7/2010 NVL Frettir

 

Danmark

Mat á raunfærni á Norðurlöndunum

Danska námsmatsstofnunin, EVA, hefur sent frá sér skýrslu með lýsingu á því sem er sameiginlegt og ólíkt á raunfærnimatsferlum sem beitt er af mismunandi fullorðinsfræðsluaðilum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.

Hvarvetna á Norðurlöndunum blasa fjölþættar áskoranir við öllum sem fást við mat og viðurkenningu á raunfærni fullorðinna. Meðal þess sem sameiginlegt er þjóðunum fjórum er að þær eru komnar lengst á veg með mat á raunfærni á móti námi í iðngreinum en hægara gengur að meta færni á móti  framhaldsnámi. Þá er  þekking almennings á mati á raunfærni einnig takmörkuð í löndunum öllum.

Skýrslan í heild: Eva.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til fjárlaga þann 24. ágúst

Í fjárlagafrumvarpi dönsku ríkisstjórnarinnar má greinilega finna merki frá endurreisnaráætlun ríkisstjórnarinnar og Danska þjóðarflokksins.

Að mati ríkisstjórnarinnar er áætlunin nauðsynleg til þess að tryggja efnahagslegan grundvöll átaks til að hvetja fleiri til þess að sækja sér menntun, þrátt fyrir að stofnunum undir menntamálaráðuneytinu sé gert að spara á árunum 2011 - 2014. Almennur niðurskurður á rekstri ráðuneytisins verður um hálft prósent og mun bitna á öllum sviðum menntageirans í Danmörku. Niðurskurðinum er ætlað að mæta auknum kostnaði á öðrum sviðum, m.a. til aðgerða til þess að hvetja fleiri til náms og auknum framlögum til hópa með sérstakar þarfir. Ríkisstjórnin hefur aðlagað hluta af endurreisnaráætluninni frá því í vor með tilliti til framlaga til styttri námstilboða lýðskólanna.
Umræða um fjárlagafrumvarpið fer fram á þjóðþinginu í haust.

Nánari upplýsingar og krækjur í lykiltölur og efnahagsleg áhrif á: 
Uvm.dk (1)
Uvm.dk (2)

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Konur neyta menningar og karlar framleiða hana

Í grein í tímariti lýðskólanna er sjónum beint að því að miðaldra konur neyta oftast menningar í Danmörku. Þetta kemur fram í rannsókninni  „Virkni Dana í menningu og afþreyingu 2004  (”Danskernes kultur- og fritidsaktiviteter 2004”) og í nýlegri könnun sem  Menningarstofnunin hefur látið gera, þar kemur fram að dæmigerður gestur á safni er 55 ára kona frá höfuðborgarsvæðinu sem les helst fagurbókmenntir.  Karlar eru hins vegar í meirihluta þegar kemur að framleiðslu menningar, þeir eru virkir í stjórnum menningarstofnana og verk þeirra oftar sýnd á listasöfnum. Í greininni er fjallað um niðurstöður kannananna á hinum dæmigerða menningarneytanda í ljósi kynjamismunar, fordóma og lýðræðis.

Lesið greinina: Hojskolebladet.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: kultur

Að virkja atvinnulausa getur orðið atvinnugrein – umræður um opinberar eða einkavæddar aðgerðir

Í takti við aukið atvinnuleysi hafa einkareknar ráðningastofur sem bjóða sveitarfélögunum upp á námskeið þrefaldað hagnað sinn, úr 25 milljónum danskra króna árið 2007 í 77 milljónir á árinu 2009.

Þetta kemur fram í úttekt tímaritsins A4 á reikningum tuttugu og einnar af samtals 31 ráðningarstofum innan vébanda samtaka ráðningarskrifstofa árið. Nokkrar umræður hafa um skeið verið um áhrif einkareknu námskeiðanna sem og fjárhagslegan ávinning af tilboðum frá opinberum stofunum og einkareknum fyrirtækjum. Árið 2002 leyfðu dönsk yfirvöld fyrst að fyrirtæki í einkaeigu gætu boðið upp á aðgerðir til þess að virkja atvinnulausa. Hugmyndin kom upprunalega frá Hollandi en þar hafa yfirvöld stórlega dregið úr notkun einkarekinna fyrirtækja og hafa innleitt fyrirkomulag með leyfisveitingum. Afstaðan til þess að nýta einkareknar ráðningastofur eða opinberar stofnanir byggir á hugmyndafræði og pólitík en nú eru uppi auknar kröfur um eftirlit og gæðatryggingu.

