8/2012 NVL Frettir

 

Danmark

Þeim sem ljúka starfsnámi fækkar – þetta kemur fram í nýju uppgjöri frá ráðuneyti barna og kennslu.

Frá árinu 2007 hefur hlutfall unglinga sem ljúka starfsnámi lækkað. Í nýjum upplýsingum frá ráðuneyti barna og kennslu kemur fram að hlutfall þeirra sem ljúka starfsnámi hefur lækkað úr 56,3 prósent árið 2007 niður í 52,5 prósent 2011. Þetta er þróun sem sem ráðuneytið vill snúa við. Í frumvarpi til fjárlaga felast tillögur um að auka framlög til starfsmenntunar á næsta ári, meðal annars til þess að skipa starfsmenntaráð.  

Meira: Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Frumkvæði um aðgerðir til þess að koma ungu fólki í atvinnu „Ungepakke 2“ hefur borið árangur -sýnir nýlegt mat

Aðgerðarpakkinn; Ungepakke 2 var gerður með samkomulagi 2009 á milli þáverandi borgarlegrar ríkisstjórnar og stjórnarandstöðunnar í Danmörku og var hluti af hnattvæðingarsamkomulaginu.

Það leiddi  meðal annars til þess að víðtækum aðgerðum til að fjölga tækifærum ungs fólks til þess að komast út á vinnumarkaðinn eða í nám var hrint í framkvæmd og áttu sinn þátt í því að bæta menntun vinnuaflsins til lengri tíma. Mat á aðgerðunum leiðir í ljós að verulega hefur dregið úr fjölda ungs fólks sem hvorki er í námi né vinnu. Ungu fólki á vinnumarkaði eða er í námi hefur fjölgað.

Lesið matið: Uvm.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: utvärdering

”HF MusT” – er námsleið ætluð ungu fólki sem sameinar tónlist, leiklist og nám í menntaskóla

Námsleiðin er í samstarfi á milli símenntunarmiðstöðvarinnar á Norður Jótlandi í Álaborg, Tónlistarskólans fyrir rytmíska tónlist (Den Rytmiske i Nordkraft) og Leikhússins: Det Hem’lige Teater, sem eru allar virkar á sviði menningar og menntunar í Álaborg. Námið fer fram á óhefðbundinn hátt að hluta til í menningarmiðstöðinni Kulturcentret Nordkraft og að hluta til í leikhúsinu Det Hem’lige Teater.

Hugmyndin er að „fanga“ ungafólkið með áhugamálum þeirra á sviði tónlistar og leiklistar, sem unnið er með á háu plani og um leið veita þeim tækifæri til þess að leggja stund á nám í framhaldsskóla.
Verkefnið sótti hugmyndir til verkefnisins „Flow“ í Óðinsvéum sem var meðal þeirra verkefna sem vann til verðlauna í keppni NVL um nýskapandi menntaverkefni árið 2010.

Nánar um HF MusT:http://hfmust.dk/ 
Eða hafið samband við Lene Yding í síma+45 9930 0301

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: innovation, kultur

Finland

Samkeppni grefur undan siðferði innan æðri menntunar

Aukin samkeppni bæði innanlands og alþjóðleg veldur því að lítið verður gert úr akademíunni og grefur undan meginviðfangsefnum háskólans. Í versta falli getur samkeppnin leitt til aukins misréttis meðal stúdenta og spillingu á siðferði starfsfólksins.

Þetta er framtíðarsýn sem vísindamenn lýsa í bókinni "Kannattaako korkeakoulutus" (Háskólamenntun – borgar hún sig?)þar sem þeir leggja mat á stöðu háskólamenntunar í dag og í framtíðinni. 
Bókin kemur út hjá finnska forlaginu Korkeakoulututkimuksen seura (Bandalag háskólarannsókna) og Rannsóknastofnun í kennslufræði við Háskólann í Jyväskylä.
Umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á stefnu Finna fyrir háskóla á undanförnum árum. Markmiðið var að gera háskólana skilvirkari og efla samkeppnishæfni þeirra á alþjóðavísu.

