6/2012 NVL Frettir

 

Danmark

Umræður um lýðræðið á Borgundarhólmi

Lýðræði og þjóðveldi voru aðalumræðuefni á málþingi alþýðunnar í Allinge á Borgundarhólmi. Stjórnmálamenn, íbúar, fulltrúar stofnana, sveitastjórna, og fræðsluaðila voru virkir í umfjöllun og umræðunum um brýn málefni.

Lýðfundurinn var árangursríkur og þátttakendur 2012 fleiri en á síðasta ári, meðal þeirra voru fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Danmörku, fjölda fyrirtækja og stofnana. Markmið lýðfundarins er að efla lýðræðið með samræðum um jafn áskoranir og tækifæri sem blasa við. Héraðsstjórnin á Borgundarhólmi sér um framkvæmd fundarins.

Umfjöllun um fundinn og efni frá honum er á ótal heimasíðum meðal annars eigin heimasíðu fundarins: www.brk.dk/folkemoedet/sider/folkemoedet.aspx  m.a. kvikmyndir og áframhaldandi umræður
Danskar héraðsstjórnir www.regioner.dk/FM12.aspx bl.a. video, galleri og en demokratiavis
Samtök danskra alþýðufræðsluaðila: www.dfs.dk/temaer om folkeoplysningens deltagelse

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Virkni fullorðinsfræðslumiðstöðvanna (VUC) hefur aldrei verið meiri en 2011

Stjórnir og stjórnendur fullorðinsfræðslumiðstöðvanna hafa gefið út ársskýrslu fyrir 2011.

Í skýrslunni kemur fram, að þrátt fyrir að árið hafi einkennst af miklum breytingum hafi rúmlega 100.000 þátttakendur verið á námsleiðum og námskeiðum og heilsársnemendum hafi fjölgað í 26.000 og þeir hafa ekki verið fleiri síðan 2007. Þátttakendum í öllum námstilboðum hefur fjölgað. Markhópurinn er fyrst og fremst þeir yngri eða 16-24 ára. Mat frá Dönsku námsmatsstofnuninni EVA, og Damvad sýna að margir námsmenn, einkum þeir sem leggja stund á nám í frumgreinadeild (HF, Højere forberedelseseksamen), halda áfram námi og að undirbúningsnám fullorðinna (FVU, Forberedende voksenundervisning) og nám á sviði almennrar fullorðinsfræðslu (AVU,Almen voksenundervisning) og einstök námskeið HF eru tilboð sem hæfa þeim sem litla menntun hafa sem og ófaglærðum fullorðnum. Í því ljósi eru fullorðinsfræðslumiðstöðvarnar  í Danmörku VUC afar mikilvægir fræðsluaðilar.

Lesið skýrsluna:
http://ipaper.ipapercms.dk/VUC/VUCSekretariatet/VUCrsrapport2011/

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ný stofnun á sviði gæða og árangurs

AKF verður hluti af VERA, nýrri stofnun sem fæst við greiningu og rannsóknir til þess að efla gæði og bæta árangur og stjórn svæða og sveitarfélaga.
Frá og með 1. júlí verður  AKF sameinuð DSI og KREVI og til verður ný stofnun  VERA – Danska greininga- og rannsóknastofnun, svæða og sveitarfélaga. Nýja stofnunin á að veita svæðis- og sveitarstjórnum aðgengilegar og gagnlegar upplýsingar. Markmiðið er að efla gæðaþróun, nýtingu og stjórnun innan opinbera geirans. Ákvörðunin var samþykkt af danska þjóðþinginu í júní, þegar meirihlutinn samþykkti lögin sem leggja grundvöllinn að starfsemi  nýju stofnunarinnar.
 
Meira: www.akf.dk/presserum/pressemeddelelser/alle/akf_bliver_til_vera/
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Danska starfsmenntakerfið – lýsing á ensku

Stofnun ESB um þróun starfsmenntunar, Cedefop, hefur á formennskutímabili Dana fyrir Evrópusambandinu gefið út bók með lýsingu á danska starfsmenntakerfinu.
Í bókinni eru lýsingar á bæði grunnnáminu og framhalds- og símenntun á sviðinu. Hægt er að panta ókeypis eintök af bókinni hjá  Rosendahl Schultz Grafisk A/S en þá þarf að greiða þarf umsýslu- og sendingarkostnað.
Einnig má hlaða henni niður sem pdf á slóðinni: www.cedefop.europa.eu/EN/Files/4112_en.pdf
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Lögð hafa verið fram drög að menntareikningum