Nánar: Ugebreveta4.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: vägledning

Finland

Úrbætur á styrkjakerfi vegna náms í framhaldsskólum

Stýrihópur innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins í Finnlandi sem vinnur að þróun námsstyrkjakerfisins, hefur lagt fram tillögur til breytingar á styrkjum til náms á framhaldsskólastigi til þess að fjölga einstaklingum sem sækja sér menntun og til þess að draga úr brottfalli. Samkvæmt tillögunum verður námsstyrkjum veitt til fjárráða nemenda sem ekki búa í foreldrahúsum án þess að kanna tekjur foreldranna fyrst.

Til langs tíma á að hverfa frá því tengja námsstyrki einstaklinga á aldrinum 18 og 19 ára við tekjur foreldra.  Námsstyrkir fyrir 17 ára einstaklinga sem ekki búa í foreldrahúsum eiga að hækka. Fastsetja á hámarkstíma til þess að ljúka prófum frá framhaldsskóla, kanna á fjölda mánaða á hverju námsári sem eru styrkhæfir og einfalda úthlutun á húsnæðisstyrkjum. Upphæð styrkja til náms á framhaldsskólastigi á að vera samkeppnishæft miðað við lágmark annarra bóta. Á þann hátt er ætlunin að tryggja að námsstyrkir verði til þess að nemendur fari út í atvinnulífið í stað þess að tilheyra jaðarhópum.  
Á námsárinu 2008-2009 var um það bil 122.000 nemendum í framhaldsskóla úthlutað námsstyrkjum í Finnlandi. 

www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2010/08/opintotuki.html?lang=sv

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Staða menningar í kennslu styrkt

Heilar þrjár vikur í ágúst munu stúdentar hvaðanæva að flykkjast til Helsinki til þess að taka þátt í sumarskóla, sem skipulagður er af sjö háskólum á höfuðborgarsvæðinu í Finnlandi ellefta skiptið í röð. Í þetta sinn er boðið upp á 18 námsskeið á víðtæku sviði. Námsskeið eins og: Consumer Behavior, Wood in Construction and Architecture og Design and the City eru meðal innihaldsríkra og ögrandi námskeiða sumarskólans.

Hugmyndin er að nemendur frá öllum heimshornum jafnt og finnskir stúdentar fái tækifæri til þess að upplifa hvernig akademísk námskeið og menningarviðburðir og atburðir í kviku samfélagi eins og Helsinki geta verið hluti af kennslu.  Í ár er metþátttaka, 400 stúdentar frá 50 mismunandi löndum að sögn verkefnastjóranum, Pauliina Mikkonen.
Auk akademískra námskeiða eru í boði fjölmargir skemmtilegir viðburðir, dæmi um þá eru keppni í hefðbundnu kubbakasti, Mölkky, bátasafarí með leiðsögumanni og síðast en ekki síst rótgróin lokaveislan.

www.helsinkisummerschool.fi/home/index
www.helsinki.fi/aktuellt/arkiv/8-2010/9-15-12-32.html

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Áfangaskýrsla um þekkingarsetur á Íslandi

Starfshópur mennta- og menningarmálaráðherra um þekkingarsetur á Íslandi hefur skilað áfangaskýrslu. Skýrslan tekur til 189 setra um land allt og sýnir að þekkingarstarfsemi á landsbyggðinni er margbrotin og einkennist af smáum en fjölbreyttum einingum. Þekkingarsetrin voru flokkuð eftir tegund starfsemi. Fyrirferðamest eru setur sem flokkast sem sérhæfð þekkingarsetur, menningarstarfsemi, háskólasetur, símenntunarmiðstöðvar og aðilar tengdir stoðkerfi atvinnulífsins.
Efnahags- og menningarleg áhrif þekkingarsetra eru umtalsverð. Hátt í 900 manns starfa á þekkingarsetrum um land allt. Sértekjur þekkingarsetra voru tæpir 2 milljarðar árið 2009. Þekkingarsetur auka fjölbreytni í atvinnu- og mannlífi
Skýrslan: PDF
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Skemmtileg og vellaunuð framtíðarstörf

