75 ára barátta fyrir fullorðna

 

Árið 1932 stofnuðu frjáls félagasamtök með sér samband,  Samnemnda for studiearbeid. Þarfir fyrir fræðslu voru miklar. Hefja skyldi landið upp bæði sem lýðræðissamfélag og kraftmikið þekkingarþjóðfélag. Frjáls félagasamtök fundu fyrir vaxandi þörfum. Með sambandinu vildu þau styrkja hlutverk sitt við alþýðufræðslu og þekkingarmiðlun. Síðar var nafninu breytt í Fullorðinsfræðslusamtökin, Voksenopplæringsforbundet, í takt við tíðarandann. Eftir 75 ára þrotlaust starf við að auðga tækifæri fullorðinna til náms er óhætt að segja að árangurinn hefur verið mikill. En áskoranirnar sem nú blasa við eru miklar – bæði hvað varðar lýðræði og rétt einstaklinganna til þekkingar.

www.vofo.no