7/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Mikil fjölgun nýnema í leikskólakennara- og kennaranámi, og í hjúkrunarfræðum í Danmörk

Mun fleiri fengu inngöngu í námsleiðirnar í ár en á síðasta ári og aldrei fyrr hafa jafn margir fengið inni í félagsráðgjafanámi.
Nýnemar í hjúkrunarfræðum hefur fjölgað um 26 %  en fjölgunin nemur 13% í kennaranámi, og 22% í námi fyrir leikskólakennara miðað við síðasta ár. Ástæður  fyrir fjölgun á einmitt þessum námsbrautum eru margar, m.a. breytingar og úrbætur á skipulagningu námsins og markvissar aðgerðir til þess að bæta ímynd þeirra. Þær tilheyra allar þeim námsleiðum sem flestir umsækjendur óskuð eftir inntöku á og eru eftirsóttar vegna þeirrar praktísku reynslu sem nemendur fá, starfsöryggis auk þess sem þær felast í samskiptum  við fólk. Almennt hefur umsækjendum um nám fjölgað. Umsækjendur hafa ekki verðið jafn margir á þessari öld og fjölgunin á einnig við um líffræði og aðrar greinar sem tengjast vinnu á rannsóknastofum.
LINK
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Meiri áhersla á kennslufræði í iðnskólunum

Kennarar í iðnskólunum líður illa ef tími þeirra fer að mestum hluta í stjórnun og fundi og aðeins litlum hluta hans er varið til þess sem þeir sækjast helst eftir - með öðrum orðum kennslu og samveru við nemendur, kennslufræðilegri og faglegri þróun.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnuninni „Fastholdelse og rekruttering af erhvervsskolelærer“ Hvernig á að ráða og halda í kennara í starfsnámi? sem unnin var af Miðstöð kennslufræði starfsmenntunar (Nationalt Center for Erhvervspædagogik, NCE) í Danmörku og beinir sjónum að kennslufræðilegu vinnuumhverfi kennara við danska starfsmenntaskóla. Kennararnir töldu æskilegt að hafa meiri tíma til þess að þreifa sig áfram og sinna nýsköpun í kennslu og meiri tíma til þess að sinna þeim nemendum sem erfiðast eiga uppdráttar. Í könnunni er lagt til að stjórnendur starfsmenntaskóla beini athygli sinni í auknum mæli að og styðji við þá faglegu þróun sem kennararnir óska eftir.
NCE er staðsett í starfsmenntaháskólanum Metropol, sú starfsemi sem fyrr tilheyrði Danska kennaraskólanum fyrir starfsmenntakennara (Danmarks erhverspædagogiske læreruddannelser, DEL) - er nú hluti af NCE.
LINK (UVM)
og um NCE www.delud.dk
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: forskning

Þeir sem eru á jaðri þekkingarsamfélagsins fá sérstakt tilboð frá alþýðufræðslunni

- Einstaklingsmiðuð undirbúningsmenntun (Individuel Forberedende Uddannelse, IFU)
Markmið stjórnvalda er að tryggja beri að 95% af hverjum árgangi fái menntun, en enn er næstum 20% brottfall úr framhaldsskóla. Ástæðurnar eru margar og flóknar og þær krefjast sveigjanlegra lausna. Dagháskólar og fræðslusambönd hafa um áraraðir boðið upp á sveigjanleg tilboð sem mæta þörfum þeirra hópa sem upplifa menntun sem ógnun. Nú hafa þessir aðilar hafa lokið þróunarverkefni með drögum að yfirgripsmiklum kennsluleiðbeiningum fyrir einstaklingsmiðaða undirbúningsmenntun. 
Samhliða þróunarverkefninu lögðu Steen Elsborg og Steen Høyrup Pedersen, lokahönd á könnun sem byggir á rannsóknum (sbr. frétt í júní) um sérstaklega hvetjandi námsumhverfi alþýðufræðslunnar og kennslufræðileg gæði hennar.  Niðurstöður könnunarinnar sem settar eru fram í skýrslunni "Mønsterbrydende læringsrum i folkeoplysningen" eftir Steen Elsborg og Steen Høyrup Pedersen og er hluti af grundvellinum fyrir IFU- hugmyndinni.
Nánar um IFU på og skýrsluna "Mønsterbrydende læringsrum i folkeoplysningen" á DFS.
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Finnskur viðmiðarammi fyrir próf og færni

Vinnuhópur á vegum finnska menntamálaráðuneytisins hefur skilað tillögum um finnskan viðmiðaramma sem byggir á evrópska EQF líkaninu. Samkvæmt tillögunum eiga stigin að koma greinilega fram á öllum prófskírteinum frá og með árinu 2012.

