8/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Sí- og endurmenntun nýtur aukinna vinsælda

Mat á nýtingu fjármuna sem lagðir voru í svokallað hnattvæðingaráætlun á árunum 2007 - 2009 sýnir umtalsverða fjölgun námsmanna sem sækja undirbúningsnámskeið fullorðinsfræðslu í lestri, ritun og stærðfræði. Sama gildir um faglærða, þeim sem sækja sér sí- og endurmenntun hefur fjölgað verulega.

Virknin í fullorðinsfræðslu hefur aukist um 15 prósent á milli ára 2007 og 2008 og á fyrsta ársfjórðungi 2009 eru 46 prósent fleiri námsmenn en á fyrsta ársfjórðungi 2008. Þetta á einkum við um vinnumarkaðsnám og einstök fög á starfsmenntabrautum.
Aukninguna má rekja til samspils margra þátta, markvissri pólitískri stefnu, auknum fjárframlögum og kreppunnar sem nú ríkir, en margir nota tækifærið á óvissutímum til þess að auka færni sína.
Meira ..

Nemendum í kvöldskólum fjölgar einnig 

Samkvæmt upplýsingum frá Henrik Vejlgaard á almannatengslaskrifstofunni Advice, sem hefur rannsakað lífsstíl, er þetta því að þakka að kvöldskólarnir hafa aðlagast breyttum tíma og bjóða upp á nám og námskeið sem eru eftirsótt af þátttakendum. Margir kvöldskólar bjóða nú upp á námskeið sem eru samþjöppuð á styttri tímabil í stað þess að vera kennd einu sinni í viku, og það hentar nútíma lífsháttum betur.
Nánar...

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Sérstakt námstilboð til unglinga með sérþarfir er stökkbretti í inn í fullorðinsárin

Unglingar með sérþarfir á aldrinum 16-25 ára eiga samkvæmt lögum rétt á þriggja ára námi á framhaldsskólastig að loknum grunnskóla.
Markmiðið er að unglingar með sérþarfir, þar á meðal, mikið fatlaðir, fjölfatlaðir, einhverfir, með athyglisbrest eða sem þjást af öðrum sálrænum sjúkdómum eða hafa skaddast á heila geti aflað sér persónulegrar, félagslegrar og faglegrar færni, sem nauðsynleg er til virkrar og sjálfstæðrar þátttöku á fullorðinsárunum og leiðir ef til vill til frekari menntunar og atvinnuþátttöku. Í náminu er samblanda almennrar menntunar,  þjálfunar á sérstökum hæfileikum og áhugamálum auk þjálfunar í verklegum fögum. 
Nánar ...
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

„Lýðheilsa og alþýðufræðsla eiga saman”

er titill heftis sem fimm fræðslusambönd hafa sameinast um að skrifa. Í heftinu eru leiðbeiningar frá fjölmörgum sérfræðingum um það hvernig unnt er að bæta lýðheilsu í gegnum alþýðufræðsluna.
Viðhorf innan alþýðufræðslugeirans þar sem litið er á heilbrigði sem annað og meira en fjarveru sjúkdóma og áherslur á mikilvægi samheldni, samræðu og þátttöku í ákvarðanatöku sem grundvöllinn að vali einstaklinganna varðandi heilsu og lífsgæði til bættrar heilsu sem hluta af lífsstíl.
Bæklingurinn er framlag fræðslusambandanna í samvinnu við sveitarfélög, félagasamtök og annarra sem stefna að bættri lýðheilsu. Hægt er að nálgast bæklinginn á slóðinni  www.netoplysning.dk/media/26525/sund-magasin-web.pdf
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: folkbildning

Umræður um gæði á 10 ára afmæli EVA dönsku matsstofnunarinnar

Mat á gæðum og gæðatrygging, hvernig gæði eru mæld og bætt er mikilvæg atriði sem nauðsynlegt er að beina athyglinni sífellt að.
Um 100 sérfræðingar voru á ráðstefnu EVA, bæði erlendir og innlendir fyrirlesarar sem upplýstu um gæði menntunar. Meðal þess sem fjallað var um, var samhengi gæða og jafnra tækifæri í menntun, aukin gæði í verk- og starfmenntun, skýr stefnumótun og stjórnun og áhrif stjórnenda á gæðastarf, virkni og upplýsingamiðlun  Efni frá ráðstefnunni og ýmislegt um gæði er að finna á heimasíðu EVA www.eva.dk
Fyrirlestrarnir eru á slóðinni www.eva.dk/nyheder/nyheder-2009/eva-10-aar/oplaeg
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Finnar fá nýsköpunarháskóla

