfrelsi nemenda. Valfrelsið væri hægt að auka með því að afnema skyldu íbúanna til þess að læra bæði opinberu tungumálin. Þetta myndi hafa í för með sér að hvorki finnskumælandi bæri skylda að læra sænsku né sænskumælandi finnsku.

Starfshópurinn leggur einnig til að tungumálakennslu í grunnnámi verði sett almenn markmið sem gildi fyrir allt landið og að skipting kennslustunda í tungumálum verði endurskoðuð í þeim tilgangi að auka fjölbreytni á tungumálaframboði. Starfshópurinn telur einnig að styrkja beri stöðu innlendu málanna og t.d. að sænska fyrir finnskumælandi verði sem fyrr skylda fyrir nemendur í grunnskóla. 

Nánar...

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Háskóli Íslands stækkar

Á sjötta þúsund nýnemar sækja um grunnnám við Háskóla Íslands fyrir næsta misseri en umsóknum um grunnnám fjölgar um 12 % milli áranna 2009 og 2010. Umsóknir um meistaranám eru 2.700 sem er met og fjölgar um 32% og umsóknum um doktorsnám fjölgar um 39%.

Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir er heildarfjöldi umsækjenda um grunn- og framhaldsnám á níunda þúsund. Umsækjendur um grunnnám dreifast nokkuð jafnt yfir öll fimm fræðasvið Háskólans. Mesta fjölgun umsókna er þó á Heilbrigðisvísindasviði en þar eru umsóknir 31% fleiri en í fyrra. Háskóli Íslands hefur vaxið gríðarlega síðustu ár. Skólinn stækkaði um fjórðung við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands 1. júlí 2008 og svo aftur um 20% við inntöku nýnema síðasta haust.

Meira: www.hi.is/frettir/18_fjolgun_umsokna_i_haskola_islands

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)fraedslumidstod.is

Skólasókn í framhaldsskólum og háskólum haustið 2009

Á skólaárinu 2009-2010 er heildarfjöldi nemenda á landinu öllu 107.012. Á yfirstandandi skólaári eru skráðir 61.628 nemendur í leikskólum og á grunnskólastigi, 26.364 nemendur á framhaldsskólastigi og 19.020 á skólastigum ofar framhaldsskólastigi. Nemendum á Íslandi hefur fjölgað um 1.529 frá árinu áður, eða um 1,4%.

Skólasókn 16 ára ungmenna á Íslandi haustið 2009 var 95%, hefur hækkað um 2% frá fyrra ári. Ef skólasókn 16, 17 og 18 ára ungmenna er borin saman á milli ára, með það fyrir augum að sjá hversu hátt hlutfall nemenda heltist úr lestinni eftir fyrstu árin í framhaldsskóla, sýna tölur Hagstofunnar að haustið 2009 er hlutfall 17 ára ungmenna í skólum landsins 90% en var 85% skólaárið 2008-2009. Hlutfall 18 ára 2009 er 81% en var 75% árið áður. Þetta er óvenju lítil fækkun nemenda milli ára. Má leiða líkum að því að fleira ungt fólk sæki skóla á yfirstandandi skólaári vegna ástandsins í atvinnumálum.

Meira: www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4555

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)fraedslumidstod.is

Norge

Tók próf í fæðingarstofunni

Queen Mimi Dequeemani valdi að gangast undir próf þrátt fyrir að hún væri nýbúin að fæða litla stúlku. Starfsmenn önnuðust stúlkuna nýfæddu á meðan nýbökuð móðirin þreytti próf með yfirsetukonuna Sissel Eie frá Olav Duun framhaldsskólanum á rúmstokknum.

Queen Mimi hafði verið viss um að hún gæti tekið öll prófin áður en hún myndi eignast barnið en það var sú stutta gat ekki beðið svo lengi eftir að líta dagsins ljós. 

Nánar: www.nettavisen.no/nyheter/article2922774.ece

Fá ekki störf við hæfi

Margir innflytjendur eiga erfitt með að fá vinnu sem hæfir menntun þeirra, þess vegna enda þeir í störfum sem þar sem færni þeirra fær ekki notið sín.

