8/2007 NVL Frettir

 


NMR

Nordplus

Nordplus styrkjaáætlunin er viðamesta áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði menntunar og rannsókna. Á hverju ári njóta rúmlega 10.000 manns á Norðurlöndunum góðs af styrkjum á öllum stigum menntunar og fullorðinsfræðslu. Í tilefni af því, að nú er lokið gagngerri endurskoðun á áætluninni og Eystrasaltslöndunum hefur verið veittur aðgangur að henni, viljum við bjóða til þátttöku á kynningarráðstefnu um nýja Nordplus rammaáætlun fyrir árin 2008-2011 sem fer fram í Kaupmannahöfn dagana  8.-9. nóvember 2007.

Nordplus is the largest programme within the Nordic Council of Ministers. On a yearly basis it involves more than 10,000 inhabitants in the Nordic countries within the fields of research and education. After a thorough evaluation process and an opening up of the programme for the Baltic countries we would like to invite you to participate in the launch of the new Nordplus Framework Programme in Copenhagen the 8th to the 9th of November 2007.
https://www.welcomehome.dk/Default.aspx?ID=1216

E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
NVL

Þankabanki NVL lýkur störfum sínum með útgáfu skýrslu.

Þankabanki NVL um færni til framtíðar lýkur störfum sínum með útgáfu skýrslu. Þau munu kynna skýrslu sína á námstefnum sem haldnar verða á Norðurlöndunum öllum.
Markmiðið er að allir sem koma að fræðslu og færniþróun fullorðinna, jafn stjórnmálamenn, stjórnendur aðila vinnumarkaðarins, fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka auk fullorðinsfræðsluaðila geti notfært sér skýrsluna í starfi sínu.  Hægt verður að nálgast skýrsluna á rafrænu formi í október og allir þátttakenda á námstefnunum fá prentað eintak af henni.  
Dasetningar námstefnanna í mismunandi löndum: 
18. október Noregi 
25. október Íslandi
29. október Finnlandi (á finnsku)
31. oktober Álandseyjum (á sænsku)
15. nóvember Danmörku
20. nóvember Svíþjóð
Nánari upplýsingar
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
NVL

CFL og NVL bjóða til ráðstefnu um ráðgjöf í fullorðinsfræðslu

CFL og NVL bjóða til ráðstefnu um ráðgjöf í fullorðinsfræðslu í Stokkhólmi þann 21. nóvember.
Á Norðurlöndunum öllum fara nú fram bæði margvíslegar rannsóknir auk fjölbreyttrar þróunarvinnu í sambandi við starfsráðgjöf og það endurspeglast í dagskrá ráðstefnunnar sem fer fram í Essinge ráðstefnumiðstöðinni 21.11 kl. 9.30 -16.30.
Nánari upplýsingar á slóðinni: www.cfl.se/default.asp?sid=2586
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Mer om: vägledning
Danmark

Helene Valgreen hlýtur Ráðgjafaverðlaunin árið 2007 – ómissandi eldhugi

Helene Valgreen hlýtur Ráðgjafaverðlaunin í ár, hún hefur síðan 2003 stýrt ráðgjafaverkefni í samtökum lýðháskóla.
Helene Valgreen hefur cand. mag. gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla og lauk fyrir skömmu meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá danska kennaraháskólanum“. 
Þetta er útdráttur úr fréttatilkynningu frá Útgáfunni Studie og Erhverv, sem veitir verðlaunin. Afhending verðlaunanna fer fram á landsfundi félags náms- og starfsráðgjafa í Danmörku á Årslev Kro við Brabrand, og það er Margrethe Vestager, fyrrverandi menntamálaráðherra og formaður Róttækra vinstrimanna í Danmörku sem afhendir þau.
Fréttatilkynninguna er hægt að nálgast á: www.ffd.dk/aktuelt/vejlederprisen-2007
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Mer om: vägledning
Danmark

Gagngerar breytingar gerðar og miklar fjárveitingar til fullorðinsfræðslunnar í Danmörku

