8/2010 NVL Frettir

 

Danmark

AMU 50 ára

Vinnumarkaðsmenntun fagnar 50 ára afmæli

Allt frá árinu 1960 hefur á miðstöðum vinnumarkaðsmenntunar í Danmörku, verið boðið upp á stutt starfsmiðuð námstilboð fyrir fullorðna og árið 2009 voru í boði milljón pláss sem fimm hundruð þúsund manns deildu. 11 símenntunarnefndir vakta þróun námstilboðanna svo þau svari kalli tímans. Þannig eru ný námstilboð í boði á hverju ári en önnur eru tekin af skrá. Í tilefni afmælisins var gefið út tímarit með greinum um sögu vinnumarkaðsmenntunar og þar eru einnig greinar um það sem er efst á baugi á sviðinu.

Hægt er að nálgast ritið á: www.e-pages.dk/uvm/28/?r=1 eða www.uvm.dk/amuavis

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

FOFU lögð niður

Fækkun meðlima og breyttar kringumstæður, bæði hvað varðar innihald og fjárhag valda því að FOFU (Samtök um rannsóknir og þróun í alþýðufræðslu og fullorðinsfræðslu) voru lögð niður á síðasta fundi.
FOFU var komið á fót í maí 1985 í framhaldi af stofnun Þróunarmiðstöðvar fullorðins- og alþýðufræðslu, eftir ákvörðun vísindaráða um að efla fullorðins- og alþýðufræðslu í Danmörku.
Til þess að viðhalda og þróa samband á milli fræðimanna, þróunaraðila og fræðsluaðila ákvað fámennur hópur fræðimanna að opna vettvang í ætt við FOFU .
Á fundinum var skipaður starfshópur með það að markmiði að kanna áframhaldandi starfsemi á sviði fullorðinsfræðslu og til þess að halda sambandi fræðimanna, þróunaraðila og fræðsluaðila.
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Tengslaneti um þróun fullorðinsfræðslu komið á laggirnar

Hópur ungs fólks hefur komið á tengslaneti með það að markmiði að
• Viðhalda áhuga fagfólks á sviði fullorðinsfræðslu
• Taka þátt í faglegri þróun á svið fullorðinsfræðslu
• Tryggja miðlun reynslu um framkvæmd, rannsóknir og frumkvæði á sviði fullorðinsfræðslu á milli meðlimanna.
Samtökin stefna að því að koma á samstarfi við viðeigandi aðila innan lands og utan.
Bráðabirgða tengill Carina Brit Christensen, carina.brit(ät)gmail.com, tlf. +45 6167 0611.
Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Frá „Adult Learners week“ í London til en “Læringslørdag” í Álaborg

Kvöldskólar, fræðslusetur AMU, VUC, FDB, lýðskólar, Folkeuniversitetet og aðrir fræðsluaðilar bjóða til samveru á fræðslulaugardegi, þar sem tækifæri fullorðinna til náms í Álaborg verða kynnt með virkum og hvetjandi uppákomum víða um borgina.
Hugmyndin að frumkvæðinu á rætur að rekja til heimsóknar Samtaka alþýðufræðsluaðila í Danmörku til Englands, þar sem Adult Learners Week í London var kynnt. Fræðslulaugardagurinn er gott dæmi um hvernig sækja má innblástur úr einu samhengi og nýta það í öðru. Hér með er því komið á framfæri. 
Dagskrána er hægt að finna á: Dfs.dk
Maria Marqurad
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Aukin framlög til fullorðinsfræðslunnar

Í frumvarpi finnsku ríkisstjórnarinnar til fjárlaga árið 2011 er lagt til að auka framlög til fullorðinsfræðslunnar um tvö prósent. Fjölga á tækifærum fullorðinna á vinnufærum aldri til þess að bæta færni sína með því að halda áfram gagngerum umbótum á starfsmenntáætlun fullorðinna (AKKU) .

Með því að veita styrki til fræðsluaðila verður fullorðnum sem ekki hafa lokið starfsmenntun að gefið tækifæri til þess að ljúka prófi í iðngreinum eða sérstökum einstaklingsmiðuðum prófum frá og með árinu 2011. 
Þá verður þeim sem fást við fræðslu fullorðinna veitt tækifæri til þess að þróa færni sína með þátttöku í símenntunaráætluninni Kunnig (Osaava) sem verður framlengd.