Vinnumálastofnun vinnur í samstarfi við Samtök iðnaðarins, háskóla landsins og tækni- og hugverkafyrirtæki að átaki í menntun einstaklinga í tækni- og raungreinum. Mikil eftirspurn er eftir slíkri menntun og á hún á eftir að aukast enn frekar á næstu árum.

T.d. er  gert er ráð fyrir að það þurfi um 3.000 nýja tæknimenntaða einstaklinga á íslenskan vinnumarkað innan hugverkaiðnaðar á næstu þremur árum. Námsúrræðið felur í sér stuðning til náms yfir eitt skólaár og nær sá stuðningur yfir frumgreinanám og B.Sc. nám
Hugverkaiðnaður býður upp á fjölbreytileg störf innan: heilbrigðistækni, hönnun, fata- og listiðnaðar, leikjaiðnaðar, líftækni, orku- og umhverfistækni, tónlistar-, kvikmynda- og afþreyingariðnaðar, vél- og rafeindatækni fyrir matvælavinnslu, ásamt störfum innan mannvirkjagerðar og málmtækni.

Nánar...

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Stefna um opinbera háskóla

Stefna mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur er að standa vörð um starfsemi opinberu háskólanna með því að stofna samstarfsnet þeirra með hugsanlega sameiningu í huga.

Markmiðið er þríþætt: Í fyrsta lagi að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags. Í öðru lagi að hagræða í rekstri háskólanna þannig að fjármunir nýtist sem allra best. Í þriðja lagi að halda uppi öflugri og fjölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu.
Í þessu efni taka stjórnvöld meðal annars mið af skýrslunni Education, Research and Innovation Policy: A new direction for Iceland (Christoffer Taxell, Richard Yelland, Iain Gillespie, Markku Linna, Arnold Verbeek, Reykjavík 2009).

Stefnan: PDF

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Upplýsingafundir um Nordplus Voksen

SIU, Alþjóðaskrifstofan í Noregi boðar til upplýsingafunda um norrænt og evrópskt samstarf á sviði menntunar og kennslu í Bergen 14.9., Kristinsand 15.9., Tromsö 21.9. og Osló 22.9.

Markhópar:
Við beinum erindi okkar einkum til þeirra sem starfa í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum eða við fullorðinsfræðslu og hafa áhuga á norrænu og evrópsku samstarfi. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast fyrir 1.september.

Nánar á: www.nordvux.net/page/764/nordplusvuxenmotesplatser.htm

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Vika símenntunar 2010

LESTUR er þema ársins, eða lestrarfærni, lestrargleði og lestrarlöngun. Það er tilhlýðilegt að tengja viku símenntunar 2010 við norska Lestrarárið. Bókasöfnin leika mikilvægt hlutverk í átakinu um Lestrarárið. Bókasöfnin eru einnig þátttakendur í viku símenntunar.

Fjárstyrkir eru veittir til staðbundinna og svæðisbundinna viðburða
Samtals 270.000 norskra króna eru ætlaðar til þess að úthluta styrkjum til staðbundinna og svæðisbundinna aðila. Af þeim var 138.500 norskra króna úthlutað við fyrstu úthlutun og því eru enn  131.500 til úthlutunar við aðra úthlutun.