Nánari upplýsingar veitir:
Sérfræðingurinn Helena Aittola, helena.s.aittola(ät)jyu.fi eða
Prófessor Arto Jauhiainen, arto.jauhiainen(ät)utu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Ráð um ævimenntun

Finnska ríkisstjórnin hefur skipað í ráðið um ævimenntun fyrir tímabilið 2012 - 2015. Meðlimir í ráðinu eru fulltrúar með fagþekkingu frá víðu sviði menntunar, atvinnulífs og rannsókna.

Ráð um ævimenntun er sérfræðiráð undir mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verkefni ráðsins er að fjalla um málefni sem varða samspil menntunar og atvinnulífs auk forsendur ævimenntunar og þróun stefnu í fullorðinsfræðslu. 

Meira: Minedu.fi

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Íslendingar lengi að ljúka námi

Íslendingar eru fyrir neðan meðaltal þegar kemur að samanburði þeirra sem lokið hafa framhaldsskóla¬menntun meðal OECD-þjóða. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Education at glance.
Jafnframt taka Íslendingar lengri tíma í að klára nám sitt en aðrar þjóðir og staða karla er umtalsvert verri en kvenna. 33% Íslendinga eru einungis með grunnskólamenntun en einungis 8 þjóðir af 34 eru með hærra hlutfall. Fram kemur að 67% Íslendinga á aldrinum 25-64 ára hafa lokið framhaldsskólamenntun og þar af 72% í yngsta aldursflokknum 25-34 ára en það er 10 prósentustigum lægra en meðaltal OECD. Þá er aðeins ein þjóð sem er að meðaltali lengur að klára framhaldsskóla- og háskólanám sitt eftir að það hefst.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Norge

Góð ráðgjöf kemur í veg fyrir rangt val

Á samkomu með rúmlega 300 náms- og starfsráðgjöfum lagði menntamálaráðherra Noregs þunga áherslu á að ráðgjöf er afgerandi þáttur í réttu vali nemanda á námsleið. Fjölmargir velja leið sem ekki hentar og hætta námi eða hefja annað nám. Þeim hefur einnig fjölgað sem nú taka viðbótarnám. Stefnt er að því að nemaplássum í Noregi fjölgi um 20% fyrir 2015. 

Meira: Regjeringen.no

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

Sverige

Fleiri leiðir til atvinnu fyrir ungt fólk

Í fjárlagafrumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2013 eru tillögur um aðkallandi umbótaaðgerðir til þess að styrkja samstarf atvinnulífs og skóla og til þess að mæta erfiðum kringumstæðum í efnahagslífinu.

Til þess að skapa fleiri leiðir til atvinnu ungs fólks leggur ríkisstjórnin fram tillögur um framlög til aðgerða til þess að bæta hag ungs fólks upp á  2,2 milljarða sænskra króna árið 2013 og nálægt 2,4 milljarða sænskra króna 2014. Ríkisstjórnin áætlar að veita samtals 8,1 milljörðum SEK á árunum  2013-2016. Til þess að styrkja tenginguna á milli skóla og atvinnulífs er lögð áhersla á iðnnám og annað starfsnám á framhaldsskólastigi. Í ljósi efnahagsástandsins er einnig lagt til að auka framlög til starfsnáms fullorðinna.  

Meira: www.regeringen.se/sb/d/15643/a/198265

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Fullorðinsfræðsla á grunnskólastigi á vegum sveitarfélaganna – könnun á hagtölum og framkvæmd sveitarfélaganna

Sænska skólamálastofnunin hefur greint framboð á grunnnámi fyrir fullorðna með hliðsjón af hagtölum. Markmið könnunarinnar er tvíþætt: að gefa greinargóða mynd af skipulagi námsins auk þess að dýpka skilning á því hvernig sveitarfélögin standa að grunnnámi fyrir fullorðna.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram hvert umfang námsins er hjá sveitarfélögunum. Hvaða bakgrunn nemendur hafa, hver námsframvinda þeirra er, sem og framfærsla á meðan á því stendur og hvort markmiðum er náð. Þá er einnig greint frá hvaða tækifæri standa til boða og hvað nemendur læra. Í skýrslunni er einnig greint frá þeim viðfangsefnum sem blasa við sveitarfélögunum og á hvaða grundvelli er hægt að mæta þörfum nemendanna.

