7/2006 NVL Frettir

 


NVL

Vettvangur fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum, 28.-29. september 2006 í Hässleholm, Sverige

NVL býður til norræns fundar til þess að ræða um þær spurningar sem blasa við fullorðinsfræðslunni. Markmið fundarins er að ræða um sí- og endurmenntun sem í boði er fyrir leiðbeinendur og stjórnendur innan alþýðu- og fullorðinsfræðslunnar auk mismunandi þarfa fyrir framhaldsmenntun á Norðurlöndunum. Þá á einnig að ræða áhuga á áframhaldandi norrænum fundum. Frestur til þess að tilkynna þátttöku hefur verið framlengdur til 8.september. Nánari upplýsingar eru á:
www.nordvux.net/object/8634/objectitem.htm

Ráðgjöf og post-konstruktivisme – námskeið um ráðgjöf aðferðir og verklag

Danski kennaraháskólinn DPU í Kaupmannahöfn, mun standa fyrir námskeiði um ’ráðgjöf og post-konstruktivisme’ þann 11. desember næst komandi kl.10.00 – 16.00. Á námskeiðinu verður konstruktivisme tekinn fyrir en það er útbreidd aðferð við ráðgjöf jafnt í Danmörku sem og á hinum Norðurlöndunum. Þar munu verða fluttir fyrirlestrar af vísindamönnum á sviði ráðgjafar og sjónum beint að aðferðum og verklagi.
Námskeiðið er einkum ætlað kennurum, ráðgjöfum, þróunarstjórum, ráðunautum og öðrum sem fást við verkefni sem lúta að ráðgjöf. Námskeiðið er skipulagt í samstarfi á milli NVL, Norrænu tengslaneti um nám fullorðinna og rannsóknasviðs ráðgjafadeildar DPU, danska Kennaraháskólans.
Endanleg dagskrá verður lögð fram á heimasíðu NVL í byrjun september.

Norræna rannsókn um raunfærnimat

Sérfræðingahópur NVL um raunfærnimat hefur ákveðið að framkvæma norræna rannsókn um raunfærnimat. Rannsóknin á að beinast að samanburði á fyrirkomulagi matsins, sem einkum varðar framkvæmd þess í mismunandi löndum. Áætlað er að henni verði lokið fyrir stóru raunfærnimatsráðstefnuna sem ráðgert er að halda dagana 7. – 9. mars 2007. Per Andersson, vísindamaður við háskólann í Linköping leiðir vinnuna við rannsóknina. Sér til aðstoðar hefur hann hóp vísindamanna frá bæði Danmörku og Noregi.

Sjálfstjórnarsvæðin

verða í brennidepli í fimmta tölublaði 2006 af DialogWeb.
Tímaritið hefur einnig fengið nýtt útlit að loknu sumri. Lesið meira á slóðinni
www.dialogweb.net


DANMÖRK

Menntavettvangur 2006 – ráðstefna og sýning um UT, nám og þróun

UNI C sem er sjálfstæð stofnun undir danska menntamálaráðuneytisins stendur fyrir menntavettvangi á þessu ári í formi tveggja daga ráðstefnu og sýninga fyrir allan menntageirann. Þar verður hægt að hlýða á 50 mismunandi fyrirlestra og taka þátt í umræðum og smiðjum. Meðal atriða í faglegri dagskrá eru ”Hlutverk kennara faglegt og í starfi”, ”Námsferli og fagleg hvatning”, ”Stjórnun á tengigrind” og ”Mat og skráning”. Ráðstefnan hefst með framsöguerindi með yfirsýn um miðlun og náttúrufræðigreinar, ungt fólk og hreyfanleika, hnattvæðingu og menntun og rými í nýsköpunarskóla. Markmiðið með ráðstefnunni er að þróa gæðin í menntastofnunum með því að bjóða upp á vettvang fyrir faglega miðlun og umræður um menntastefnu, rannsóknir, hugmyndir og reynslu. Þá verður ráðstefnan markaðstorg fyrir vörur og þjónustu í upplýsingatækni. Menntavettvangurinn er einkum ætlaður grunnskólum, framhaldsskólum, fullorðinsfræðsluaðilum, iðnskólum, kennaraskólum, stjórnmálastofnunum, áhugasamtökum og einkafyrirtækjum. Ráðstefnan verður dagana 3. og 4. október í Ráðstefnumiðstöðinni í Óðinsvéum. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á
www.uddannelsesforum.dk