Á næstunni munu niðurstöður samningaviðræðnanna um breytingar og úrbætur á fullorðinsfræðslunni í Danmörku vera lagðar fram. Markmið vinnunnar er að styrkja sviðið til þess að auðvelda fræðslustofnununum að mæta þörfum borgaranna.
Líta ber á viljann til þess að styrkja grundvöll fullorðinsfræðslu og símenntunar í samhengi við aukin framlög náms- og starfsrágjafa sem gerir þeim kleift að heimsækja, einkum lítil og meðalstór fyrirtæki, og þá einstaklinga sem minnsta menntun hafa og bjóða ráðgjöf um nám. Um þessar mundir fer fram útboð meðal menntastofnananna sem leiða á til þess að koma á laggirnar um það bil 20 ráðgjafanetum fyrir fullorðna sem eiga fást við þetta verkefni. Þetta er einnig gert í framhaldi af nýlegri lagabreytingu sem kveður á um að allir íbúar í Danmörku hafi rétt á að fá raunfærni sína metna með tilliti til náms í fullorðinsfræðslu og símenntun allt frá starfsmenntastofnunum, (AMU) til Diplomáms á háskólastigi.
Fleiri verkefni styðja þróun á mati á raunfærni (IKV) m.a.:
• stofnun landsmiðstöðvar fyrir mat á raunfærni með það að markmiðið að þróa, miðla þekkingu um og auka notkun á raunfærnimati.
• Þróun færnimöppu, sem á að auðvelda borgurunum við að safna saman upplýsingum um verklega færni sem og fræðilega. Möppuna er hægt að nálgast á rafrænan hátt sem gerir það að verkum að hægt er að uppfæra hana eftir þörfum, hægt er að sækja hana á slóðina www.minkompetencemappe.dk 
• Handbók fyrir aðila sem bjóða upp á mat á raunfærni með lýsingu á lögunum, tillögum að aðferðum og almennri ráðgjöf.
• Ráðstefnu um mat á raunfærni þann 23. október 2007 í "Den Sorte Diamant", í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar á: www.konferencer.net
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Fundur á Sorø um raunfærnimat og alþýðufræðslu

Danski menntamálaráðherrann, Bertel Haarder tók þá í hinum hefðbundna, árlega Sorø-fundi sem þetta ár fjallaði um raunfærnimat og alþýðufræðslu undir titlinum „Skólinn í tengslum við raunveruleikann“. Þemað var valið með hliðsjón af nýjum lögum um aukna viðurkenningu á raunfærnimati í fullorðinsfræðslu og símenntun. Ráðherrann skrifaði í tilefni af fundinum kjallaragrein í dagblaðið Politiken sem hægt er að nálgast á slóðinni:
www.dfs.dk/medierne/afskafuddannelses-monopolet.aspx
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

„Allt sem þú getur telur“ – bæklingur um mat á raufærni

Í tilefni af Sorø-fundinum gáfu Samband alþýðufræðsluaðila í Danmörku (DFS) og danska Íþróttasambandið (DGI) í sameiningu út bækling sem fjallar um mat á færni sem fólk hefur aflað sér í starfi með frjálsum félagasamtökum. Í bæklingnum er meðal annar dæmi um ávinning 3 mismunandi einstaklinga og hvernig þeir hafa notið góðs af áherslu á raunfærni í félagsstörfum. Hægt er að nálgast bæklinginn á slóðinni:
www.dfs.dk/realkompetence/dfsogdgisminipjece.aspx
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Verkfæri til að meta raunfærni