Innflytjendur frá Afríku, Asíu og fl. landa í Noregi, sem lokið hafa fjögurra ára menntun á háskólastigi, voru árið 2009 þrisvar sinnum líklegri til þess að gegna störfum sem þeir eru ofmenntaðir fyrir en aðrir samfélagsþegnar.  Nærri lætur að 4 prósent íbúanna gegni störfum þar sem forleg færni þeirra er meiri en starfið gerir kröfur um. Tölurnar meðal innflytjenda eru miklu hærri og vel menntaðir innflytjendur frá Afríku og Asíu virðast eiga í sérstaklega erfitt með að nýta færni sína í atvinnulífinu.

Nánar: www.ledernett.no/id/42707

Fótboltamenn mennta sig ekki

Aðeins tveir leikmenn í úrvalsliðum Norðmanna sinna menntun meðfram fótboltaleiknum. Skíðaskotfimimaðurinn Halvard Hanevold finnst þetta eftirtektarvert.

Hanevold kveður sterkt að orði telur það hneyksli að margir leikmenn hætti við að mennta sig vegna þeirra góðu kjara sem þeim býðst hjá íþróttafélögunum. Hann spyr: „ Hvað taka þeir til bragðs þegar ferlinum lýkur eða ef þeir verða fyrir langvarandi meiðslum?“

Nánar: http://fotball.aftenposten.no/eliteserien/article171567.ece

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Hvernig er hægt að bæta tilboð um fræðslu þeirra sem tilheyra tungumálaminnihlutahópi?

Østbergnefndin, sem hefur kannað tilboð tungumálaminnihlutamálahópa um fræðslu, hefur lagt fram tillögur um ýmsar aðgerðir sem beinast til alls menntageirans. Sissel Østberg, rektor við Háskólann í Osló stýrði starfi nefndarinnar.

Að grípa snemma til aðgerða, veita langvarandi kennslu í öðru tungumáli og umtalsverða færniþróun á öllum sviðum menntageirans  eru mikilvæg til þess að tryggja að börn sem tilheyra tungumálaminnihlutahópum geti notið menntunar til fulls. 

Nánar...

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Sverige

Kennsla í sænsku fyrir innflytjendur á að vera einstaklingsmiðuð

Rannsókn Skólaeftirlitsins á sænskukennslu fyrir innflytjendur, sfi (Svenskundervisning för invandrare) í 25 sveitarfélögum leiðir í ljós að fræðslan er oft of einhæf, þrátt fyrir að hún sé ætluð fólki með ólíkan bakgrunn og skilyrði. Dæmi eru um afar virk námsframboð en líka um svið sem þarf að styrkja og bæta gæði sænskukennslunnar, sfi.

Meðal þess sem kom fram við rannsóknina var að kennslan byggir hvorki á reynslu né áhuga nemendanna og að samstarf milli þeirra sem sjá um sænskukennsluna, sænsku Vinnumálastofnunarinnar og félagsþjónustunnar er ekki sérlega árangursríkt. Þeir sem njóta kennslunnar hafa mismunandi reynslu og markmið og þess vegna þarf að aðlaga kennsluna betur að þörfum einstaka þátttakanda. Efla þarf tækifæri þátttakanda til þess að hafa áhrif á kennsluna. Þá þarf einnig að veita þeim sem njóta kennslunnar tækifæri til þess að tvinna námið við fjölskyldulíf og þátttöku í atvinnu- og félagslífi.

Nánar...

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se
Mer om: språk, invandrare

Mikil eftirspurn eftir vel menntuðum iðnaðarmönnum

Eftirspurn eftir velmenntuðu starfsfólki í ólíkum atvinnugreinum vex sökum aukningar í framleiðslu bæði í iðnaði og þjónustu. Þetta kemur skýrt fram í árlegri greiningu á vegum Stofnunar starfsmenntaskóla.