Nú er unnið ötullega að undirbúningi hins nýja Aalto - háskóla eftir að ný lög um háskóla hafa tekið gildi.
Aalto - háskólinn verður til við samruna Viðskiptaháskólans í Helsinki, Listiðnaðarháskólans og Tækniháskólans. Þar með á að leggja grunn að nýju samfélagi fræðimanna og listamanna á sviði tækni, hagfræði og listiðnaðar þar sem kostir margra fræðasviða og margra listgreina nýtast saman. Markmiðið er að háskólinn verði meðal bestu háskóla heims fyrir árið 2020.
Aalto – háskólinn er sjálfseignarstofnun, og stofnféð er upp á 700 milljónir evra. Ríkið leggur fram 500 milljónir og aðrir styrktaraðilar, fyrirtæki, stofnanir, önnur samtök og einstaklingar samtals 200 milljónir evra.
Ráðgert er að um það bil 20.000 stúdentar verði við nám í háskólanum og að hann verði næst stærsti háskólinn í Finnlandi. Fyrsti rektor skólans er Ph.D. Tuula Teeri sem m. a. hefur verið aðstoðarrektor Konunglega tækniháskólans í Stokkhólmi.
Starfsemi Háskólans hefst 1.1. 2010.
www.aaltoyliopisto.info/sv/view/innovaatioyliopisto-fi/aalto-universitetet
E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Finnar mennta sig betur en áður líka erlendis

Fleiri Finnar sem eru orðnir 20 ára sækja sér menntun en meðaltal annarra þjóða sem standa að Efnahags og framfarastofnun Evrópu (OECD). Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stofnunarinnar um menntun: „Education at a Glance“ fyrir árið 2009.
Þá fækkar Finnum á vinnualdri sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastig.  Hlutfall þeirra minnkar í takti við að fjölmennir árgangar fara á eftirlaun. Árið 1997 hafði þriðji hver Finni á aldrinum 25 - 64 ára aðeins grunnskólapróf en tíu árum síðar hafði þeim fækkað enn frekar og hlutfallið komið niður fyrir 20 prósent.  
Að fleiri sækja sér menntun er eykur ekki aðeins við þekkingarforða þjóðarinnar heldur hefur einnig í för með sér að einstaklingar fara seinna út á vinnumarkaðinn. Færri Finnar á aldrinum 20 - 29 ára eru komnir út á vinnumarkaðinn en að meðaltali í öðrum OECD ríkjum. Önnur áskorun sem blasir við menntakerfinu er að halda unglingum undir 20 ára í menntun til þess að þeir verði virkir þátttakendur í samfélaginu.
Finnum sem leggja stund á nám utan Finnlands fjölgar stöðugt. Mestra vinsælda nýtur Svíþjóð, þangað sækja um 40 prósenta þeirra sem stunda nám erlendis. Þar á eftir er Stóra Bretland, Þýskaland, Bandaríkin og Eistland.
www.minedu.fi/OPM/Tiedotteet/2009/09/Education_at_a_glance.html?lang=sv
E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Mikilvægt skref til að hvetja fólk til náms

Ríkisstjórnin samþykkti fyrir skömmu tillögu félags- og tryggingamálaráðherra og menntamálaráðherra um breytingar á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þessi aðgerð er liður í heildstæðri stefnumörkun sem nú á sér stað á vegum beggja ráðuneyta til að hvetja atvinnulausa til mennta og draga þannig úr atvinnuleysi og styðja við efnahagslega framþróun byggða á aukinni færni og þekkingu. Lykilatriði í því efni er að bæta menntaúrræði fyrir atvinnulausa og auðvelda atvinnulausum með ýmsum hætti að hefja nám. Sérstök áhersla er nú lögð á þróun menntaúrræða fyrir þann hóp atvinnulausra sem einungis hefur lokið grunnskólaprófi en sá hópur er fjölmennastur á atvinnuleysisskrá. Búist er við tillögum í því efni á næstu vikum.
www.lin.is/Forsida.html
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Yfir 300 hafa bætt um betur

