9 Conversations – verfærakassi

Áskorun: Hvernig er hægt að aðstoða innflytjendur við að stofna eigið fyrirtæki?

 
Ljósmynd: Meruyert Gonullu Ljósmynd: Meruyert Gonullu

Eftir Anne Fox og Thorleif Hjeltnes

Þessi áskorun var meginmarkmið evrópska verkefnisins 9 Conversations. Á þremur árum þróaði verkefnahópurinn, með þátttakendum frá fimm löndum, sérsniðið frumkvöðlaprógramm fyrir markhópinn. Hægt er að fylgja prógramminu ýmist í hópi innflytjenda með aðstoð staðbundins ráðgjafa eða stuðningsaðila. Innflytjandi sem vill stofna eigið fyrirtæki getur líka gert það upp á eigin spýtur.

Samstarfsnet og tungumál eru mikilvæg

Innflytjendur hafa oftast góðan stuðning frá meðborgurum sem eru á sömu vegferð. Þeir hjálpast að við að rata rétta leið, fara að reglum yfirvalda og takast á við þær áskoranir sem við blasa í nýja heimalandinu. Það getur varðað hversdagsleg málefni eins og daggæslu, heilsu eða fá eitthvað að láni eins og hluti, útbúnað eða peninga. 9 Conversations verkefnið byggir á þessu hugarfari og samstarfsnetum en reyna um leið að víkka innflytjendanetin út til þess að þau séu líka í tengslum við nærsamfélagið þar sem inngildingin á endanum á sér stað. Ef markmiðið er að koma á laggirnar fyrirtæki í hverfinu þá mun víðara net með samböndum við tengla í nærumhverfinu hafa afgerandi áhrif á hvernig fyrirtækið mun ganga.

Mikilvægur þáttur í inngildingu er að hafa náð valdi á nýja tungumálinu. Í 9 Conversations verkefninu hefur enska verið notið sem sameiginlegt þróunarmál. Þar að auki hafa verið útbúnar útgáfur af verkfærunum á tungumálum allra þjóðanna sem þátt tók í verkefninu. Starfið í útvíkkaða netinu getur þess vegna farið fram á norsku í Noregi og grísku í Grikklandi o.s.frv.

Hversvegna að óska eftir að vera sjálfstæður atvinnurekandi?

Hlutfall sjálfstæðra atvinnurekenda telur almennt aðeins nokkrar prósentur íbúa. Kannanir meðal Sýrlendinga sýna að meðal þeirra sem tekst að flýja til nýs lands eru margir sem vilja verða sjálfstæðir atvinnurekendur, eða hlutfallslega fleiri en meðal annarra íbúa innan ESB. Í viðtölum við fólk sem hefur stofnað eigin fyrirtæki kemur önnur ástæða í ljós, en hún er sú að það hefur átt erfitt með að ganga í hefðbundin störf. 9 Conversations verkefnið beinir sjónum að afmörkuðum en oft einörðum markhópi sem vilja stofna eigið fyrirtæki. Að markhópurinn er einarður er styrkleiki. En ef þeir sem tilheyra honum er of eru of ákafir gæti það valdið vandræðum ef fyrirtækið er stofnað án þess að farið sé eftir gildandi lögum og reglum. Alvarlegustu afleiðingar sem ólöglegur rekstur getur haft er brottvísun úr landi.

Skipulag á glæru sem ráðgjafar og þátttakendur geta nýtt. Skipulag á glæru sem ráðgjafar og þátttakendur geta nýtt.

