8/2006 NVL Frettir

 


NVL

Ráðstefna um raunfærnimat 7.- 8. mars 2007

Á ráðstefnu NVL um raunfærnimat dagana 7. og 8. mars 2007 munu fulltrúar frá OECD koma og gera grein fyrir starfi OECD á sviði raunfærnimats. Drög að dagskrá verða send út síðar í haust.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
NVL

Konstruktivisme i med – og modlys

Norræn námstefna um ráðgjöf.  Post- konstruktivisme i med – og modlys: Námsstefna um kenningar og aðferðir ráðgjafar þann 11. desember kl. 10.00-16.00 í Danska  kennaraháskólanum. Dagskrá á www.nordvux.net.
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Mer om: vägledning
NVL

Raunfærnimat og gæðastjórnun

er þema 6. tölublaðs af DialogWeb. Lesið meira á www.dialogweb.net
E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi
Danmark

Sameiginleg ábyrgð á að styrkja fullorðins- og símenntun

Ríkisstjórnin í Danmörku og samtök launþega og atvinnurekenda héldu í vikunni fund um framlög til fullorðinsfræðslu og símenntunar. Sameiginleg ábyrgð byggist á júnísamningunum um velmegun og velferð sem samþykkt var af meirihluta allra þingflokka á danska þinginu. Aðgerðir sem meðal annars fela í sér aukin framlög til að auka færni fullorðinna í lestri, ritun og reikningi, fjölgun nemaplássa fyrir fullorðna og aukna fjölbreytni starfsmiðaðra fræðslu, á að tryggja þátttöku hins opinbera en fyrirtækin, aðilar vinnumarkaðarins og fullorðnir einstaklingar verða einnig að axla sína ábyrgð ef vel á að takast til. Veita á fjárframlög, einkum til lítilla og meðalstórra fyrirtæka til aukinnar samhæfingar á ráðgjöf og til þess að auka eftirspurn eftir fullorðins- og starfsfræðslu meðal fyrirtækja og launþega sérstaklega meðal þess hóps sem hefur hvað mesta þörf en minnstu hvatninguna til þess að leita sér aukinnar þekkingar. 
Meira á www.fm.dk/1024/visNyhed.asp?artikelID=8763
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Hvernig er hægt að efla áhuga þeirra sem hafa litla menntun?

Spurningunni um hvernig sé hægt að efla áhuga þeirra sem hafa litla menntun var varpað fram á vel sóttum, hvatningardegi fyrir skóla, fyrirtæki og samtök um færnieflingu skammskólagenginna sem haldin var miðvikudaginn 27. september síðastliðinn. Þá hittust fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu, atvinnulífinu, starfsfræðsluaðilum, fullorðins- og vinnumarkaðsfræðslunni iðnskólunum og háskólum til þess að fræðast nánar um hvernig hægt er að bæta þekkingarstigið og hvetja þá sem litla menntun hafa til þess að sækja sér fræðslu. Knud Illeris, prófessor við danska Kennaraháskólann, fjallaði í erindi sínu um tvíbent samband skammskólagenginna til menntunar, það er að segja að þeir vilja gjarnan bæta við sig menntun en um leið helst sleppa við það. „Einmitt þessar kringumstæður á kerfið okkar erfitt með að takast á við“ sagði hann. Það er nauðsynlegt að kanna nánar hvernig, menntun, kennsla og ráðgjöf geta orðið þeim skammskólagengnu til framdráttar á þann hátt að þeir verðir færari um að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur. Hann taldi að dagháskólarnir væru mikilvægar stofnarnir til þess að mæta þessari þörf skammskóalgenginna.
Meira um daginn ”Inspirationsdag om kompetenceløft for kortuddannede” sem ráðið fyrir símenntun skammskólagenginna(KFU)  skipulagði í samráði við ráðið fyrir starfsmiðaða fullorðins- og símenntun (REVE) í tímariti  NVL www.dialogweb.net nr 6/2006.
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

Baráttan um einvalaliðið

Samkeppni fyrirtækjanna um ráða til sín besta, mest skapandi og hæfileikaríkasta vinnukraftinn fer sífellt harðnandi. Það fækkar sífellt í unglingaárgöngunum á sama tíma og eftirspurnin eftir þeim hæfileikaríkustu eykst. Niðurstöður rannsóknar sem útgáfan Mandag Morgen hefur gert kemur fram lýsing á nýju kynslóðinni sem mun gera sig gildandi á vinnumarkaðnum í framtíðinni og þeirri áskorun sem danski vinnumarkaðurinn verður að takast á við til þess að mæta kröfum hennar.  Fram kemur að aldrei haf jafn margir unglingar hafið sína draumamenntun og þau munu gera kröfur til framtíðarstarfa sinna. Þau sjá fyrir sér óformlegt vinnuumhverfi, með flötu stjórnskipulagi sem þau geta tekið þátt í og haft áhrif á. Þau leggja frekar áherslu að starfsánægju og möguleika á starfsþróun frekar en laun. Mikið vinnuálag er talið eðlilegt á stundum en innihald vinnunnar verður að vera áhugavert. Ennfremur er jafnvægi vinnu og frístunda mikilvægt sem og að forðast streitu. Þau skipta oft um vinnu. Þau hafa nýja félagslega sjálfsvitund og gera kröfur um trúverðugleika fyrirtækja. Þau eru alþjóðasinnar og vænta þess að fyrirtækin verði alþjóðlegt og að það hafi í för með sér möguleika á alþjóðlegum starfsframa. Þessum væntingum verður vinnumarkaðurinn að mæta. Lokaorð  framtíðarsýnar alþjóðlega útgáfufyrirtækisins Mandag Morgen sem byggir á rannsókninni eru:  „Það eru engin dæmi um danskt stórfyrirtæki sem getur tekið þátt í baráttunni um einvalalið framtíðarinnar án þess að breyta stefnu sinni, einkennum og starfsmannastefnu“  
Meira á www.mm.dk.
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Danmark