Sækið skýrsluna frá gagnasafni skólamálastofnunarinnar á slóðinni:
www.skolverket.se/2.3894/publicerat/publikationer

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Färöarna

Evrópumeistarar í þriðja skipti

Hópur nemenda frá Sjómannaskólanum í Vestmanna urðu „Winners of the Winners“ þegar þeir unnu keppnina sem ber heitið: European Business Game-finale (EBG), og haldin var í Slóvakíu í lok júní 2012.

Verkefnið sem bar sigur úr býtum í lokakeppni EBG í ár snérist um torfþak. Vegna þess hve einangrun torfs er mikil næst fram orkusparnaður ef það er notað í þök sem jafnframt dregur úr losun koltvísýrings í andrúmsloftið. Auk hins fallega, græna og  náttúrlega yfirbragðs torfþaksins er það einstakur þáttur í fagurfræði nútíma arkitektúrs. Þetta er í þriðja skipti sem nemendur úr Sjómannaskólanum „Fiskivinnuskúlin í Vestmanna“ – vinna sigur í EBG keppninni. Fyrsta skiptið var árið 1997, öðru sinni 1999 og nú í þriðja skiptið 2012. Nýsköpunarsetrið í Færeyjum, sem séð hefur um forkeppnina fyrir evrópsku keppnina í Færeyjum, hafa tilkynnt að þeim hafi verið falið að halda næstu lokakeppni EBG sem mun fara fram í Færeyjum árið 2013.

Meira á færeysku: http://is.fo/node/205 og Fiskvest.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Fleiri tækifæri til náms fyrir fullorðna án atvinnu

ALS (atvinnuleysistryggingasjóðurinn í Færeyjum) hefur hrint í framkvæmd nýju verkefni á sviði fullorðinsfræðslu í samstarfi við sveitarfélagið í Runavík og menntamálaráðuneytið. Skólinn í Söldarfirði á Austurey mun sjá um framkvæmdina.

Fram til þessa hefur ALS átt frumkvæðið að færniþróunarnámskeiðum í samstarfi við kvöldskólann í Þórshöfn, en nú eykur sjóðurinn við framboð á námi fyrir atvinnuleitendur í öðru sveitarfélagi með dagnámi. Rúmlega helmingur þeirra fjórtán hundruð Færeyinga sem eru án atvinnu hafa aðeins lokið námi úr grunnskóla. Tækifæri þeirra til framhaldsnáms er því takmarkað. Af þeim sökum hefur sjóðurinn tekið frumkvæði að því að skipuleggja náms- og færniþróunartilboð fyrir þá sem annars hafa skert tækifæri til færniþróunar.  Markmiðið er að undirbúa atvinnuleitendur undir þátttöku á vinnumarkaði eða til frekara náms.

Meira um tilboðið á færeysku, sem er eins árs tilraunaverkefni: Als.fo

Elisabeth Holm
E-post: elisabethh(ät)setur.fo

Grönland

Menntun í sókn

Hagstofan á Grænlandi hefur gefið út  hefti um menntun til starfa árið 2011. Þar kemur meðal annars fram að það eru margir sem ljúka starfsnámi. Í heild hófu  1.478 einstaklingar nám á síðasta ári eða  90 fleiri en árið þar á undan og tæplega 500 fleiri en hófu nám fyrir sex árum. Fyrir neðan fréttina er krækja í heimasíðu hagst0funnar. 
Þá voru í þessum mánuði einnig teknir fleiri stúdentar inn í nám við háskólann á Grænlandi, Ilisimatusarfik, en á síðasta ári, eða samtals 175 stúdentar. Háskólinn í Álaborg hefur einnig laðað til sín fleiri grænlenska stúdenta en árið 2011, 72 af 145 umsækjendum voru teknir inn í nám. Það eru þrisvar sinnum fleiri umsóknir en bárust 2010 en þá voru þær 54. 

Hagstofa Grænlands: www.stat.gl

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

Verkefni um sjálfbæra þróun í Sisimiut

Þann 18. ágúst sl. var haldið innblástursnámskeið í Menningarhúsinu Taseralik i Sisimiut, þar sem fulltrúar sveitarfélagsins Qeqqata og Villum sjóðsins hrintu af stað verkefni um sjálfbærni.