Með hliðsjón af viðmiðarammanum verður auðveldara að bera saman próf bæði innanlands og erlendis frá auk þess að gera menntakerfið gagnsærra. Þá auðveldar ramminn einnig vinnu við mat á óformlegri færni. 
- Finnski viðmiðaramminn mun auðvelda hreyfanleika námsmanna og leiðbeinenda, kennara og stjórnenda innan Evrópu sem og innanlands, segir Henna Virkkunen, menntamálaráðherra Finna.
Viðmiðaramminn greinir á milli átta stiga eins og evrópski viðmiðaramminn. Hann tekur yfir öll próf frá grunnnámi að æðra náms og lýsir hvaða færni er skilyrði fyrir prófinu. Viðmiðin eru eins og samþykkt hafa verið í Evrópusamstarfinu.
Samkvæmt tillögum vinnuhópsins á að binda viðmiðin með lögum. Þá ber að þróa hann til þessa að einnig verði hægt að beita honum við mat á raunfærni.

Nánari upplýsingar á sænsku:
www.minedu.fi/export/sites/default/OPM/Julkaisut/2009/liitteet/tr24.pdf?lang=fi
-> sid 5 i pdf-dokumentet

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Efla á alþýðu- og fullorðinsfræðslu

Í frumvarpi finnska menntamálaráðuneytisins er lagt til að framlag til fullorðins- og alþýðufræðslu verði aukin um 25 milljóna evra fyrir 2010.
Í frumvarpinu er lagt til að bæta tækifæri þeirra sem starfa innan alþýðu- og fullorðinsfræðslu til þess að bæta færni sína í gegnum nýja fullorðinsfræðsluáætlun (Osaava). Þá er einnig gert ráð fyrir að möguleikar leiðbeinenda sem eru innflytjendur eða börn innflytjenda til sí- og endurmenntunar verði fjölbreyttari.  
Með tillögunum er ætlunin að draga úr áhrifum kreppunnar með fjölgun námstilboða á sviði starfsmenntunar, með plássum fyrir iðnnema og annarri viðbótarmenntun. Heildarendurskoðun og umbótum á starfsmenntun (Akku) er fram haldið og markmið þess starfs er að auka tækifæri íbúa á vinnumarkaði til þess að auka við færni sína.
Bæta á afköst í þjónustu á borð við miðlun upplýsinga og námsráðgjöf. Þá á einnig að fjölga námstækifærum fyrir þá sem ekki hafa verið virkir í námi.
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2009/07/budjettiehdotus2010.html?lang=sv
E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Aldrei fleiri nemar við HÍ

Fjöldi nema í Háskóla Íslands í haust verður á sextánda þúsund og hafa aldrei fleiri nemar verið skráðir í skólann frá upphafi. Námsumsóknum fjölgaði um 20% milli áranna 2008 og 2009.
Nýnemar í grunnnámi verða um 3.700 í haust og nýnemar í framhaldsnámi um 1.300.
Heildarfjöldi grunnnema í HÍ verður um 10.400 í haust og rösklega 3.400 verða í framhaldsnámi. Um 400 verða í doktorsnámi í haust sem er einnig mesti fjöldi sem hefur verið í slíku námi í HÍ frá upphafi. Athygli vekur einnig að erlendum nemendum við Háskóla Íslands fjölgar jafnt og þétt en yfir 700 erlendir stúdentar eru nú þegar skráðir í nám á næsta misseri.
www.hi.is/is/frettir/studentar_vid_hi_verda_rosklega_15000_i_haust
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Lítilsháttar fjölgun þeirra sem sækja um framhaldsskóla