Samband alþýðufræðsluaðila hefur um margra ára skeið unnið með raunfærni og m.a. átt drjúgan þátt í samvinnu um þróun á rafrænum lausnum til þess að lýsa og staðfesta raufærni sem fólk hefur aflað sér með starfi í frjálsum félagasamtökum. Þróunarvinnan var gerð að beiðni menntamálaráðuneytisins.
Markmiðið með lausninni er að greina og lýsa persónulegri lykilfærni, (félagslegri færni, námsfærni o.s,frv.) sem er sérstaklega mikilvæg á vinnumarkaðnum og innan menntakerfisins en talið er að erfiðara sé að henda reiður á en faglega færni. Stærsti kostur verkfærisins er að það auðveldar fólki að koma orðum yfir persónulega lykilfærni á þann hátt að einstaklingurinn verði sér meðvitaður um færni sína og geti nýtt hana til frekari menntunar eða við atvinnu.
Hægt er að kynna sér þrjár útgáfur af verkfærinu á eftirfarandi slóðum:
www.realkompetence-folkeoplysning.dk
www.realkompetence-forening.dk
www.realkompetence-frivillig.dk

Verkfærið er þróað samhliða öðru rafrænu verkfæri sem er gert til þess að fá yfirlit yfir raufærni sem aflað hefur verið í atvinnulífinu. Það er almenn ferilskrá, undir nafninu, Færnimappan mín ”Min kompetencemappe”, www.minkompetencemappe.dk
Frá þeirri slóð er krækja inn á verkfæri menntamálaráðuneytisins um mat á raunfærni sem aflað hefur verið við félagsstörf.

E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Danmark

Menntun færniráðgjafa

Hæfni til að vinna við raunfærni í félagsstörfum
Fyrrnefnd samtök DGI og DFS þjálfa og breiða út vinnu með raunfærni í félagsstörfum m.a. með því að mennta meðherja sem geta aðstoðað þátttakendur í að greina og lýsa færni sem þeir hafa tileinkað sér í gegn um félagsstörf.
DGI hefur menntað sveit  „leiðsögumönnum um raufærni“, sem þjálfa stjórnendur í félögunum í að vera meðherjar. DFS og Félag daglýðskóla leiða tilraunaverkefni í samstarfi við sjö aðra meðlimi DFS og danska kennaraháskólann. Háskólinn býður upp á símenntunarleið, þá fyrstu sinnar tegundar í Danmörku, fyrir Ráðgjafa um raunfærni. 
UM þessar mundir eru 24 reyndir ráðgjafar nú að bæta við sig menntun sem Runfærniráðgjafar.
Verið er að þróa námsefni fyrir námið, til kynningar fyrir samstarfsfólk sem og upplýsingar um námið fyrir samstarfsaðila og stjórnvöld. Einn af möguleikunum er að í framhaldi af verkefninu verði viðverandi símenntunartilboð og þróun á tengdum námskeiðum fyrir breiðari markhóp. Verkefninu lýkur með samantekt í nóvember og árangrinum verður miðlað á tveimur ráðstefnum einkum fyrir sveitarfélögin í janúar. Að ráðstefnunum standa DFS í samstarfi við DGI og félaginu Fritid og Samfund.
Nánari upplýsingar: http://www.dfs.dk
E-post: Maria.Marquard(ät)skolekom.dk
Finland

Samið um skipulag nýs atvinnu- og iðnaðarráðuneytis

Nýju ráðuneyti atvinnu- og iðnaðaramála sem áætlað er hefji starfsemi í upphafi árs 2008 er ætlað viðamikið hlutverk á sviði nýsköpunar-, viðskipta- og atvinnumála í Finnlandi. Ráðuneytið á að bera ábyrgð á að hrinda stórum hluta Lissabon áætlunarinnar í framkvæmd. Styrkur ráðuneytisins felst ekki hvað síst í því að vera sterkur þátttakandi á alþjóðlegum sviðum. Atvinnu- og viðskiptaráðuneytið er svar við áskorunum hins alþjóðavædda hagkerfis og á að styrkja fyrirtæki sem náð hafa árangri í alþjóðlegu samstarfi. 
Í hinu nýja atvinnu- og iðnaðarráðuneyti munu verða fjórar deildir: Vinnumála- og viðskiptadeild, vinnumarkaðs- og markaðsdeild, nýsköpunardeild auk deildar fyrir orku- og loftslagsmál. Í skiptingunni í deildir hafa verkefni ráðuneytisins verið tengd saman á nýjan máta. Nýtt skipulag veitir tækifæri til þess að samhæfa nýsköpun og framleiðni, rekstur fyrirtækja, vinnumarkaðsmál og aðgengi að starfsfólki, þróun atvinnulífs og starfsemi markaðarins ásamt því að takast á við áskoranir á sviði orku- og umhverfismála.
Nánar
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi
Island