„Nám fer oft fram óvitandi”

Það verður að gera ráð fyrir hinu ófyrirséða þegar skapaður er vettvangur fyrir færniþróun á vinnustaðnum. Að „Nám fer oft fram óvitandi” hefur í för með sér að beina verður athyglinni að færninni til þess að geta viðurkennt og uppgötvað ósjálfráða ferla. Jafn mikilvægur er hæfileikinn til þess að hanna, skipuleggja og eiga frumkvæði að námsferlum sem hluta af daglegum störfum. Þannig hljómar áhugaverð samantekt eflingardagsins sem Miðstöð danska ríkisins fyrir gæða- og færniþróun (SCKK) stóð fyrir, en þangað hafði meðal annarra leikhússtjóranum fyrir Dacapo leikhúsið Lone Thellesen boðið til þess að halda erindi. 
Meira um (SCKK) á  www.sckk.dk
Mette Iversen
E-post: mettei(ät)dpu.dk
Finland

Leið innflytjenda frá námi til starfa, viðfangsefni námstefnu

Þrátt fyrir að reiknað sé með að innflytjendum í leit að vinnu í Finnlandi muni fjölga á næstu árum eru þeir margir með litla eða enga menntun. Hluti innflytjendanna hefur aflað sér menntunar en fær ekki tækifæri til þess að vinna við sömu störf í Finnlandi og í heimalandi sínu. Á námstefnunni: Leið innflytjenda frá námi til starfa deildu sérfræðingar á þessu sviði reynslu sinni með þátttakendum.
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.f
Island

Símenntunarvikan – leið til náms fyrir alla?

Allir hafa tækifæri til þess að bæta við sig þekkingu en margir nýta sér þau tækifæri ekki. Markmið símenntunarvikunnar á Íslandi dagana 24.-30. september var að sýna fram á tækifærin og leiðbeina fólki um nám. Fjölmargir og ólíkir fræðsluaðilar buðu upp á fjölbreytt úrval af  námskeiðum og ráðgjöf fyrir fullorðna, leiðsögn til frekara náms. Menntamálaráðuneytið stendur fyrir vikunni en Mennt sá um skipulagningu og framkvæmd verkefnisins í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni og Mímir-símenntun á höfuðborgarsvæðinu.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Norge

Áætlun um grunnfærni í atvinnulífinu – BKA (Basiskompetanse i arbeidslivet)

Upphafsráðstefna 14. – 15. september
Eins og fram kom í fyrsta fréttabréfinu í ár ber Vox ábyrgð á 24,5 milljónum norskra króna sem verja á til verkefna um hvernig hægt er að styrkja grunnfærni á vinnustöðum. Hluta fjármagnsins á að nota til þess að styrkja grunnfærni einstaklinga í atvinnuleit. Nú hefur mestum hluta peninganna verið úthlutað til 64 verkefna. Umsóknir voru samtals 167. Þeim sem fengu styrku var boðið til upphafsráðstefnu í Sandvika, skammt utan við Osló, dagana 14. og 15. september. Markmiðið var að veita innblástur við upphaf verkefnanna og um leið sýna fram á að hægt er að sækja stuðning til Vox sem mun fylgjast grannt með framvindu verkefnanna. Á ráðstefnunni var gefið út ráðstefnublað sem hægt er að nálgast, ásamt glærum fyrirlesaranna á ráðstefnunni, með því að smella á krækjuna að neðan.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: baskunskaper
Norge

Þekkingarfyrirtæki

Hvað vitum við um nám á vinnustað?
Norræna ráðherranefndin mun í samstarfi við Þekkingarráðuneytið í Noregi reyna að varpa ljósi á hugtakið með því að kynna rannsóknir, dæmi um fyrirtæki sem skara fram úr og samstarfsverkefni á ráðstefnu á Rica Værnes dagana 16. og 17. nóvember næstkomandi. Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra erinda um: Þekkingarfyrirtæki og opinber rammaákvæði, Reynslu af rannsóknaráætlun (KUNNE), Dæmi um þekkingarfyrirtæki frá  Aker Verdal, Norrænt rannsóknaverkefni um lestrar- og ritunarvandkvæði, BKA- áætlunina um grunnfærni í atvinnulífi (Program for
basiskompetanse), Færnitröppurnar og margt fleira.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna veitir Sigrun.Rostad(ät)vox.no.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Norge