Enn eru hátt í þúsund manns 18 ára og eldri, sem sótt hafa um framhaldsskólavist frá og með haustinu, sem ekki hafa fengið inni í neinum framhaldsskóla.
Innan menntamálaráðuneytisins stendur til að skoða hvaða önnur menntunarúrræði standi þessum hópi til boða strax í haust. „Þetta er aðeins lítilleg fjölgun frá fyrri árum, þannig að það er ekki beinlínis hægt að rekja þetta til ástandsins núna að þessi hópur fái ekki skólavist,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Tekur hún fram að hins vegar séu mun meiri líkur en áður á því að þessi hópur fái heldur ekki vinnu vegna efnahagsástandsins.
Sökum þessa hyggjast menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra skipa starfshóp sem hafi það hlutverk að fara yfir þau menntunarúrræði sem standi yngra atvinnulausu fólki til boða, þ.e. fólki yngra en 25 ára. Það er í kvöldskóla, fjarnám, Mími og öðrum símenntunarstöðvum þar sem hægt sé að safna einingum á framhaldsskólastigi.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Meistaranám á sviði fullorðinsfræðslu

Rannsóknasfofa fullorðinsfræðslu í Norska tækni- og náttúruvísindaháskólans, NTNU býður upp á meistaranám í fullorðinsfræðslu.
Markmiðið er að bjóða upp á nám sem byggir á rannsóknum á námi fullorðinna og færniþróun. Námið hefst haustið 2009. Meistaranámið felur í sér bæði fræðilegan hluta og praktíska þekkingu á hvernig hægt er að skipuleggja, hrinda í framkvæmd og meta nám fullorðinna jafnt í skólkerfinu, atvinnulífinu og annarsstaðar þar sem nám fullorðinna á sér stað. 
Hægt er að ljúka meistaranáminu með fullu námi á tveimur árum eða dreifa  því sem hlutanámi á þrjú eða fjögur ár. Námið byggir á skyldunámskeiðum sem og valfrjálsum. Í skyldunámskeiðunum er farið yfir fullorðinsfræðslu út frá mismunandi sjórnarhornum og boðið er upp á þrjú fagnámskeið þar sem kafað er dýpra í námsefnið.  Nemendur fá einnig ítarlega kynningu á aðferðafræði. Hægt er að velja 15 einingar í námskeiðum af öðrum meistaranámsbrautum við NTNU. Náminu lýkur með 30 eininga meistaraverkefni undir leiðsögn.
Nánari upplýsingar: www.ntnu.no/studier/voksneslaering/master/
Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Rétt til náms

NOU 2009:18 „Rett til læring“ Réttur til náms, réttur barna, unglinga og fullorðinna á sérstakri aðstoð og stuðningi í námi var skilað til norska menntamálaráðherrans, Bård Vegar Solhjell þann 2. júlí.

Í skýrslunni er bent á fjölda aðgerða til þess að bæta raunverulegt aðgengi til náms. Athyglinni er einkum beint að grunnmenntun, en í henni er einnig að finna tillögur sem lúta að námi á framhaldsskólastigi og námi fullorðinna. Í skýrslunni er m.a. lagt til að:

Rétt til sérstakrar skipulagningar

Í stað réttar til sérkennslu verði réttur til sérstaks skipulags náms. Þennan rétt öðlast nemendur sem ekki ná viðunandi árangri í náminu og tekur til aðgerða vegna starfsfólks, aðfanga og skipulags.  Ef ljóst er hvaða skipulagsbreytinga er þörf og skólinn, stjórnendur, skólasálfræðingur og kennslufræðingur eru sammála um aðferðir er hægt að beita sérstakri skipulagningu án undangengis mats sérfræðinga.

Sveigjanlegri námsferli

Einstaklingsmiðaðar námskrár verða þróaðar í almennum greinum til stúdentsprófs og prófa af starfsmenntabrautum.
Öllum nemendum á starfsmenntabrautum verður boðið upp á svokallaðar 2 + 2 námsbrautir óháð því hvor þeir komast á samning.
Nemendum sem hvorki fá inngöngu á bóknáms- né starfsmenntabrautir framhaldsskólans, skal boðið upp á einstaklingsmiðað nám með frávikum frá námsskrá.