”Karlmenn eru stjórnendur - konur eru kennarar”

Undir yfirskriftinni “Karlmenn eru stjórnendur - konur eru kennarar" kynnir menntamálaráðuneytið tölulegar upplýsingar og greiningar sem sýna að það ríkir ójöfnuður í stjórn grunnskólanna, þar eru tveir af hverjum þremur stjórnendum menn en á móti eru tveir af hverjum þremur starfsmanna konur. Niðurstöður spurningakönnunar, sem unnin var af lektor við mannfræðideild danska Kennaraháskólans DPU, Leif Moos, sýnir fram á sömu tilhneigingu þar kemur fram að 62% karlmanna sem starfa í grunnskólanum eru stjórnendur en það sama á aðeins við um 38% kvennanna. Áhersla er lögð á að hæfni og áhugi starfsfólksins sé mikilvægari en kyn. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig fram á að konur og karlar skuldbinda sig starfinu á mismunandi hátt, konur eru uppteknari af samræðum við samstarfsfólk og nemendur en karlarnir hafa frekar áhuga á að hafa áhrif á starfið í gegnum stjórnun.
Lesa má meira á
www.uvm.dk/06/lederehtm?menuid=6410

”Residing in silence and wonder” – andleg vídd starfsráðráðgjafarinnar

Í dansk - kanadískri ráðgjafarrannsókn er sjónum beint sérstaklega að andlegu vídd starfsráðgjafarinnar. En samkvæmt aðstandendum rannsóknarinnar er það vídd sem ýkir svo sjálfsögð að okkur hættir til að gleyma. Lektor við danska Kennaraháskólann DPU, Finn Thorbjørn Hansen og prófessor við Department of Educational and Counselling Psychology, University of British Columbia, Norman Amundson mæla með að heimspekileg ráðgjöf, íhugult starf og listræn sköpun geti dregið hina þöglu vídd fram í sviðsljósið og virkja hana til þess að taka afgerandi ákvarðanir um líf okkar.
Nánari upplýsingar er að finna í nýju tímariti DPU sem gefið er út á ensku og heitir “Quarterly”
www.dpu.dk/quarterly


FINNLAND

Smá breytingar á hversdagsleikanum eru samfélagslegar áskoranir

Sitra er hátíðarsjóður vegna sjálfstæðis Finnlands. Sitra er óháður opinber sjóður sem er í vörslu finnska þingsins. Markmiðið með Sitru er að stuðla að aukinni hagsæld í Finnlandi og styðja við árangursríkt Finnland framtíðarinnar. Sitra stefnir að því að vera mikils metinn samstarfsaðili við uppbyggingu þekkingar og nýsköpunar.
Samkvæmt nýsköpunaráætlun Sitru var komið á tengslaneti á landsvísu um innsæi í upphafi árs 2006. Verkefni tengslanetsins er að sýna fram á þær ögranir sem blasa við finnska samfélaginu í framtíðinni og gera stjórnvöld í Finnlandi meðvituð um þær og draga þær fram í opinbera umræðu. Hægt er að lesa um árangurinn í skýrslunni: ”Kohti hyvinvoivaa ja kilpailukykyistä yhteiskuntaa” (Í átt að samkeppnihæfu velferðarsamfélagi) eftir Timo Hämäläinen á slóðinni:
www.sitra.fi/sv/Aktuellt/huvudnyheter/meddelande_2006-08-30.htm