Nánar: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Ný lög um fullorðinsfræðslu taka gildi

Ný lög um fullorðinsfræðslu sem samþykkt voru á Alþingi í mars 2010, taka gildi 1. október næstkomandi. Meginmarkmið laganna er að veita einstaklingum með stutta formlega menntun viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim hefja nám að nýju

Krækja í lögin: Althingi.is

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Ísland varði mestu OECD ríkja til menntastofnana árið 2007

Almennt má segja að aldursdreifing þjóðanna og þátttaka í menntun hafi veruleg áhrif á útgjöld til menntamála. Þannig eru útgjöld yfirleitt hærri í löndum þar sem börn og unglingar eru stór hluti íbúa og þar sem nemendur eru hátt hlutfall mannfjöldans, eins og á Íslandi.

Útgjöld Íslendinga til menntastofnana námu 7,8% af vergri landsframleiðslu árið 2007 og var Ísland í efsta sæti meðal OECD ríkja hvað þessi útgjöld varðar. Vegið meðaltal OECD ríkja var 6,2% og meðaltal ríkjanna var 5,7%. Útgjöld til menntastofnana sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á Íslandi lækkuðu um 0,2% frá árinu 2006. Á Íslandi var 17,4% útgjalda hins opinbera varið til menntamála árið 2007 en að meðaltali vörðu OECD ríkin 13,3% útgjalda hins opinbera til menntamála.

Nánar: www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4635

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Lestur opnar nýja heim

Vika símenntunar fyrir fullorðna 2010. Í ár beinast sjónir að lestri og því mikilvæga hlutverki sem lestur hefur í öllu námi. Vika símenntunar er frá 25. til 31. október, um allan Noreg.

Þá er einnig í undirbúningi að halda dag innblásturs þann 29. október. Meðal þeirra sem taka þátt í deginum, auk Kristinar Halvorsen, þekkingarráðherra Noregs, eru menningarblaðamaðurinn og rithöfundurinn Mala Wang-Naveen sem skemmtir áheyrendum. Auk þess mun einn þeirra fjögurra rithöfunda sem valdir voru til þess að skrifa bækur fyrir átakið  „Leser Søker Bok“ (Lesandi leitar að bók) og dreift verður á lestrarárinu 2010, Selma Lønning Aarø koma í heimsókn á degi innblásturs og lesa úr bók sinni  „Vekevis“.  Vettvangurinn er Kolben menningarhúsið í Kolbotni. Og dagsetningin er 28. október. Ekki gleyma því!

Nánari upplýsingar : http://laringsdagene.wordpress.com/

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Ávinningur nema af dvöl í lýðskóla

Þann 27. ágúst sl. var skýrslan „Som en sang i sinnet – som et eneste sollyst minne“ lögð fram

Þekkingarráðuneytið í Noregi hefur í samvinnu við Lýðskólaráðið fjármagnað rannsóknaverkefni um ávinning nema af dvöl í lýðskóla.  Skýrsla sem ber nafnið „Som en sang i sinnet – som et eneste sollyst minne“  (Líkt og hugljúf minning), var afhent  Kristin Halvorsen föstudaginn 27. ágúst. Skýrslan verður gefi út af Áætlun um kennaramenntun og  Félagsvísindadeild Tækniháskólans í Noregi (NTNU)

Krækja í skýrsluna: PDF

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Sverige

Lélegri námsárangur

Háskólastofnunin  hefur greint námsárangur, eða hvernig stúdentum gengur að ljúka þeim námskeiðum sem þeir hafa skráð sig í. Fram kemur að frammistaðan minnkar bæði hjá konum og körlum. Líklegasta skýringin á að árangurinn er ekki eins og góður og hann hefur er talin sú að fleiri stúdentar leggja stund á fjarnám.

Nánar: PDF

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Hálf milljón bíða eftir starfi - Ný skýrsla frá Samtökum atvinnulífsins í Svíþjóð

Í nýrri könnun kemur fram að margt ungt fólk í Svíþjóð gegnir störfum sem það telur vera tímabundin, á meðan það bíður eftir einhverju betra, störfum sem er utan þeirra starfssviðs, þar sem hæfileikar þess fá ekki notið sín, með örðum orðum biðstörfum. Hætta er talin á, að sökum þess að svo margir gegna störfum utan áhugasviðs eða sinnir störfum sem ekki hæfir menntun þeirra þá muni þekkingu þeirra hraka.