Í skýrslunni er fjallað um fullorðinsfræðslu:
www.regjeringen.no/nb/dep/kd/dok/nouer/2009/nou-2009-18/8.html?id=571511
Skýrsluna í heild sinni er að finna á:
www.regjeringen.no/nb/dep/kd/dok/nouer/2009/nou-2009-18.html?id=570566

Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Sverige

Fjölgun nemaplássa og víðtækari vinnumarkaðsaðgerðir

Í frumvarpi til fjárlaga haustsins leggur sænska ríkisstjórnin til að veita auknu fé til mennta- og atvinnumála: 10.000 ný nemapláss í starfsmenntaskólum og sérstakt framlag til lýðskólanna sem jafngildir 1000 plássum fyrir nemendur.
Sveitarfélögin geta nú þegar sótt um styrki til starfsmenntunar fyrir fullorðna. Eitt helsta markmið þessa úrræðis er að mæta auknu atvinnuleysi sem einnig bitnar á ungu fólki og undirbúa þátttakendum undir störf á vinnumarkaði þegar hagkerfið tekur við sér aftur. Vorið 2009 deildi Skólamálastofnunin í Svíþjóð út stuðningi frá stjórnvöldum fyrir rúmlega 5.000 nemaplássum, sem nemur um það bil 50.000 SEK fyrir hvert pláss i starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Nú gefst sveitarfélögunum nýtt tækifæri til þess að bæta við hefðbundna starfsemi á sviði fullorðinsfræðslu með því að sækja um sérstök fjárframlög frá ríkinu sem verja á til starfsmenntunar. Umsóknir skulu berast til Skólamálastofnunarinnar fyrir 21. september 2009.
Sænska ríkisstjórnin kynnti fyrsta hluta frumvarps til fjárlaga haustið 2009 þann 26. ágúst s.l. og þar eru tillögur að ýmsum aðgerðum á sviði menntamála fyrir 2010 og 2011: Tveimur milljörðum SEK verði veitt til að skapa 10.0000 ný pláss innar starfsmenntunar fullorðinna á vegum sveitarfélaganna, 440 milljónum SEK til 3.000 nýrra nemaplássa í starfsmenntaháskólanum og tveimur milljörðum til 2.000 nýrra nemaplássa í lýðskólum. Einnig er gert ráð fyrir aðgerðum í vinnumarkaðsmálum. Til viðbótar þeirri menntun, sem stendur atvinnulausum unglingum til boða í dag, er ennfremur lagt til að gripið verði til sérstakra aðgerða til þess að hvetja atvinnulausa unglinga sem ekki hafa lokið námi í framhaldsskóla. Til þessara aðgerða er sérstök fjárveiting til lýðskólanna til þess að stofna til 1.000 nýrra nemaplássa að upphæð 51. milljón sænskra króna.
www.skolverket.se/sb/d/2615/a/14932
http://regeringen.se/content/1/c6/13/05/35/a0b139a3.pdf
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Ný tækifæri fyrir fræðsluaðila til þess að sækja um að bjóða upp á menntun í starfsmenntaháskóla

Frá 1. júlí 2009 gefst íbúum í Svíþjóð tækifæri til þess að sækja nýja tegund menntunar, í Starfsmenntaháskóla, og þann 27. ágúst opnaði menntamálaráðherra Svía, Jan Björklund formlega stofnunina sem stýrir menntuninni á aðalskrifstofunni í Västerås. Í haust gefst fræðsluaðilum tækifæri til þess að sækja um leyfi til reksturs starfsmenntaháskóla.
Menntun í starfsmenntaháskóla, Yrkeshögskoleutbildning eða YH-menntun, er ný tegund menntunar sem sameinar fræðigreinar og verklegt nám á vinnustað. YH-menntun er í boði í þeim geirum sem hafa greinilega þörf fyrir velmenntað starfsfólk. Innihald menntunarinnar byggir á þekkingu sem skapast hefur við framleiðslu á vörum  og þjónustu, og markmiðið er að menntunin leiði til starfs strax að loknu prófi. Innihald og efnistök menntunarinnar eru breytileg og fara eftir þörfum atvinnulífsins hverju sinni. Þetta skilur menntunina frá hefðbundinni háskólamenntun sem byggir á vísindalegum eða listfræðilegum grunni og beinist að því að uppfylla þarfir markaðarins til langs tíma.
Stofnunin fyrir starfsmenntaháskóla mun á næstunni auglýsa umsóknarfrest fyrir fræðsluaðila sem óska eftir að bjóða upp á menntun innan ramma starfsmenntaháskóla frá og með haustinu 2010. Umsóknafresturinn verður á tímabilinu 21. september og 29. október.
www.yhmyndigheten.se
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Kemur menntun fólks sem starfar við umönnun fullorðinna – eldri borgurum til góða?