Hverjir geta sótt um?
Allir sem skipuleggja staðbundna og svæðisbundna viðburði, námsflokkar og samstarfsaðilar þeirra, deildir innan sambands fullorðinsfræðsluaðila VOFO,fullorðinsfræðsluaðilar landshluta eða sveitarfélaga og bókasöfn. Breitt samstarf fleiri aðila er venjulega áhrifaríkt.  Umsóknum með lýsingu á viðburðum, tegund, tímasetning, stað og yfirliti yfir áætlaðan kostnað og styrki ber að senda til VOFO, box 9339 Grønland, 0135 Osló eða með tölvupósti til til marit.moland(at)vofo.no fyrir 1.september

Nánar: http://laringsdagene.wordpress.com/

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Taka próf hjá hreindýrahjörðinni

Sveigjanlegt fyrirkomulag prófa gerir námsmönnum við Samíska háskólann fært að vera við beitarhagann á prófatímanum. Námsmennirnir eru í kofunum sínum við sumarhagana og á fjöllum með hjörðinni, prófdómararnir í Tromsö og kennararnir Kautokeino.

- Þetta er alvöru mál, þegar við getum tekið prófin á fjöllum, segir Nils Anders Sara, námsmaður. Hann er að taka próf í síma frá sumarhaganum, síminn er tengdur við fjórhjólið til þess að rafhlöðurnar endist.  Hinum megin situr samnemandi hans Aslak Ole Skum fyrir framan fartölvuna í kofanum, prófdómarinn er einnig í sambandi frá Tromsø og á þekkingarsetrinu við Diehtosiida, er lektor við háskólann Lektor Mathis Persen Bongo og reynir að gæta þess að tæknin virki fyrir prófin . .

Nánar: www.nrk.no/nyheter/distrikt/troms_og_finnmark/1.7217877

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Sverige

Tillögur stofnunar starfsmenntaháskóla um sænskan viðmiðaramma (NQF)

Stofnun starfsmenntaháskóla hefur lagt fram tillögur um sænskan viðmiðaramma um hæfni. Tillögurnar voru sendar til umsagnar þann 26. júní sl. og frestur til að skila inn umsögnum er til 10. september 2010.

Ríkisstjórnin í Svíþjóð hefur ákveðið að styðja „Tillögur um evrópskan hæfni- og viðmiðaramma fyrir  ævinám – EQF“. Í meðmælunum eru aðildarlöndin hvött til þess að leggja fram eigin viðmiðaramma (NQF) og tengja hæfniviðmið viðkomandi þjóðar (opinbera skólakerfið) við viðmiðaramma landsins NQF. Sænska ríkisstjórnin hefur falið stofnun starfsmenntaháskóla  verkefnið að leggja fram tillögur um sænskan viðmiðaramma. Tillögunum ber að skila til ríkisstjórnarinnar fyrir 4. október og hægt er að skila inn umsögnum fram til 10. september. 

Nánar: www.eqfinfo.se/aktuellt/myndigheten-for-ykreshogskolans-forslag-till-nqf

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Ný skólalög í gildi í Svíþjóð

Sænska ríkisstjórnin samþykkti ný skólalög þann 22. júní sl. Lögin eiga að taka gildi 1. ágúst 2010 og aðlaga á námsleiðir samkvæmt þeim frá og með 1. júlí 2011. Fyrir fullorðinsfræðslu taka lögin gildi frá og með 1. júlí 2012.

Nýju lögin eru einföld, skýr og hæfa markvissum skóla sem megináherslan er á þekkingu. Lögin endurspegla skiptingu ábyrgðar á milli ríkisins og skólastjórnenda og skýrir verkefni sem stjórnendur og aðrir sem starfa í skólum eiga að leysa í valddreifðu kerfi. Stjórnendur bera ábyrgð á gæði menntunarinnar og jafngildingu.
Dæmi um nýungar sem lögin kveða á um eru menntaskólapróf á fyrstu árum menntaskólans. Fullorðnum sem leggja stund á nám í framhaldsskóla verður einnig fært að ljúka prófum. Þá verður réttur fullorðinna til þátttöku í fullorðinsfræðslu einnig aukinn  t.d. verður þeim sem ljúka framhaldsskólanum með fullnægjandi árangri án þess að hafa náð réttindum til þess að hefja nám við háskóla veitt tækifæri til þess að afla sér þeirra. 
 