Atvinnulífið þarfnast starfsfólks með rétta menntun og viðeigandi færni. Þess vegna verður þróun á framboði menntunar í starfsmenntaháskólum að vera í nánu samtarfi við atvinnu- og efnahagslíf. Eftirspurn eftir starfsfólki með menntun að loknum framhaldsskóla á mismunandi sviðum eins og t.d. raf- og líftækni, starfsmannastjórnunar í félags- og heilbrigðisgeiranum, hæfu sölufólki auk starfsfólks í hótel, veitinga- og ferðaþjónustu með menntun að loknum framhaldsskóla, mun aukast mikið á næstu árum. Þá ber einnig á aukinni eftirspurn eftir starfsfólki með sérhæfða viðskipta- og stjórnunarmenntun auk almennrar eftirspurn eftir fólki með menntun á sviði tölvu- og upplýsingamiðlunar vex.  Í menntagreiningunni kemur einnig fram á hvaða sviðum má vænta að eftirspurnin dragist saman eða haldist nánast óbreytt. 

Nánar...

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Símenntun í lesblindukennslu

18 kennarar úr grunn- og framhalds- og starfsmenntaskólum hafa lokið símenntun í kennslu lesblindra.

Nám í kennslu lesblindra veitir færni til þess að kenna unglingum og fullorðnum sem stríða við lestrarörðugleika, að greina lesblindu og til þess að leiðbeina þessum markhópi við notkun sérstakra tölvuforrita.
Þeir sem standa að menntuninni eru þau Hans Pauli Christensen, skólastjóri og Winnie Christensen, sérkennari frá Fullorðinsfræðslumiðstöðinni í Albertslundi í Danmörku. Þar að auki hefur hópurinn notið leiðsagnar gestakennara sem búa yfir sérþekkingu hver á sínu sviði. 

Meðlimir í Félagi fólks með les- og skriförðugleika gleðjast yfir menntuninni sem hinir nýútskrifuðu kennarar hafa öðlast.

Mikið framfaraskref hefur verið stigið á Færeyjum með því að hópi kennara hefur verið veitt menntun til þess að sinna þeim hópi sem stríðir við les- og skriförðugleika. „Þess er vænst að það leiði til þess að lesblindir leiti eftir aðstoð til þess að takast á við vandamálin,“ segir Anne-Karin Kjeld, sem átti frumkvæðið að stofnum Félags fólks með les- og skriförðugleika, og að fagriti fyrir grunnskólakennara „Skúlablaðið“. Þar að auki er talið að aukin umfjöllun um les- og skriförðugleika verði til þess að vekja skilning á þessum vandamálum og auðvelda fólki að leita sér aðstoðar til þess að takast á við þau.
Félag fólks með les- og skriförðugleika hefur um árabil unnið að því að bæta aðstæður markhópsins. Forsvarsmenn félagsins hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að kennarar í grunnskólum hafi færni til þess að aðstoða þá sem stríða algenga við les- og skriförðugleika. Þeir eru afar ánægðir með að nú hafi verið tekið frumkvæði til þess að auðvelda einstaklingum að leita sér aðstoðar og til að hægt verði að grípa til viðeigandi úrræða snemma á skólagöngu barna og unglinga sem stríða við slík vandamál og bæta um leið möguleika þeirra á að ljúka skólagöngu sinni.

Nánar...

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Ný menntaleið á sviði matvælavinnslu hefur verið vel tekið

Mikill áhugi hefur verið á að sækja um grunnnám að nýrri námsleið á sviði matvælavinnslu í Klaksvík.

Gert er ráð fyrir 28 nemum í fyrsta hópnum og þegar umsóknarfresturinn rann út þann 14. júní sl. höfðu 43 umsóknir borist. Meðal umsækjanda eru bæði nýútskrifaðir nemendur úr grunnskóla og fullorðnir með viðeigandi starfreynslu. Grunnnámið veitir tækifæri til frekari menntunar, t.d. til þess að komast á samning sem nemi í matreiðslu, framreiðslu, bakstri og konditor. Það er sjómannaskólinn í Klakksvík og Iðnskólinn í Klakksvík sem standa í sameiningu að þróun þessara námsleiðar.
Mennta- og menningarmálaráðherra Helena Dam á Neystabø,  er ánægð með mikinn áhuga á nýju námsleiðinni og telur að samstarf skólanna í Klakksvík um þróun námsins, kennara, rýma og tækjabúnað verði fyrirmynd um nýsköpun fyrir aðra skóla. Það er von ráðherrans að námstilboðum á sviði starfsmenntunar verði fjölbreyttari t.d. með því að koma á fleiri námsleiðum á sviði skapandi greina og lista.