ÍSLAND

Aukin framlög til fullorðinsfræðslu og starfsmenntamála

Framlög til fullorðins- og starfsmenntamála verði aukin um 120 m.kr. og kemur sú hækkun til framkvæmda á árinu 2007. Þessum fjármunum verður varið til námskeiðahalds og endurmenntunar einstaklinga á vinnumarkaði sem leggja stund á nám sem byggir á námskrám sem fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur vottað og menntamálaráðuneytið staðfest, til að efla náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat í samvinnu við fræðslumiðstöðvar iðnaðarins fyrir launamenn sem hafa lokið hluta náms á skipulögðum starfsmenntabrautum.


NOREGUR

Færnitröppur upplýsingatækninnar

Í þriðja tölublaði af fréttabréfi NVL var umfjöllun um stefnu og áætlanir norsku stjórnarinnar i upplýsingatækni. Vox hefur tekið virkan þátt í að setja fram kröfur um færni í upplýsingatækni og hefur nú lagt fram tillögurnar um "Færnitröppurnar: Viðmið fyrir færni í upplýsingatækni í atvinnulífinu og samfélaginu.” Tröppurnar ná yfir þrjú þrep: Notar-Skilur-Hefur vald á. Hverju þrepi fylgir greinargerð um hver áhrifin kunna að verða á notandann á sex mismunandi samfélagssviðum: Borgari og samfélagsleg virkni- Heimilishald og hversdagsleikinn - Atvinnulífið-Frístundir- Menntun og fræðsla.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér Færnitröppurnar nánar geta heimsótt slóðina:
www.vox.no/templates/iframe.aspx?id=2136

Lesa og skrifa – lestrar- og ritunarþjálfun á netinu fyrir fullorðna

Í þrjú ár hefur VOX unnið við að þróa sjálfstýrt þjálfunarforrit við lestur og ritun fyrir fullorðna. Hið fyrsta sinnar tegundar í Noregi og eftir því sem vitað er hafa aðeins örfá lönd þróað sambærileg forrit. Nú hefur forritið verið kynnt fyrir almenningi. Efninu fylgja yfir 1000 verkefni og það er alveg ókeypis, en maður verður að skrá sig sem notenda á slóðinni www.lesogskriv.no.
gagnvirku verkefnin eru fjölbreytt og í þeim felst þjálfun í:
- að skrifa einstök orð
- að skilja setningar, skilti og töflur
- að semja sjálf/ur setningar og texta
Ennfremur fá notendur aðgang að einfaldri málfræði, ráðum um hvernig þeir geta bætt lestrarfærni sína og upplýsingar um fullorðinsfræðslu. Notendur stýra sjálfir hraðanum og geta æft sig hvenær og hvar sem þeir hafa aðgang að tölvu. Þeir fá strax viðbrögð við því sem þeir gera og leiðarljósið er að æfingin skapar meistarann. Nánari upplýsingar veita Atvinnu- og velferðarráðin. Það eru188 skrifstofur sem fá sendar upplýsingar frá Vox. Upplýsingarnar eru í formi plakata, bæklinga og bréfa til ráðgjafa og þær verða sendar út á næstu dögum.
www.lesogskriv.no

Allir geta lært – líka fullorðnir!

Allir eiga kost á fræðslu. Það er meginboðskapur viku símenntunar í Noregi sem stendur yfir dagana 4. til 8. september. Fjölmargir fræðsluaðilar hafa tekið saman höndum um að veita fullorðnum góð dæmi um fjölbreytta möguleika á fræðslu. Menntamálaráðuneytið hefur falið Fullorðinsfræðsluráðinu í Noregi að annast viku símenntunar. Vikan hefst í Eidsvold þann 4. september, þann 8. september verða mikil hátíðahöld á Youngstorget i Oslo, en dagana þar á milli verða ótal svæðisbundnar uppákomur sem eiga að hvetja fullorðna og veita þeim aukinn kraft til þess að leita frekari fræðslu. Lesið meira um Læringsdagene