Nýr fulltrúi Íslands í NVL

Anna Vilborg Einarsdóttir kennari og ferðamálafræðingur hefur störf sem íslenskur fulltrúi í NVL þann 1. okt. nk.
Anna mun starfa hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í Reykjavík, stofnunina sem hýsir NVL á Íslandi, samhliða starfinu hjá NVL. Anna hefur kennt við grunn- og framhaldsskóla frá árinu 1983, börnum sem og fullorðnum. Sl. fimm ár hefur Anna stýrt Leiðsöguskólanum í MK (Islands Guideskole) sem er kvöldskóli fyrir nemendur eldri en 21 árs.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Island

Nánast allir vinnufærir Íslendingar á vinnumarkaði

Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD frá síðasta ári var 91,1% Íslendinga á aldrinum 15-64 ára í vinnu eða að leita að vinnu og því er Ísland það aðildarríki sem kemst næst markmiðinu um að allir vinnufærir menn séu annaðhvort með atvinnu eða leiti hennar. Enn fremur kemur fram að í þeim löndum þar sem þetta hlutfall er lægst sé velferðarkerfið vanþróaðast og það þýði m.a. að konur verði að sjá um börn og aldraða í fjölskyldunum. Þetta endurspeglist m.a. í því, að þar sem hlutfall vinnufærra kvenna sem eru á vinnumarkaði er lægst eru það um 55,8% en á Íslandi er var þetta hlutfall 81,7% á síðasta ári.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Island

Tíundi hver launþegi hefur skerta heyrn

Í rannsókn sem gerð var við Tækni og náttúrufræðiháskólann í Noregi (NTNU, ViLL), leiðir í ljós að heyrnaskertir njóta mismikils stuðnings frá samstarfsmönnum og stjórnendum.
Góð samskipti eru eitt af grundvallaratriðum starfsanda á vinnustað. Í rannsókninni kom fram að kringumstæður sem ýmist torvelda eða auðvelda samskipti hafa áhrif á líðan starfsfólks. Þeir sem eru heyrnaskertir segja að þátttaka í samtölum krefjist mikils sem og  að erfitt sé að taka á móti munnlegum upplýsingum við erfiðar aðstæður nema tillit sé tekið til skerðingarinnar. Grein með frekari upplýsingum umefnið: Tvíhliða ábyrgð á líðan starfsmanna á vinnustað;  á slóðinni og lýsingu á rannsókninni.
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Mer om: hinder
Norge

Ný lög um fullorðinsfræðslu?

Nefndinni sem falið var að meta hlutverk fræðslusamtaka í að miðlað þekkingu skilaði einróma áliti í september.
- Sennilega er mesta nýjungin sem við leggjum til eru ný lög sem bjóða upp á meira eftirlit en jafnframt sameinaðan geira frjálsrar fræðslu sem stendur utan hins formlega skólakerfis en enn fremur rennur styrkari stoðum undir þessa tegund af fræðslu er haft eftir Audun Tron, formanni nefndarinnar. Samkvæmt áliti nefndarinnar eru fræðslusamtök á meðal þeirra aðila sem leggja sitt af mörkum við að ná markmiðum í bæði atvinnu- og þjóðlífinu bæði á öllum sviðum. Mikilvægasta forskot þeirra í samkeppninni er hve opin og aðgengileg þau eru fyrir fræðslu. Tækifæri fræðslusamtakana til þess að vera virk og sýnileg á mörgum sviðum samfélagsins eru fyrst og fremst fólgin í nánara samstarfi við opinbera aðila, bæði með því að hleypa þeim að og jafnframt því að þau grípi tækifærin sjálf. Til þess að fræðslusamtökin geti haldið mikilvægu hlutverki sínu og aðlagast þeim áskorunum sem framtíðin felur í skauti sér telur nefndin nauðsynlegt að skoða málin út frá nýju sjónarhorni og  grípa til annarra ráða til þess að greina bæði verkefni og ábyrgð.
Hægt er að nálgast skýrsluna.   
E-post: Ellen.Stavlund(ät)vofo.no
Sverige