Samtals 120 þátttakendur frá sveitar- og byggðastjórnum, atvinnulífinu og Naalakkersuisut, grænlensku heimastjórnarinnar, auk sérfræðinga á sviði félagsmála, tækni- og umhverfismála og atvinnuþróun hlýddu á fyrirlestra og tóku þátt í vinnustofum um sjálfbærni. Markmiðið er sjálfbært samfélag á Norðurskauti árið 2020. Að námskeiðinu loknu var íbúum boðið að hlýða á umfjöllun um verkefnið.  Villum sjóðurinn og  sveitarfélagið hafa hafist handa við tilraunaverkefni með fjárfestingum upp á 150-200 milljónir DKK sem miða að sjálfbærni. Tilraunaverkefninu er deilt upp í um það bil 35 hluta, viðfangsefnum sveitarfélaganna á Norðurskauti á árunum  2012-2020.

Villum sjóðurinn: www.villumfonden.dk
Sveitarfélagið Qeqqata: www.qeqqata.gl

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl

NVL

Ráðstefna um upplýsingatækni

Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins halda í samstarfi við RANNUM, Rannsóknastofu í upplýsingatækni og miðlun, námsbraut um Nám fullorðinna og Tungumáltorg, ráðstefnu um upplýsingatækni í tengslum við nám og kennslu fullorðinna þann 4. október 2012.

Efni ráðstefnunnar er um upplýsingatækni í námi fullorðinna þar sem blandað er saman kynningum á aðferðum, verkefnum og raundæmum og klukkustundar vinnustofum með kennslu í ákveðnum aðferðum. Ráðstefnan hefst í hátíðarsal Háskóla Íslands. Þar verða aðalfyrirlesarar Etienne og Beverly Wenger-Trayner http://wenger-trayner.com/  auk Alastair Creelman http://acreelman.blogspot.com/. Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrunum í vefstofu sem hefst kl. 10:20 að íslenskum tíma.

Skráning á hana fer fram hér.

Nánari upplýsingar: HTML

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Menntun á svæðum Sama og Norðurskautsins

Menntun er lykill að þróun Norðursins. Þetta var þema norræna málþingsins sem Distas net NVL um upplýsingatækni stóð fyrir í samstarfi við Samíska háskólann í Kautokeino þann 17. september sl.

Samíski háskólinn er ætlaður stúdentum með samísk mál  að móðurmáli, þeir eru frá svæðum Sama á Norðurlöndunum og í Rússlandi. Margar námsbrautir eru skipulagðar í formi sveigjanlegs náms þar sem Internetið er nýtt á fjölbreyttan hátt til þess að ná til þeirra sem starfa við hreindýrarækt og vinna útiverk. 

Hlustið og horfið á meira HÉR

Petter Kjendlie
E-post: kjendlie(ät)nade-nff.no

NMR

Dagfinn Høybråten verður framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Norrænu samstarfsráðherrarnir hafa ákveðið að norski stjórnmálamaðurinn Dagfinn Høybråten taki við stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2013.

„Norska ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á norrænt samstarf. Það er mér mikil ánægja undir formennsku Norðmanna fyrir Norrænu ráðherraefndinni árið 2012 að Dagfinn Høybråten, sem lengi hefur verið áfram um norræn málefni og sem hefur breiða pólitísku reynslu, hafi samþykkt að taka við stjórn stofnunarinnar,“ segir Rigmor Aasrud, samstarfsráðherra Noregs.
Dagfinn Høybråten er einn af varaforsetum norska Stórþingsins. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af stjórnmálum og stjórnsýslu sem ráðherra, forstjóri tryggingastofnunar, borgarritari og framkvæmdastjóri samtaka sveitarfélaga í Noregi. Hann hefur verið flokksformaður og formaður þingflokks Kristilega þjóðarflokksins (KrF). Á alþjóðavettvangi er Dagfinn Høybråten stjórnarformaður GAVI bólusetningarsamstarfsins.
Høybråten tekur við starfinu árið 2013 af Halldóri Ásgrímssyni sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar í sex ár.

Meira: Norden.org

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 27.9.2012

Til baka á forsíðu NVL