Námshópar sem byggja á aðferðum Mastermind og Transformative learning

Innflytjendur sem stofna eigin fyrirtæki er fullorðið fólk sem býr yfir bæði þekkingu og reynslu frá fyrra lífi. Meginhugmyndin að að baki 9 Conversations prógramminu er að netið virki sem stuðningshópur frekar en hefðbundinn skólabekkur. Þátttakendur í verkefninu styðja og hjálpa hver öðrum og eiga af eigin frumkvæði heimsækja og þróa sambönd við þá í nærsamfélaginu sem geta aðstoðað þá við þróun eigin viðskiptaáætlunar. Í verkefninu er verkfærið Business Model Canvas nýtt, en með því er hægt á sjónrænan hátt lýsa lykilþáttum í starfsemi fyrirtækisins sem á að þróa á einu blaði. Í umsókninni var gengið út frá kennslufræðilíkaninu fyrir Nordic transformative learning circles en á vinnslutímanum hefur komið í ljós að aðferðir sem felast í Mastermind henta betur enda eru þær viðskiptamiðaðar. Líta má á Mastermind sem leið til að beita Transformative learnings circles með frumkvöðlum.

Verkfærakassi 9 Conversations

Prógrammið tekur yfir níu vikur. Í verkefninu höfum við fundið og þróað ótal verkfæri sem hópurinn gæti nýtt sér til þess að styðja við nám og nýsköpunarvinnu.

Köngulóarvefur sem sýnir þróun eigin færni sem frumkvöðull í appi verkefnisins.

Köngulóarvefur sem sýnir þróun eigin færni sem frumkvöðull í Appi verkefnisins. Köngulóarvefur sem sýnir þróun eigin færni sem frumkvöðull í Appi verkefnisins.

  • Leiðbeiningar fyrir ráðgjafa (Facilitator guide) hafa verið teknar saman í þeim er meðal annars sniðmát til markaðssetningar með veggspjöldum.
  • App fyrir farsíma (Mobile app) til þess að styðja við einstaklingsbundið nám.
  • Listi yfir algengar spurningar (FAQ) með svörum við grunnleggjandi spurningum um hvernig á að reka fyrirtæki í hverju þátttakendalandi.
  • Myndbönd um starfsemi fyrirtækja innflytjenda í þátttökulöndunum sem hafa gengið vel, miðla reynslu, veita innblástur og virka sem fyrirmyndir. (sjá dæmi neðst í greininni).
  • Verkfæri til sjálfsmats sem sýnir þróun eigin færni og verkkunnáttu út frá fjórum lægstu þrepum evrópska viðmiðarammans fyrir frumkvöðla (EntreComp). Niðurstaðan af matinu er sýnd sem köngulóarvefur.
  • Pakki með merkjum (badges) sem er úthlutað í takti við þá níu hluta prógrammsins sem þátttakendum tekst að ljúka.
  • Aðlögun (Adaptation) verkfæra ESB (EU Skills Profile tool for third country nationals) til þess að þau henti þeim sem vilja verða sjálfstæðir atvinnurekendur.
  • Stuðningsefni við að ganga í gegnum prógrammsið, hvort sem er í námshópi eða sem einstaklingur (Programme materials). Efnið hentar sem stuðningur við að framfylgja níu vikna prógramminu. Tilgangurinn er að veita aðstoð við að þróa og skjalfesta viðskiptaáætlun hvers einstaklings með aðstoð Business Model Canvas. Efnið er aðgengilegt á formi WordPress LMS, sem sett af eigin glærukynningu og sem gagnvirkri vinnubók á PDF formi.

Hugkort sem sýnir hvernig verkfærin í 9 Conversations spila saman Hugkort sem sýnir hvernig verkfærin í 9 Conversations spila saman

Fyrir þá sem hafa hug á að verða ráðgjafar í 9 Conversation prógramminu og óska eftir frekari þjálfun og ráðgjöf er verkefnahópurinn nú bæði að þróa prógrammið og þróa þjálfunarprógramm fyrir ráðgjafa með styrk frá ESB. Öllum er velkomið að fylgjast með þessari vinnu og senda okkur athugasemdir.

Ef einhverjar spurningar varðandi upprunalega 9 Conversations verkefnið eða eftirfylgniverkefnið Mastering 9 Conversations vakna, er velkomið að hafa samband. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu 9 Conversations verkefnisins.

Erasmus Plus