Iðan fræðslusetur býður upp á raunfærnimat fyrir ófaglært starfsfólk í ýmsum iðngreinum. Verkefnið er kallað „Bættu um betur“.
Tilgangurinn er að auðvelda fólki með starfsreynslu að ljúka löggildu iðnnámi. Skilyrði er að viðkomandi hafi unnið meira en fimm ár í greininni og náð 25 ára aldri. Staða hvers og eins er metin með tilliti til faggreinarinnar og leiðbeint um bóknám. Edda Jóhannesdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Iðunni fræðslusetri, sagði að margir ófaglærðir en reyndir starfsmenn leiti nú eftir iðnréttindum til að geta farið til starfa í útlöndum. Frá því verkefnið hófst 2007 hafa um 300 manns farið í raunfærnimatið. Milli 50 og 60 af þeim eru þegar komnir með sveinspróf.
www.idan.is/radgjof/bub/
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fær styrk úr Menntaáætlun Evrópusambandsins

Nú í vikunni voru undirritaðir samningar um styrki úr Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) var einn af þremur styrkþegum.
Verkefni FA heitir REVOW – Recognition of the Value of Work  (Viðurkenning á gildi starfa) og er yfirfærsla  á útkomu eldra verkefnis, Gildi starfa – Value of work.  Eldra verkefnið, Gildi starfa, gekk út á að þróa og prófa mat á færni út frá ákveðnum fyrirfram skilgreindum viðmiðum og að hanna leiðbeinandi efni sem nýst gæti til yfirfærslu raunfærnimats í önnur störf.  Það verkefni hlaut m.a. verðlaun sem fyrirmyndarverkefni á fjölsóttri ráðstefnu í Prag sumarið 2009.
Nýja verkefnið miðar að því að yfirfæra þá reynslu og þekkingu enn frekar til annarra landa en þeirra sem tóku þátt í fyrra verkefninu. Markhópar eru bankastarfsmenn og tæknifólk í rafiðnaði. Sömuleiðis verður aðferðafræðin endurskoðuð og þróuð nánar, m.a. dýpkuð tenging við evrópskan viðmiðaramma. Verkefninu er ætlað að styrkja stöðu fólks á vinnumarkaði með stutt formlegt nám að baki.
www.valueofwork.org
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Gagnagrunnur yfir námsgögn fyrir fullorðna

VOX hefur þróað stafrænan gagnagrunn í norsku og samfélagsfræðum. Þar er hægt að finna úrvals efni fyrir kennara sem eru í leit að námsefni fyrir nemendur.

Gagnagrunnurinn skiptist í norsku og samfélagsgreinar sem er flokkað eftir m.a. braut, getu, tungumáli og gerð námsefnis. Þá er einnig gerður greinarmunur á prentuðu efni og rafrænu.  Afurðir í samfélagsgreinum tekur yfir 50 stunda nám í samfélagsfræði og efni sem hægt er að nota við kennslu í norsku. Markmiðið er að kennararnir fái gott og virkt leitartól sem gefur yfirlit yfir og auðveldar leit að viðeigandi kennsluefni. Efnið höfum við flokkað samkvæmt þeim upplýsingum sem við teljum nauðsynlegast fyrir kennarana að þekkja, segir Helga Arnesen deildarstjóri í VOX

Vox hefur eftirlit með innihaldinu

Allt námsefnið er undir eftirliti frá Vox til þess að tryggja að efni sem ekki á erindi til viðtakenda sé skráð í gagnagrunninn. Eftirlitið er ekki gæðatrygging og þess vegna er það á færi notenda að meta kennslufræðileg og fagleg gæði efnisins. Undirtektir útgefanda hafa verið jákvæðar og þegar hafa verið skráðir 70 mismunandi titlar í grunninn. 
Leit: www.vox.no/templates/CommonPage.aspx?id=4271&epslanguage=NO

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Fræðsla í fyrirtækjum

Ráðuneyti atvinnu og innflytjenda óskar eftir að styrkja fræðslu í fyrirtækjum.

Átakið er hluti af mótvægisaðgerðum í alþjóðlegu efnahagskreppunni. Auðvelda á fyrirtækjum að fá styrki til þessháttar fræðslu og fyrirtæki sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir sveiflum í efnahagslífinu geta einnig sótt um styrk.
Fréttatilkynning frá ráðuneytinu...

Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Námskeið um brottfall úr framhaldsskóla

Er hægt að koma í veg fyrir brotfall úr framhaldsskóla? Hvernig er hægt að auðvelda bæði unglingum og fullorðnum að ljúka námi i framhaldsskóla með sveigjanleg námsframboði? Seta á skólabekk á hverjum degi er ekki forsenda þess að ná prófi. NFF ( Samtök fjarkennsluaðila í Noregi) stendur fyrir námskeiðinu sem haldið verður 22. október i Osló.
Dagskrá námskeiðsins... (pdf)
Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Sjálfboðaliðar í Noregi: Fundur 2009

Sjálfboðaliðar í Noregi bjóða til þverfaglegs samstarf félagasamtaka í Noregi. Með fjármagni, samstarfsaðilum og færni eru samtök minnihlutahópa eftirsóttir samstarfsaðilar fyrir hefðbundin norsk félög. Á „Fundi 2009“ geta þú og þín samtök lært hvernig þið getið hagað samstarfi við önnur  samtök þvert á menningarlegan og trúarlegan mismun. Fundur 2009 verður haldinn á Gardemoen dagana 23. og 24. október.  
Dagskráin...
Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no
Mer om: dialog

Sverige

Frumvarp til fjárlaga: aukin framlög til menntunar og vinnumarkaðsmála

Í frumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar er lagt til að auka framlög til menntunar, hluti fjármagnsins er ætlað til þess að fjölga nemaplássum í ýmsum greinum og hluta til þess að bæta menntun kennara. Þar að auki eru tillögur um að gera sérstakt átak í málefnum flóttamanna.
Í fjárlagafrumvarpinu er einnig aukin framlög sem ætluð eru kennurum og kennarastarfinu. Markmiðið er að auðvelda skólunum að ná markmiðum sínum. Lagt er til að 102 milljónum króna verði veitt til þess að auka hróður kennarastarfsins og auka gæði menntunar þeirra.  Þar að auki eru 19 milljónir sem ætlaðar eru til þess að markaðssetja nýja kennaramenntun og vekja áhuga unglinga á starfinu. Gefa á reynslumiklum leiðbeinendum tækifæri til þess að bæta við menntun sína og ljúka kennaraprófi. Samtals er lagt til að verja 84 milljónum króna til þessa lið á árunum 2010 - 2012. Meðal annars er lagt til að meta raunfærni kennaranna til þess að auðvelda og stytta námstíma.
Til þess að bæta flæði umsókna flóttamanna um landvist verður innleiddur sérstakur bónus fyrir flóttamenn sem eru í starfnámi eða eru út á vinnumarkaðnum tækifæri til þess að bæta fjárhag sinn. 
www.regeringen.se/content/1/c6/13/20/13/25857c94.pdf
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Ríkisstjórnin vill leggja meiri áherslu á alþýðufræðslu

Í fjárlagafrumvarpi sænsku reikisstjórnarinnar fyrir árið 2010 eru framlög til alþýðufræðslunnar aukin um 93,7 milljónir og þá nema framlög til alþýðufræðslunnar samtals rúmlega 3,2 milljörðum sænskra króna. Framlög til alþýðufræðslunnar til að mæta þörfum fatlaðra verða einnig aukin. Ríkisstjórnin staðfestir einnig að starfshættir alþýðufræðslunnar eru góðir og að alþýðufræðslan leikur mikilvægt hlutverk í því að ná til fatlaðra einstaklinga.

Ríkisstjórnin kynnir einnig nemapláss í lýðskólunum ætluð nemendum sem ekki hafa lokið námi í grunn- eða framhaldsskóla. Markhópnum er boðið upp á þriggja mánaða námsleið og tekur yfir námskeið í sjálfstyrkingu og öðrum sem eru hvetjandi til náms og eru sérstaklega ætluð til þess að auðvelda námsmönnum að halda áfram námi eða byrja á ný innan skólakerfisins. Reiknað er með eitt þúsund þátttakendum sem svarar til kostnaðar upp á 51 milljóna sænskra króna.
Lýðskólarnir og fræðslusamböndin bjóða upp á ótal námskeið þar sem fullorðnum gefst tækifæri til þess að bæta árangur sinn í menntun, persónulegri færni og getu til þess að vera virki samfélagsþegnar. Samkvæmt mati á alþýðufræðslunni fer þar fram virkt starf við þróun starfseminnar og til þess að ná til nýrra markhópa.