IMS hefur lagt mat á Færniþróunarverkefnið og dregið niðurstöðurnar saman í nýja skýrslu „Personalutbildning i äldreomsorg – blir den till nytta för äldre? En utvärdering av Kompetensstegen“.
IMS (Institutet för utveckling av metoder i socialt arbete, Socialstyrelsen, Þróunarstofnun aðferða í félagsmálum) hefur metið Færniþróunarverkefnið, sem var þriggja ára átaksverkefni með það að markmiði að styðja við gæða- og færniþróun starfsfólks i heilbrgiðis- og umönnunargeiranum –Árangurinn er jákvæð áhrif fyrir starfsfólkið, aukin þekking og færni á þremur af sex sviðum sem könnuð voru. Skýrsluna í heild sinni má nálgast á slóðinni: LINK
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Sérstakur stuðningur fyrir fullorðna

Hvernig er hægt að auðvelda fullorðnum einstaklingnum með skerta getu að leggja stund á nám? Sænska sérkennslustofnunin hefur nýlega gefið út rit þar sem reynt er að svara þessari spurningu. Boðskapur ritsins er að allir eigi að hafa jafnan rétt til náms.
Í ritinu eru kynnar mismunandi leiðir til stuðnings, lýst hver ber ábyrgð á þeim og hvaða tækifæri standi fullorðnum með skerta starfsgetu til boða. Í ritinu eru einnig tíunduð lög og reglugerðir um málefni fatlaðra og menntunar á sviði náms fyrir fullorðna. Ritið  ”Att göra studiesituationen tillgänglig för vuxna med funktionsnedsättning” eða Að auðvelda aðgengi fatlaðra fullorðinna að námi, er fyrst og fremst ætlað fullorðinsfræðsluaðilum, stjórnmálamönnum, skólastjórnendum, kennurum og námsráðgjöfum.
Nánar á:
www.spsm.se/-System-/Nyhetsarkiv/Information-om-stodinsatser-for-vuxna/
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

NMR

Nýtt norrænt veftímarit um atvinnulífið

Fjármálakreppan hefur valdið því að mörkin milli þess að vera í starfi og að vera atvinnulaus eru orðin óskýr. Norræna velferðarlíkanið er enn meir til umfjöllunar, eftir að fjármálakreppan hófst. Á arbeidslivinorden.org munu þeir sem vinna með vinnumarkaðsmál, vinnuumhverfi og vinnurétt geta fundið frétti, umræður og skoðanir um helstu mál. Norrænir straumar og stefnur verða í brennidepli en einnig verður fylgst vel með fréttum frá ESB.
Í fyrsta tölublaði vefritsins verður fjallað um fjármálakreppuna og hvernig hún hefur búið til nýja gerð af atvinnuleysi, og hvernig þeir sem enn eru í starfi eru neyddir til að taka á sig launalækkanir. Norrænu ríkin hafa orðið misilla fyrir barðinu á kreppunni, þar sem atvinnuleysi er þrisvar sinnum meira í Finnlandi, á Íslandi og í Svíþjóð en í Danmörku og Noregi.
Norska atvinnurannsóknastofnunin gefur ritið út, fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar.  Atvinnulíf á Norðurlöndum kemur út á þremur norrænum tungumálum, dönsku, norsku og sænsku. Áskrift og lestur á fréttaritinu eru ókeypis.
Tengiliður: Ritstjórinn Berit Kvam; Berit.Kvam(ät)afi-wri.no
www.arbeidslivinorden.org
E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Training Needs Assessment

28.9.-1.10.2009, Reykjavík, Ísland
Training Needs Assessment: Kennarinn sem námhönnuður - á starfssviði milli fræðsluaðila og fyrirtækja. 
Frá kennara til námshönnuðar um að skapa sérsniðin námsferli fyrir starfsfólk fyrirtækja.
Nánari upplýsingar:
www.nordvux.net/object/22132/trainingneedsassessment.htm
E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Norden

Turning Learning

Ráðstefna um nám á vinnustað. Háskólanum í Malmö 1.- 2. október 2009.
Það eru örfá sæti laus, ef þú hefur ekki skráð þig ennþá. Frestur til að skrá sig rennur út 15. september.
Á heimasíðu Turning Learnings má finna grein um markþjálfun og kennslumiðaða leiðsögn sem námsaðferðir á vinnustað.
Nánari upplýsingar á fréttasíðu  www.turninglearning.se
Kontakt: lena.nydahl(ät)mah.se
E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 1.9.2009

Til baka á forsíðu NVL