Menntareikningar eru ein leið til fjármögnunar á námi fullorðinna, þar sem fjármagni er veitt til einstaklinga. Markmiðið er að beina athyglinni að fjölbreytilegum námsþörfum einstaklinga,hvað varðar skipulag námstilboða og efla hlutdeild í ævimenntun.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í Finnlandi hefur gefið út áfangaskýrslu þar sem ýmsar leiðir að menntareikningum eru kynntar. Menntareikningarnir geta verið fjármagnsleið sem er greið fyrir alla fullorðna íbúa landsins eða beinst að hópum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Einn möguleikinn er að leita leiða innan núverandi kerfis sem gera kleift að taka tillit til þarfa einstaklinga við skipulagningu fullorðinsfræðslu og stuðla að auknu jafnræði á sviði menntunar.   
Opnaður hefur verið vettvangur á Internetinu sem ber nafnið Din åsikt (Þín skoðun) og þar gefst almenningi tækifæri til þess að hafa áhrif á frekari þróun menntareikninganna.

Meira: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Líkan til þess að spá fyrir um þörf á færni fyrir starfsmenntun

Verkefnið við þróun líkansins hefur farið fram með í víðtæku samstarfi fulltrúa frá gjörvöllu Finnlandi og verið til umsagnar hjá ýmsum hagsmunahópum á sviði menntunar og atvinnulífs. Með því að beita líkaninu verður reynt að spá fyrir um hvaða færni atvinnulífið hefur þörf fyrir í framtíðinni.

Markmiðið er að afla upplýsinga til stuðnings innihaldi menntunarinnar, til dæmis við þróun námsskráa til þess að þær mæti þörfum atvinnulífsins í framtíðinni. Líkanið á að gagnast bæði þeim sem koma að þróun starfsmenntunar sem og þróun háskólamenntunar.
Á þróunartímanum hefur líkanið verið prófað innan þriggja geira: fasteigna – og byggingageirans, barnaumönnunar og fjölskyldumála, og ferðaþjónustu. Hóparnir sem unnið hafa að spánum hafa lagt fram upplýsingar um þörf fyrir færni sinna geira fyrir næstu 10 – 15 árin.

Meira: www.oph.fi/meddelanden/2012/027

E-post: Pirkko.sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Umsækjendur um nám við háskóla aldrei verið fleiri

Tæplega 9.500 umsóknir um grunn- og framhaldsnám bárust Háskóla Íslands fyrir komandi haustmisseri. Ef horft er til ársins 2009 má sjá að umsóknum hefur fjölgað um rúm 40 prósent en þá voru þær um 6.800. Flestar umsóknir um grunnnám eru á sviði hugvísinda, félagsvísinda og heilbrigiðsvísinda.

Metfjöldi umsókna hefur einnig borist um skólavist í Háskólann í Reykjavík, eða 2099 umsóknir. Það eru 22% fleiri umsóknir en bárust á sama tíma árið 2011 og 44% fleiri umsóknir um skólavist en bárust árið 2010. Þetta er ennfremur mesti fjöldi umsókna sem borist hefur fyrir nám á haustönn frá stofnun háskólans. Mesta aukningin er í tölvunarfræðideild en þar fjölgaði umsóknum um ríflega 50% á milli ára, en einnig varð mikil fjölgun í umsóknum um nám í tækni- og verkfræðideild.

Meira: www.hi.is/frettir/metfjoldi_umsokna_i_haskola_islands_0
Meira: www.ru.is/haskolinn/frettir/nr/27611

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Samningur um símenntun fyrir fatlaða

Þann 12. júní sl. var undirritaður samningur Námsflokka Reykjavíkur og Fjölmenntar og um fjölbreytta símenntun fyrir fatlaða, einkum fyrir ungt fólk með geðraskanir. Boðið verður upp á lengri og skemmri námskeið samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með þessum samningi er stuðlað að framgangi þeirrar hugmyndafræði sem leggur áherslu á rétt fatlaðs fólks til allrar almennarar þjónustu samfélagsins. Samningurinn um símenntun fyrir fatlaða tekur gildi 1. ágúst 2012 og er til eins árs. 

Meira: Reykjavik.is 

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Samráðshópur um aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks

Velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hafa skipað sameiginlega samráðshóp um aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks á aldrinum 18-35 ára.

Ákvörðunin byggist á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að kappkostað skuli að því „að byggja skuli upp á Íslandi opið og skapandi umhverfi sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar í Evrópu, bæði að því er varðar efnahag og lífsgæði.“
Verkefni hópsins er að gera tillögu að stefnumótandi aðgerðaáætlun í málefnum ungs fólks þar sem fram komi skýr framtíðarsýn um margbreytilegt samfélag sem byggir á jafnrétti og jöfnum tækifærum.