SVÍÞJÓÐ

Nýar námsskrár í sænsku fyrir innflytjendur

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela Statens skolverk að semja nýja námsskrár í sænsku fyrir innflytjendur í samræmi við tillöguna um "Vissa frågor om vuxnas lärande, m.m." Ýmsar spurningar um fræðslu fullorðinna, og fl. Auk þess sem Statens skolverk á að semja nýja námsskrá á stofnunin einnig að ákveða ný viðmið fyrir vitnisburð/ einkunnir.
Nýja námsskráin á að endurspegla breyttar áherslur í kennslunni til þess að byggja upp ákveðna tungumálahæfni. Það er talið mikilvægt að kennslan höfði til áhugasviðs þátttakendanna, forsendum fyrir dvöl þeirra og virkni í Svíþjóð.

Meiri áhersla á þekkingu við inntöku í háskólana

Ríkisstjórnin í Svíþjóð hefur ákveðið að breyta reglunum um inntöku í háskólana. Mestu breytingarnar varða aukna áherslu á kjarnafög og hvatinn til þess að nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi skrái sig í einstök fög í öldungadeildum til þess að bæta einkunnir sínar minnkaður. Markmiðið er réttlátari, skýrari og einfaldari reglur sem gefa til kynna að það borgar sig að byggja upp góða þekkingu í framhaldsskólanum. Nú er góð þekking á tungumálum og stærðfræði verðlaunuð. Nemendur eru hvattir til þess að fara beint í háskóla að framhaldsskólanum loknum.

Alveg nýjar reglur um upptöku áfanga

Við inntöku verður umsækjendum skipt í fjóra hópa. Úr hverjum hópi verða þeir teknir inn sem hafa bestan vitnisburð. Umsækjendum verður skipað í eftirfarandi hópa:
1. Umsækjendur sem hafa lokið námi í framhaldsskóla eða sem að mestu leyti ( að 2/3) hafa stundað nám í öldungadeildum.
2. Umsækjendur sem hafa bætt einkunnir sínar með upptöku á áföngum.
3. Umsækjendur sem úr erlendum skólum.
4. Umsækjendur með vitnisburð frá lýðháskólum.
Fjöldi umsækjenda í hverju hópi fer eftir því hve margir umsækjendur uppfylla skilyrði fyrir hópnum. Eftir skiptingu í hópa færist þó einn þriðji af fjöldanum úr hópi 2 í hóp 1. Þar með verður ekki jafn eftirsóknarvert að taka upp áfanga í öldungadeildunum til þess að hækka einkunnir úr framhaldsskólanum.
nmr_is


Fyrirsagnir 4.9.2006


NVL
Vettvangur fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum, 28.-29. september 2006 í Hässleholm, Sverige

Ráðgjöf og post-konstruktivisme – námskeið um ráðgjöf aðferðir og verklag

Norræna rannsókn um raunfærnimat

DialogWeb 5/2006: Sjálfstjórnarsvæðin


DANMÖRK
Menntavettvangur 2006 – ráðstefna og sýning um UT, nám og þróun

”Karlmenn eru stjórnendur - konur eru kennarar”

”Residing in silence and wonder” – andleg vídd starfsráðráðgjafarinnar


FINNLAND
Smá breytingar á hversdagsleikanum eru samfélagslegar áskoranir


ISLAND
Aukin framlög til fullorðinsfræðslu og starfsmenntamála


NOREGUR
Færnitröppur upplýsingatækninnar

Lesa og skrifa – lestrar- og ritunarþjálfun á netinu fyrir fullorðna

Allir geta lært – líka fullorðnir!


SVÍÞJÓÐ
Nýar námsskrár í sænsku fyrir innflytjendur

Meiri áhersla á þekkingu við inntöku í háskólana

Alveg nýjar reglur um upptöku áfanga