Nám til sjálfbærni

Tveir nytsamlegir og andríkir dagar í október
Nám til sjálfbærni er ráðstefna um samfélagið sem námsvettvang um sjálfbæra þróun. 
Vofo og NVL munu á þessari ráðstefnu leggja áherslu á væntingar fólks um framfarir og persónulega þroska í samskiptum við fjölskyldu, vini og samstarfsmenn. Í lífvænlegu samfélagi er vettvangur fyrir alla til að láta til sín taka sem virka og jafn réttháa borgara. Ráðstefnunni er ætlað að veita fræðsluaðilum, lýðháskólum, samtökum, sýslum og sveitarfélögum innsýn í, áhuga á og aðild að því hvernig má koma á staðbundnum, sjálfbærum þekkingarsamfélögum. 
Stuðning veita Lýðháskólaráðið, Norræna félagið, Landssamband alþýðufræðslu, Norges Vel, Voksenåsen og norska þekkingarráðuneytið.
Dagskráin er á slóðinni hér fyrir neðan og þar er einnig hægt að skrá sig á ráðstefnuna. 
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Samfélagslegar upplýsingar fyrir innflytjendur

Ríkisstjórnin í Svíþjóð hefur falið stofnunum um málefni innflytjenda og skólaþróun að veita sveitarfélögum stuðning við að upplýsa nýflutta innflytjendur um sænskt samfélag meðal annars með því að safna upplýsingum um reynslu sveitarfélaganna og miðla dæmum um hvernig vel hefur tekist að miðla samfélagslegum upplýsingum.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: baskunskaper
Sverige

140 milljónir sænskra króna til Samtaka sænskra íþróttafræðsluaðila SISU Idrottsutbildarna

Ráherra fullorðinsfræðslu Lena Hallengren hefur kynnt frumvarp um að tvöfalda fjárframlög til SISU Samtaka sænskra íþróttafræðsluaðila. Lagt er til að SISU fái 140 milljónir sænskra króna á ári til þess að sinna fræðslumálum og þjálfun, auk starfsemi í anda alþýðufræðslu. Fram til þessa hefur  SISU fengið fjárframlög frá Alþýðufræðsluráðinu.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: folkbildning
Sverige

„Álit þátttakenda á alþýðufræðslu með fjarkennslu“

Er nafnið á skýrslu frá alþýðufræðsluráðinu. Hvaða áhrif hefur það á þátttakendur að leggja stund á nám með fjarkennslu. Er sveigjanleikinn bara jákvæður? Hefur fjarkennsla einangrun í för með sér eða verða til ný sambönd? Í skýrslunni eru svör við þessum spurningum byggð á viðtölum við tuttugu þátttakendur.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
OECD

Low educational attainments continue to penalise people in many OECD countries

Education is a gateway to employment and in almost all OECD countries educational attainment levels continue to rise, with many countries showing impressive gains in university qualifications in particular, according to data in the 2006 edition of the OECD’s annual publication Education at a Glance.
But while more than one third of students across OECD countries – and around 50% in some countries - - now obtain university degrees – a persistently large share of young people do not complete secondary school, today’s baseline for successful entry into the labour market. On average across OECD countries, only 56% of adults without upper secondary qualifications are in employment. Of those who are, 26% earn one-half or less than one-half of the national median earnings. While many countries have seen steeply rising benefits from university education, including some of those where university education has expanded most, people who have not completed upper secondary school, and particularly women, continue to face serious labour-market penalties.
Education at a Glance 2006 can be purchased in paper or electronic form through the OECD’s Online Bookshop (see link below)
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
nmr_is


Fyrirsagnir 2.10.2006


NVL
Ráðstefna um raunfærnimat 7.- 8. mars 2007

Konstruktivisme i med – og modlys

Dialogweb 6/2006


DANMÖRK
Sameiginleg ábyrgð á að styrkja fullorðins- og símenntun

Hvernig er hægt að efla áhuga þeirra sem hafa litla menntun?

Baráttan um einvalaliðið

„Nám fer oft fram óvitandi”


FINNLAND
Leið innflytjenda frá námi til starfa, viðfangsefni námstefnu


ISLAND
Símenntunarvikan – leið til náms fyrir alla?


NOREGUR
Áætlun um grunnfærni í atvinnulífinu – BKA

Þekkingarfyrirtæki

Nám til sjálfbærni


SVÍÞJÓÐ
Samfélagslegar upplýsingar fyrir innflytjendur

140 milljónir sænskra króna til Samtaka sænskra íþróttafræðsluaðila SISU Idrottsutbildarna

„Álit þátttakenda á alþýðufræðslu með fjarkennslu“


OECD
Low educational attainments continue to penalise people