Meira: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Frettatilkynningar/nr/6913

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Kennslufræði fullorðinna og raunfærnimat

Ný námsleið við Háskólann í Osló og Akershus til þess að mæta þörf fyrir færniþróun þeirra sem koma að fræðslu fullorðinna. Námið hefst haustið 2012 og það tekur yfir tvær annir sem hvor um sig er upp á 15 einingar.

Meira: Vofo.no og um námsleiðina á slóðinni Hioa.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Nemendum sem ljúka námi úr framhaldsskólum fjölgar ekki

Tölfræði sýnir að nemendum sem ljúka námi og standast próf af framhaldsskólastigi 2012, fimm árum eftir að þeir hófu nám fækkaði um 1 prósentustig frá árinu 2011. Hlutfallið hefur nánast verið það sama undanfarin ár eða um 70 %. Að undanförnu hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til þess að hækka hlutfallið og þess er vænst að þær beri árangur á næstu árum.

Meira: Regjeringen.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sverige

Símenntun fyrir stærðfræðikennara

Staðgóð þekking á stærðfræði er nauðsynleg. Þekking á undirstöðu atriðum stærðfræði þykir sjálfsögð fyrir hvern borgara og er auk þess mikilvæg forsenda háskólanáms, einkum á sviði raunvísinda og tækni.

Þess vegna hefur sænska ríkisstjórnin falið stofnun skólamála að móta leiðir til símenntunar fyrir stærðfræðikennara, í kennslufræði stærðfræði og til þess að gefa þeim tækifæri til þess að njóta faglegrar ráðgjafar af hálfu sérþjálfaðra ráðgjafa í stærðfræði. Markmið aðgerðanna er samkvæmt stærðfræðiherferðinni, að bæta námsárangur í stærðfræði. Símenntunin mun fara fram frá haustmánuðum 2012 fram til 30. júní 2016.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/15652/a/193330

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Tækifæri til þróunar á sviði fullorðinsfræðslu í fangelsum

Fangar sem fá tækifæri til þess að mennta sig eru ánægðir með það. Litið er á nám sem mikilvægt tækifæri til þess að auðvelda þeim að aðlagast samfélaginu að vistinni lokinni. En eftir úttekt sænska Skólaeftirlitsins er ljóst að sænska fangelsismálstofnunin getur gripið til ýmissa aðgerða til bæta gæði menntunarinnar. Efla aðgerðir sem hvetja til náms auk þess að koma á aðstoð fyrir þá sem kljást við námsörðugleika.

– Margir fangar hafa ófullnægjandi menntun, eiga við námsörðugleika að stríða og hafa neikvæða reynslu að skólanámi. Það er mikilvægt að námið leiði ekki til nýrra mistaka. Þess vegna verður að greina námsörðugleika og aðlaga kennsluna að þörfum námsmannanna og forsendum. Fram til þessa hefur skipulag námsins ekki verið nægilega einstaklingsmiðað, segir Anette Bergstrand, verkefnastjóri hjá Skólaeftirlitinu.

Meira: Skolinspektionen.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Almedalsvikan í Visby, á Gotlandi

Almedalsvikan fer á þessu ári fram dagana 1. til 8. júlí í i Visby. Vikan hefur verið haldin hátíðleg í rúmlega 40 ár. Viðburður sem hófst á nokkrum ræðum stjórnmálamanna hefur þróast í að verða einn mikilvægasti vettvangur stjórnmálaumræðu í Svíþjóð og kjarni Almedalsvikunnar mynda fulltrúar allra stjórnmálaflokka á sænska þjóðþinginu. Þeir taka þátt í málþingum, blaðamannafundum, og ræðurnar frá Almedalen leggja grundvöll að viðburðinum, en aðrir þættir vikunnar eru ekki síður mikilvægir.

Gegnum opnar lýðræðislegar umræður veitir vikan öllum þeim sem vilja taka þátt í umræðum um samfélagið tækifæri til þess að vera virkir. Frelsið og auðvelt aðgengi að Almedalsvikunni eru einstakt bæði hvað varðar Svíþjóð og heiminn almennt. Allir viðburðir vikunnar eru ókeypis og aðgangur öllum fjráls.