Nánar: Skolverket.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Tillögur um samfélagsfræðslu fyrir nýaðflutta

Sérstakur úttektaraðili hefur lagt fram tillögur um samfélagsfræðslu fyrir nýaðflutta. Úttektaraðilinn hefur í áfangaskýrslu lagt til að sveitarfélögum beri að bjóða nýaðfluttum innflytjendum upp á 60 stunda kennslu um grunngildin og virkni samfélagsins.

Í lokaskýrslunni er lagt til að markhópurinn fyrir samfélagsfræðslu verði víkkaður út svo hann nái yfir alla nýaðflutta innflytjendur sem fengið hafi rétt til búsetu í eitt ár að undanteknum skiptinemum.
Í skýrslunni er lagt til að: Bjóða beri hverjum nýaðfluttum innflytjenda upp á 60 stunda námskeið um samfélagsfræði og að kennsla eigi í öllum meginatriðum að fara fram á móðurmáli einstaklinganna.

Nánar: www.sweden.gov.se/sb/d/12446/a/146149

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

ASK tekur við námsráðgjöf

LFÚ ráðgjöfin lokaði 1. júlí. ASK – Námsráðgjöf verður veitt á Alþjóðaskrifstofunni í Færeyjum.

LFÚ, sem er skammstöfun fyrir landssamtök námsmanna í Færeyjum, hefur frá síðari hluta níunda áratugarins rekið litla námsráðgjfaskrifstofu í Þórhöfn . Skrifstofan hefur verið opin tvisvar í viku, hefur fram til þessa verið eini staðurinn þar sem fullorðnir hafa getað sótt náms- og starfsráðgjöf. Menntamálaráðuneytið ákvað að loka skrifstofunni frá 1. júlí 2010. Alþjóðaskrifstofunni sem þar til nú hefur einkum veitt unglingum sem vilja leggja stund á nám erlendis ráðgjöf verður tekur við hlutverki LFÚ og á að bjóða öllum markhópum upp á náms- og starfsráðgjöf.

Nánar: www.setur.fo

Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo
Mer om: vägledning

NMR

Ný skýrsla, nýtt heimilisfang

Hvað er átt við með flokkun og röðun á Norðurlöndunum?

Nú er hægt að nálgast skýrslu frá ráðstefnunni um "Profilering af nordisk videregående uddannelse og forskning - klassifikation og ranking på den nordiske dagsorden" á heimasíðu ráðherranefndarinnar.

Krækja í skýrsluna

Nýtt heimilisfang

Norðurlandaráð og Norræna ráðherranfndin hafa fengið nýtt heimilsfang:
Ved Stranden 18
1061 København K
Danmark

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Mer om: forskning

NVL

Námsstefna NVL seminar ” Gæði – hvernig?”

Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) býður til námsstefnu fyrir alla sem hafa áhuga á gæðum og gæðamálum tengdum námi fullorðinna.

Er unnt að  kerfisbinda starfsemi fullorðinfræðslunnar á þann hátt að hægt verði að ræða um gæðatilboð? Á námsstefnunni verður gæðahringurinn kynntur sem og norræn dæmi um hvernig unnt er að efla gæðavitund og auka gæði með stefnumótun, innleiðingu, mati og eftirfylgni. Á þann hátt vill tengslanetið leggja sitt af mörkum við yfirgripsmiklar umræður um gæði og gæðatryggingu. 
Kaupmannahöfn 14.október 10:00 – 15:30
FUHU Konferencecenter
Auditorium 1
Fiolstræde 44   
DK 1171 København K
Þátttaka í námsstefnunni er ókeypis.
Rafræn skráning þarf að berast fyrir 8. október

Hægt er að skrá sig á: LINK

Boð: PDF

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Nýr fulltrúi Norðmanna í NVL

Petter Kjendlie tekur við sem fulltrúi í NVL af Jakob Sletten, sem hefur verið fulltrúi Norðmanna frá miðju ári 2009. Petter starfar hjá Samtökum um fjarkennslu og sveigjanlegt nám í Noregi, (NFF).
Jakob þakkar fyrir rúmlega árs samstarf og hverfur til starfa á öðrum vettvangi menntunar sem deildarstjóri við Bragernes skólann í Drammen.
Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 31.8.2010

Til baka á forsíðu NVL