Af þeim sökum minnka líkurnar á því að fólk fái starf  við hæfi. Þar að auki verður erfiðara fyrir vinnuveitendur að finna rétta færni og um leið er talið að framleiðin í hagkerfinu dragist saman. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar hefur þetta áhrif á hagvöxtinn í Svíþjóð.

Nánar: PDF

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Ný vefgátt fyrir mat á raunfærni

Stofnun starfsmenntaháskóla (YH- stofnunin) hefur opnað nýja vefsíðu með mikilvægum upplýsingum um raunfærnimat. Síðan er rekin í samstarfi stofnana  á sviði mennta- og atvinnumála auk fagfélaga

Nánar: www.valideringsinfo.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se
Mer om: validering

Ný lokaritgerð: Athugun á raunfærnimati vinnustaða

Í doktorsritgerð sinni kemst Leif Berglund að þeirri niðurstöðu að það getur bæði falist ávinningur og áhætta í því að gera hæfni starfsfólksins sýnilega.

Þetta er meðal niðurstaðna sem hann kemst að eftir að hafa gert úttekt á efninu hjá tveimur fyrirtækjum og tveimur sveitarfélögum. Vinnuveitandi sem óskar eftir að kanna hæfni starfsfólksins verður að gæta jafnvægis á milli áhættu og ávinnings. Annars vegar getur kortlagning þjónað þeim tilgangi að gera þá hæfni sem til staðar er sýnilega.Hins vegar getur meðvitund um færni haft neikvæð áhrif fyrir fyrirtækið.
Færni sem einstaklingi hefur ekki verið ljóst að hann byggi yfir getur leitt til þess að hann geri kröfur um launahækkun og jafnvel til þess að hann leiti eftir starfi utan fyrirtækisins. Mat á raunfærni fer fram bæði í fulloðrinsfræðslu sem og hjá vinnumiðlunum þegar þörf er fyrir að staðfesta færni með vottorði eða skírteini. .

Nánar um fjárveitingar Webfinanser.com

Krækja í ritgerðina: Ltu.se

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Menntun kemur efst á lista

Svíþjóð er næst efst á listanum yfir  þau lönd sem teljast skara fram úr við samkeppni í heiminum. Tvær meginástæður þess að land teljist samkeppnishæft að mati  World Economic Forum er meir menntun og færniþróun.
 
World Economic Forum
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

NVL

NQF á Norðurlöndum

27 lönd í Evrópu hafa komið sér sama um sameiginlegan viðmiðaramma fyrir færni, EQF (evrópski viðmiðaramminn). EQF eru samevrópsk viðmið sem eiga að gera fært að tengja saman færniþróunarkerfi og viðmiðaramma mismunandi landa.  Í EQF er átta þrep og fyrir hvert þrep er lýsing á þeirri þekkingu, færni og hæfni sem tilheyrir þrepinu. Vinna við rammana er á mismunandi stigum á Norðurlöndunum, en hægt verður að fylgjast með framvindu hennar á síðunni NQF á Norðurlöndum.
E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Kynningarfundir um NORDPLUS

Haustið 2010 mun umsjónaraðilar Nordplus-áætlunarinnar í samstarfi við NVL standa fyrir kynningarfundum um verkefni og tækifæri til samstarfs á Norðurlöndunum

Á vettvangi fyrir þá sem búa yfir hugmyndum að verkefnum fyrir Nordplus Vuxen verður boðið upp á:
• Norrænt námskeið um gerð umsókna í jan.-feb. 2011.
• Upplýsingar um Nordplus Vuxen menntaáætlunina og forgangsatriði fyrir 2011
• Kynningu á nýjustu skýrslum frá Norðurlöndunum og rannsóknum sem hægt væri að þróa frekar sem verkefni;
• Miðlun reynslu af samstarfi við norræn verkefni; hvaða skuldbindingar felast í þátttöku í verkefni og hvernig er hægt að ná árangri með verkefnum;
• Tækifæri til þess að ræða um hugmyndir að verkefnum og bera kennsl á þarfir samstarfsaðila á Norðurlöndunum 

Fylgist með upplýsingum um kynningarfundi Nordplus Vuxen

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no
Mer om: mobilitet

Ráðstefna um sveigjanlegt nám í Uppsölum 2. og 3. nóvember 2010

Distans, Norræna tengslanetið um upplýsingatækni í fræðslu stendur fyrir  ráðstefnu með yfirskriftinni Kraftfält, konferens om flexibel högre utbildning ; Inspiration - framtidens metodik och teknikk i Uppsölum 2. og 3. nóvember 2010. Hér á eftir er krækja í dagskrá ráðstefnunnar  og skráningu.
Heimasíða Distans: http://distans.wetpaint.com/

www-conference.slu.se/kraftfalt/

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

EAEA/NVL Conference

The integration of non-formal adult learning in National Qualification Frameworks (NQFs), November 25 - 26 in Brussels.