Nánar: www.mmr.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Fjöldi umsækjenda um fullorðinsfræðslu við „Skúlin við Áir“

Markhópur þessa litla skóla eru fullorðnir sem af einhverjum ástæðum þarfnast endurhæfingar, eru hreyfiskertir eða af öðrum orsökum skortir grunnleikni. Skólinn getur boðið upp á nám fyrir 20 nemendur í níunda bekk auk 16 nemenda í svokallað FHS nám, sem er undirbúningur undir verslunar- og skrifstofunám. Alls hafa 75 umsóknir borist um þessi fáu nemendapláss frá fólki í öllum aldurshópum sem gefur til kynna eftirspurn eftir og þörf fyrir fullorðinsfræðslu.  
Markmið skólans er að þróa grunnleikni nemendanna, styrkja sjálfstraust þeirra, virkja þá og undirbúa undir þátttöku á vinnumarkaði, til þess að hefjast handa við umskólun eða ef til vill til þess að hefja nám á framhaldsskólastigi. Nám í skólanum byggir á langri reynslu við endurhæfingu og grundvöllur fræðslunnar byggir ætíð á þörfum hins einstaka nemanda.

Nánar: www.dugni.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

NVL

Að skapa þrá eftir opnu hafi

„Ef þú ætlar að fá mann til þess að byggja bát, skaltu ekki byrja á því að segja honum frá efniviðnum, verkfærunum og vinnunni. Heldur skaltu vekja með honum þrá eftir opnu hafi.“

Með þessari ljóðrænu myndlíkingu frá Antoine de Saint-Exupéry gaf Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar tóninn á þverfaglegri ráðstefnu um hvatningu fullorðinna til náms, sem fram fór dagana 3. og 4. júní i Kaupmannahöfn. Ráðstefnan var afar vel sótt, með um það bil 300 þátttakendum.  

Hægt er að nálgast kynningar og annað efni frá ráðstefnunni sem Michael Voss hefur tekið saman á slóðinni: www.nordvux.net/page/954/motivationskonferens2010.htm

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: motivation

Norden

Brotthvarf frá námi í framhaldsskólum á Norðurlöndunum

Brotthvarf ungmenna úr framhaldsskólanámi er umtalsvert hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum, einkum á fyrri árum framhaldsskólanáms. Jákvætt verður hins vegar að teljast að brotthvarf á Íslandi hefur minnkað umtalsvert eða um 5% frá árinu 2000 til 2008.

Hins vegar hefur brotthvarf annars staðar á Norðurlöndum annaðhvort staðið í stað eða aukist á sama tíma. Svo virðist sem atvinnustig og þróun brotthvarfs tengist. Næg atvinnutækifæri virðast valda auknu brotthvarfi úr námi. Fyrir stóru kreppuna í Finnlandi var brotthvarf þar umtalsvert en mjög dró úr því í kreppunni. Líklegt er að kreppan hér á landi muni hafa svipuð áhrif þegar til lengri tíma er litið.
Í lok mars sl. kom út ný rannsókn á brotthvarfi í framhaldsskólum á Norðurlöndum. Þar er gerð grein fyrir umfangi og einkennum brotthvarfs í  löndunum fimm. Fram kemur að mynstur þess þar er um margt líkt. Í skýrslunni segir að meginástæða brottfalls sé lélegur árangur í upphafi skólagöngu, ekki hvað síst skortur á félagsfærni og dræm þátttaka í skólalífinu. Á milli 60 og 80 prósent nemenda í hverjum árgangi lýkur framhaldsskólanámi, en þrátt fyrir að þetta séu háar tölur er barist fyrir því í öllum norrænum ríkjunum að draga úr brottfalli þeirra sem eftir standa.

Nánar...

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)fraedslumidstod.is
Mer om: studieavbrott

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 24.6.2010

Til baka á forsíðu NVL