Frumvarp til fjárlaga 2008

Í frumvarpinu er lagt til að lögð verði sérstök áhersla á að lesa, skrifa og reikna og er áætlað að verja til þess samtals 900 milljónum SEK, eða rúmlega 8,5 milljörðum íslenskra króna á kjörtímabilinu.
Ríkisstjórnin leggur einnig til að 240 milljónum sænskra króna (rúmlega 2 milljörðum ISK) verði varið til að bæta gæði háskólamenntunar á árinu 2008. Þeir fjármunir eiga fyrst og fremst að renna til þeirra greina þar sem kostnaður á hvern nema er nú þegar lægstur, í hugvísindum, samfélagsfræðum, lögfræði og guðfræði en aðrar fræðigreinar s.s. náttúruvísindi og verkfræði fá einnig fjármuni til þess að auka gæði menntunarinnar.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Sverige

Raunfærnimat

Raunfærnimatsráðinu hefur verið falið það hlutverk að innleiða og stjórna tilraunaverkefni þar sem meta á raunfærni að minsta kosti 500 til 1000 manns sem hafa aflað sér starfsréttinda utan Svíþjóðar.
Tilraunaverkefnið á að byggja á þeim aðferðum og tólum sem Raunfærnimatsráðið hefur þróað og það á einnig að vinna matið í samstarfi við forsvarsmenn starfgreina og starfsgreinasamtaka. 
Í tengslum við verkefnið hefur Raunfærnimatsráðið látið útbúa upplýsingabækling. Pdf.
Ráðið hefur einnig útbúið efni sem greinilega lýsir hverju þrepi eða hverjum hluta af raunfærnimatsferlinu. Nánari upplýsingar.
E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Mer om: validering
Sverige

Ráðstefnur um fullorðinsfræðslu í haust

Flexfundir 2007, 10. -11.  október – Fullorðinsfræðsla sem liður í  byggðaþróun
Ráðstefna CFL hefur að þessu sinni þemað byggðaþróun. Þróun byggðar verður sífellt mikilvægari grundvöllur fyrir færniþróun og símenntun. Skipulag byggða hefur áhrif á mörg svið sem snerta fullorðinsfræðslu. Byggðaþróun hefur áhrif á bæði svæðisbundnar framfarir sem og tækifæri til persónulegs þroska íbúanna og aukinnar lýðræðislegrar þátttöku þeirra. 

Samstarf um fullorðinsfræðslu  – Landsfundur í Gävle 18. -19.  október
Auk þess að haldin verður ráðstefna með umfangsmikilli dagskrá, verður á aukafundi lögð fram tillaga um sameiningu tveggja sænskra samtaka innan fullorðinsfræðslu (Rvux og Lärvux) í ný samtök sem lagt hefur verið til að hljóti nafnið Landssamtökin VIS  http://samla.info/r-vux2007

Landsfundur alþýðufræðsluaðila  23. – 24.  október 2007 i Nynäshamn
Meginmarkmið ráðstefnunnar er að lýsa því sem lýtur að úthlutun styrkja til alþýðufræðslu, auka þekkingu og hvetja til nýsköpunar á hinum sjö sviðum sem liggja til grundvallar fyrir opinberum styrkjum til alþýðufræðslu. Nánar.