Meira:
http://www.regeringen.se/content/1/c6/13/17/16/ccc7795e.pdf
Frumvarp til fjárlaga í Svíþjóð:
http://www.regeringen.se/sb/d/11453/a/131716

Fréttabréf alþýðufræðsluráðsins: "Folkbildningsrådet informerar" www.folkbildning.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Åland

Nýr námsráðgjafi hjá ABF Álandseyjum

Mia Hanström var nýlega ráðin sem námsráðgjafi hjá Fræðslusamtökum verkalýðshreyfingarinnar (ABF) á Álandseyjum. Hún hefur langa reynslu af ráðgjöf fyrir unglinga, á sviði jafnréttismála, námskeiðum og verkefnum, ekki aðeins á Álandseyjum heldur einnig í Svíþjóð og Finnlandi. Verkefnið telst vera 75% starf.
Aðalstarf hennar felst í vinnu við að þróa ný tækifæri innan ABF á Álandseyjum og samkvæmt hennar áliti veita ný lög um alþýðufræðslu (sem verða gefin út innan skamms) tækifæri til þess að bæta tilboð alþýðufræðslunnar t.d. með tæknistuddri kennslu. Lesa má meira um áskoranir og tækifæri innan ABF á Álandseyjum á slóðinni: http://miahanstrom.blogspot.com.
E-post: Viveca.Lindberg(ät)living.ax

Färöarna

Kvöldskólinn í Þórshöfn – 130 fög fyrir um það bil 3.000 námsmenn

Ný önn hefst í lok september hjá kvöldskólanum í Þórshöfn. Kvöldskólinn er bæði stærstur og með fjölbreyttasta úrval námskeiða allra skóla í Færeyjum. Boðið er upp á námskeið í bóklegum greinum og listum auk skapandi greina og handverks.
Meðal nýunga í ár er að nú verður unnt að taka fjórar mismunandi greinar á framhaldsskólastigi, það er stærðfræði B, efnafræði C og B og enska B. Þrátt fyrir að þetta sé takmarkað úrval þá er þetta skref í rétta átt vegna þess að um árabil hefur ekki verið boðið upp á nein fög á framhaldsskólastigi í kvöldskólanum.
En ef litið er tilbaka til níunda áratugar síðustu aldar þá voru í boði allt að 14 mismunandi fög á framhaldsskólastigi. Með öðrum orðum þá var kvöldskólinn það menntasetur sem komst næst því að vera fullorðinsfræðsluaðili. Svo skall kreppan á og niðurskurður leiddi til þess að þessi tilboð fyrir fullorðna voru tekin af dagskrá í upphafi tíunda áratugarins. Nú standa greinar á framhaldsskólastig aftur tilboða í kvöldskólanum..
Auk þess býður skólinn upp á fjölmörg námskeið í tungumálum, tónlist, handavinnu og kvikmyndagerð. Þá eru einnig hægt að taka námskeið í færeysku, tungumáli, menningu og samfélagsgreinum fyrir útlendinga. 
Nánar um dagskrána á www.kvoldskulin.fo
Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

NMR

Lýst er eftir umsóknum í styrkjaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

Styrkjaáætlun fyrir samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á sviði atvinnulífs og iðnaðar á að efla efnahagslegt samstarf, nýsköpun og frumkvöðulshátt til þess að auka samkeppnishæfni Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Áætlunin veitir styrki til mismunandi aðila í atvinnulífinu og iðnaði til þess að fara í námsheimsóknir og verknámsferðir auk símenntunar og samstarfsverkefna.
Norræna ráðherranefndin og ríkisstjórnir Eistlands, Lettlands og Litháen leggja um 2 milljónir danskra króna til áætlunarinnar á þessu ári.
Frestur til að senda inn umsóknir rennur út 15. október 2009. 
Smellið HÉR fyrir nánari upplýsingar.
E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NVL

Gæði í fullorðinsfræðslu og fjarnámi

Distans, NVL hópurinn um fjarkennslu býður upp á klukkustundarlangar samræður um gæði í fullorðinsfræðslu og fjarnámi.  Þann 5. október n.k. klukkan 9:00 til 10:00 (11:00 – 12:00 skandínavískum tíma, finnskum 12:00 – 13:00), verður Anne B. Swanberg, Norwegian School of Management BI gestur hópsins. Hún mun svara spurningum sem Distans hópurinn leggur fyrir hana og líka þínum!
Vinsamlega skráið ykkur HERE til að tilkynna þátttöku, þá fáið þið síðar sendan tölvupóst með slóðinni á fundinn.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 29.9.2009

Til baka á forsíðu NVL