The purpose of the EQF is to increase transparency, transference and recognition of qualifications between the European countries and thus mobility of the European workers and learners. The implicit and fundamental aim is to enhance a shift of paradigm, from the traditional approach focusing on input and detailed statements of the curriculum of the educational system to a learning outcome based approach opening for new ways of thinking about learning. The status of non-formal adult education is not addressed explicitly in the EQF, but as the approach is based on learning outcomes and one of the purposes is to enhance recognition of prior learning it is relevant to assume a relation.
EAEA and NVL invite to discuss these issues with the colleagues from all over Europe!

Invitation, background document and programme can be found on NVL:s Calender Page.

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

Norden

LAUSNIR innan seilingar, sameiginlegar i Åbo 31.1.-2.2.2011

Hvernig get ég hvatt til breytinga innan stofnunarinnar sem ég vinn í, sem miða að sjálfbærri þróun? Hvaða lausnir eru sjálfbærar? Hvaða lausnir eru á vandamálunum sem blasa við skipulagi í mínu sveitarfélagi eða í orkumálum?
Hafir þú velt þessum spurningum fyrir þér þá gætirðu fengið svör á ráðstefnunni LAUSNIR innan seilingar, sameiginlegar sem haldin verður í Åbo  dagana 31.1.-2.2.2011. Norræn ráðstefna um sjálfbæra þróun á Eystrasaltssvæðinu færir saman hundraði sérfræðinga frá sveitarfélögum, svæðum, og þjóðum auk fulltrúa fyrirtækja og öðrum stofnunum sem annað tveggja þekkja sjálfbærar lausnir sem þeir vilja kynna eða eru á höttunum eftir þeim. Meginmálið er: hvernig getur reynsla mín nýst þér til þess að beina þróuninni í átt að sjálfbærara samfélagi, sveitarfélagið eða landssvæði?
Um ráðstefnuna hemsida hér geturðu sett fram lausnir program.Anmälningen fram að ráðstefnunni, því það er hægt nýta sér það sem bókanir með löngum fyrirvara hafa í för með sér. 
E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Fjórða norræna fræðimannaráðstefnan um nám fullorðinna

Þrándheimi 11.-13. apríl 2011

Tækniháskólinn í Noregi, ViLL (Voksne i Livslang Læring) mun vera í hlutverki gestgjafa fyrir fjórðu norrænu fræðimannaráðstefnuna um nám fullorðinna. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að skuldbindingu, samhengi og gagnrýn sjónarhorn á nám fullorðinna. Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru reiðubúnir til þess að koma á laggirnar  umræðuvettvangi þar sem hópar geta komið saman um ákveðið þema. Hópurinn verður sjálfur að tilkynna um áhuga á slíku og efni.

Nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar: Ntnu.no

Jakob Sletten
E-post: sletten(at)nade-nff.no

Að minnsta kosti fjögur tungumál fyrir alla: Áskoranir framtíðar varðandi tungumálastefnu

22. -24. ágúst 2011, Norræna húsinu í Þórshöfn á Færeyjum

Meginmarkmið ráðstefnunnar eru eftirfarandi:
* Að koma á þverfaglegum vettvangi með því að leiða saman sérfræðinga og aðila frá ólíkum greinum eins og félagslegum málvísindum, félagsfræði, sagnfræði, bókmenntafræði, þjóðhagfræði og lögfræði.
* Að bera saman reynslu annarra Norðurlanda á sviðinu 
* Að leggja áherslu á og beina sjónum að reynslu sjálfstjórnarsvæðanna við mótun tungumálastefnu og þeim áskorunum sem fylgja 
* Að leggja áherslu á ólíkar kringumstæður innflytjenda og tungumálaréttindi þeirra 

Nánar...

Elisabeth Holm
E-post: eh(hjá)ask.fo
Mer om: språk

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 28.9.2010

Til baka á forsíðu NVL