NITUS (Tegnslanetið fyrir fræðslumiðstöðvar sveitrafélaganna) – haustfundur í  Lycksele dagana 7. – 8.  nóvember
Nánari upplýsingar og dagsrá: www.lycksele.se/templates/Page.aspx?id=15593

E-post: Nils.Friberg(ät)kristianstad.se
Europa

Equal Opportunities for All - the value of adult learning in promoting equality

The European Association for the Education of Adults (EAEA) and the Nordic Network for Adult Learning (NVL) is organising a conference on the theme of Equal Opportunities for All on December 3 – 4, 2007 in Riga, Latvia.
The conference will address the field of equal opportunities in the lifelong learning perspective and allow the participants to be active and share their points of view during the open space conference, workshops and presentations. The following aspects of equal opportunities and learning will be addressed: learning in later life, consumers as learners, gender issues, migration and participation, access to full citizenship; learning difficulties.
More information:
www.nordvux.net/object/14631/equalopportunitiesforall.htm
E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se

OECD: Efnahags og framfarastofnuninni kemur fram að menntunarstig ungra Finna er það hæsta í heimi

Í nýlegri skýrslu um menntamál frá OECD, Efnahags og framfarastofnuninni kemur fram að menntunarstig ungra Finna er það hæsta í heimi – en þörf er á frekari framlögum til fræðslu fyrir þá sem eru á vinnumarkaði.
Í skýrslunni um samanburð á menntakerfum sem gefin er út á hverju ári kemur m.a. fram að Finnar á aldrinum 15 til 19 ára eru afar virkir við að sækja sér menntun, nærri 90 prósent  unglinga á þeim aldri leggja stund á nám, ýmist í fullu námi eða hluta til.
Vinnufærir Finnar á aldrinum 25–64 ára eru minna menntaðir en í jafnaldrar í þeim löndum sem Finnar bera sig gjarnan saman við. Í Finnlandi hafa 79 prósent af vinnufæru fólki lokið prófi frá framhaldsskóla en hlutfallið í Tékklandi er t.d. 90 prósent. Á þessu sviði eru Finnar í 10 sæti á listanum yfir OECD lönd. Löndin þar sem hlutfall þeirra sem lokið hefur prófi úr framhaldsskóla er hærra en í Finnlandi eru Danmörk, Þýskaland, Svíþjóð og Bandaríkin, auk þeirra lönd utan OECD eins og Eistland og Rússland.
Meira
E-post: Carola.Lindholm(ät)vsy.fi

OECD: Expanding higher education can boost job chances for early school-leavers too

More widespread university education means more prosperous economies and provides rich rewards in the labour market for those who graduate.

Furthermore, the job prospects for the less well qualified do not appear to be damaged by the expansion of higher education and may even be improved. Fears of a crowding-out effect, whereby more graduates would mean more unemployment at the lower end of the scale, appear not to be justified. According to the latest edition of the OECD’s annual Education at a Glance in all countries with comparative data, university graduates earn more money and find jobs more easily than people who have not had a university education.

Link to OECD

E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
nmr_is


Fyrirsagnir 28.9.2007


NORRÆNA RÁÐHERRANEFNDIN
Nordplus


NVL
Þankabanki NVL lýkur störfum sínum með útgáfu skýrslu.

CFL og NVL bjóða til ráðstefnu um ráðgjöf í fullorðinsfræðslu


DANMÖRK
Helene Valgreen hlýtur Ráðgjafaverðlaunin árið 2007

Gagngerar breytingar gerðar og miklar fjárveitingar til fullorðinsfræðslunnar í Danmörku

Fundur á Sorø um raunfærnimat og alþýðufræðslu

„Allt sem þú getur telur“ – bæklingur um mat á raufærni

Verkfæri til að meta raunfærni

Menntun færniráðgjafa


FINNLAND
Samið um skipulag nýs atvinnu- og iðnaðarráðuneytis


ÍSLAND
Nýr fulltrúi Íslands í NVL

Nesten alle arbeidsføre Islendinger i arbeide


NOREGUR
Tíundi hver launþegi hefur skerta heyrn

Ný lög um fullorðinsfræðslu?


SVÍÞJÓÐ
Frumvarp til fjárlaga 2008

Raunfærnimat

Ráðstefnur um fullorðinsfræðslu í haust


EVRÓPA
Equal Opportunities for All - the value of adult learning in promoting equality


OECD
Efnahags og framfarastofnuninni kemur fram að menntunarstig ungra Finna er það hæsta í heimi

Expanding higher education can boost job chances for early school-leavers too