Meira: www.almedalsveckan.info

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Túlkaþjónusta Færeyinga hélt norrænt námskeið fyrir táknmálstúlka

Dagana 1. – 4. júní 2012 sóttu 50 táknmálstúlkar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi námskeið sem bar yfirskriftina „Relationer“ (Sambönd)

Markmið námskeiðsins voru: Að efla norrænt samvinnu á sviði táknmálstúlkunar, samstarf þvert á landamæri, veita innblástur í daglegu starfi túlkanna og beina sjónum að heyrnarlausum, táknmáli og táknmálstúlkun. Þar að auki var litið til framtíðar og þróun táknmáls á Færeyjum. Það voru einu táknmálstúlkarnir á Færeyjum Edny Poulsen og Eyðgunn Hansen, sem stóðu fyrir námskeiðinu í samvinnu við norræna samstarfaðila. 

Meira um viðburðinn og túlkaþjónustu fyrir táknmálstúlka á slóðinni: www.tulktekn.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Sögulegur dagur við Háskólann í Færeyjum

Fyrstu stúdentarnir í kennslu og kennslufræði við Háskólann í Færeyjum hafa lokið prófum til B.Ed.-gráðu í grunnsólakennslu (kennari) og og B.Ed.-gráðu í leikskólakennslu (leikskólakennari).

Við brautskráningu föstudaginn 15. júní, fengu 30 kennarar og 29 leikskólakennarar prófskírteini sín afhent. Þetta er í fyrsta skipti sem stúdentar ljúka grunnmenntun í B.Ed. – námi eftir að kennaraskólinn í Færeyjum sameinaðist Háskólanum á Færeyjum. Kennaraháskólinn í Færeyjum átti sér langa hefð í samfélaginu, menntað kennara frá árinu 1870. Eftir að skólinn varð hluti af háskólanum hafa orðið gagngerar breytingar bæði á skipulagi og innihaldi námsleiðanna fyrir kennara og leikskólakennara um leið og þær leiddu til háskólagráðu.   
Áhugi á náminu hefur aukist eftir breytingarnar. Á hverju ári berast á milli 150 -160 umsóknir og þar af eru 50-55 % teknir inn. Samtals leggja um það bil 300 stúdentar stund á námið í Þórshöfn. 

Meira um menntunina: http://setur.fo/laeraraskulin/ og ræða deildarforsetans Janus Jensen (á færeysku) á Lararafelag.fo.

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

16 nýir ráðgjafar víðsvegar um Grænland

Þann 11. júní sl. luku 16 nýir ráðgjafar menntun í grunnámi fyrir ráðgjafa við ráðgjafamiðstöðina á Grænlandi. Ráðgjafarnir 16 eru frá 8 mismunandi bæjum víðsvegar um Grænland.

Þeir eru ráðgjafar við menntaskóla, verslunarskóla, námslánastofnunina, grunnskóla,  Piareersarfik og á skrifstofum vinnumálastofnunar. Grunnnámið skiptist í verklegt nám á vinnustað og staðbundnar lotur í skólanum. Stúdentarnir hafa verið við störf við náms- og starfsráðgjöf sem ófaglærðir ráðgjafar.
Ráðgjafamiðstöðin er vistuð við verslunarskólann Niuernermik Ilinniarfik í Nuuk og hún er fjármögnuð að heimastjórninni. Markmið menntunarinnar er að veita stúdentum færni til þess að sinna náms- og starfsráðgjöf fyrir börn, unglinga og fullorðna um nám á öllum skólastigum, eða til þess að virkni á vinnumarkaði. Í átta lotum sem fara fram í mismunandi bæjum á Grænlandi gefst stúdentunum tækifæri til þess að heimsækja opinberar stofnanir og upplifa á eigin skinni hvernig samhenginu á milli ráðgjafanetsins, menntastofnana og atvinnulífsins á Grænlandi er háttað.
Frá því að námið hófs hefur það tekið eitt ár en á síðasta ári var það lengt í eitt og hálft ár. Enn er langur biðlisti umsækjenda, sökum þess að aðeins eru teknir inn 15 stúdentar í einu. Frá upphafi hafa 158 ráðgjafar lokið námi á Grænlandi. 

Krækja í heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvarinnar á Grænlandi: www.vejledning.gl

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Launaloft og betri menntun fógeta í grænlenskum landsbyggðum

Á Grænlandi eru rúmlega 60 byggðir og í 19 þeirra engir fógetar starfandi. Því hefur verið hrint af stað átaki til þess að fjölga starfandi fógetum með því að hækka laun þeirra um 7.300-50.000 DKK á ári eða til fastrar upphæðar sem nemur 75.000 DKK frá 1. júlí 2012 og síðan á að bæta námstækifæri fyrir fógeta í sveitarfélögum.

Laun eru afgerandi þáttur, er haft eftir formanni sambands byggða á Grænlandi, KANUNUPE, Jens Kristian Therkelsen. Hann telur að margir velji starfið ekki sökum lágra launa og verði þau hækkuð muni fógetum í sveitarfélögum fjölga og um leið aukist öryggi íbúanna. Vonir standa til að hækkun launanna og aukin gæði menntunarinnar verði til þess að fleiri sæki um starf fógeta á Grænlandi, og stefnt er að því að ráða fógeta í öll sveitarfélög á næstu mánuðum og í kjölfarið á að endurskoða námsskrár.

Krækja í heimasíðu KANUNUPE: www.kanukoka.gl/da/kommunale_sagsomraader/bygderne/kanunupe
Fréttir: www.knr.gl/kl/node/121831 | www.knr.gl/kl/node/121746

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

NVL

Árangursrík ráðstefna um nýsköpun!

Þökk sé eldmóði þátttakendanna, gæða fyrirlestra og kynninga og frábærra menningaratriða auk góðrar skipulagningar og framkvæmd á viðburðinum var ráðstefnan um nýsköpun 2012 afar árangursrík.

Að ráðstefnunni lokinni leggjum við fram nákvæm gögn, skýrslur, viðtöl og vídeóupptökur auk allra spurninga og athugasemda sem komu fram á ráðstefnunni og leggja grundvöll að frekari umræðu um þemað nýsköpun í námi fullorðinna.
Á ráðstefnunni voru 6 aðalframsöguerindi og fyrirlestrar auk 20 kynninga í vinnustofum og nýskapandi starfsemi. NVL þakkar öllum sem komu að framkvæmd ráðstefnunnar fyrir þeirra framlag.

Krækja í heimildir: HTML

E-post: Albert.Einarsson(ät)vox.no
Mer om: innovation

Norrænnar náms- og starfsráðgjafaráðstefnu

Færni ráðgjafa í menningarlegri fjölbreytni og á breytilegum vinnumarkaði, Gautaborg 25. –26. Október 2012.

Á norrænni ráðgjafaráðstefnu verða spurningar um færni ráðgjafa í tengslum við fjölmenningu og breytingar á vinnumarkaði teknar til umfjöllunar. Á ráðstefnunni verður sjónum einnig beint að þátttöku ráðþega í ráðgjafaferlinu og hvernig hægt er að taka tillit til þarfa þeirra.
Á ráðstefnunni gefst ennfremur tækifæri til þess að kynnast dæmum um góða ráðgjöf fyrir fullorðna á Norðurlöndunum og skiptast á reynslu við norræna samstarfsaðila og ræða um þær áskoranir sem blasa við í ráðgjöf fyrir fullorðna og færniþróun ráðgjafa.

Nánari upplýsingar: HTML

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: vägledning

Mat á NVL

Samkvæmt stofnskrá NVL lét Norræna ráðherranefndin (NMR) fara fram mat á Norrænu tengslaneti um nám fullorðinna (NVL). Matið hófst í viku í lok nóvember 2011 og því lauk í lok apríl 2012.

Markmiðið var að leggja mat á hvernig tekist hefur að styrkja stjórnun NVL eftir frumkvæði frá árinu 2009 með nákvæmari  markmiðum, þemum og aðferðum. Í lokaskýrslunni eru mörg dæmi um góðan árangur og tillögur um hvernig unnt er að efla starfsemi NVL í framtíðinni. 

Matsskýrslan er nú opinber á slóðinni www.eva.dk.

Meira: HTML

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no
Mer om: utvärdering

DialogWeb

Háskólar og fyrirtæki þarfnast hvers annars

Mat á raunfærni er snúið úrlausnarefni fyrir háskóla, ekki síst sökum þess að formlegt nám hefur fram til þessa verið talið æðra innan háskólanna. Viðhorfin erum að breytast og ljóst þykir að það er gagnlegt fyrir háskólana að nýta raunfærnimatið til þess að komast að því hvaða þekking verður til í atvinnulífinu og hvaða þekkingar er þörf fyrir.

Lesið grein Clara Henriksdotters með viðtali við Anni Karttunen, finnskum fulltrúa í raunfærnimatneti NVL á www.dialogweb.net og gerið athugasemdir á fésbókinni!. Anni er sérfræðingur í evrópskum menntamálum starfar við Savon ammatti- ja aikuisopisto (Savo Consortium for Education),

* * *

NVL óskar öllum áskrifendum fréttabréfsins gleðilegs sumars. Við snúum aftur með fleiri fréttir í lok ágúst.

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 26.6.2012

Til baka á forsíðu NVL