9/2006 NVL Frettir

 


Nordiska rådet

Annual Nordic Council’s Session

The Nordic Council is meeting for its annual Session from October 29 until November 2 in Copenhagen this year. The Session of the Nordic Council is held once a year.

The next presiding country in the Nordic Council of Ministers is Finland in 2007 taking over from Norway. Finland has prepared a program “Norden with opportunities – close to you”. A special focus has been laid on the closer Nordic – Baltic co-operation during next year.
A hundred parliamentarians from the five Nordic countries and three autonomous territories participate in the Session. A large number of guests from the Baltic countries, Russia, Poland, and Germany etc. have also been invited to attend.
As a tradition also this year's prizes of the Nordic Council will be awarded during a stylish ceremony to be held one evening during the Session.

For more information: Click on the link below.

E-post: Antra.Carlsen(ät)cfl.se
Norden

Norræn rannsóknaráðstefna um nám fullorðinna

Dagana 17. – 19. april árið 2007 verður haldin önnur norræna ráðstefnan um nám fullorðinna „Meaning, relevance and variation“ við Háskólann í Linköping. Á ráðstefnunni verður fjallað um allar gerðir af fullorðinsfræðslu og námi í  atvinnulífinu. Vísindamenn hvaðanæva að eru velkomnir og hið sama gildir um framkvæmdaðila sem hafa áhuga á rannsóknum.
Lesið meira um vísindaráðstefnuna á slóðinni: (link)
Mette Iversen
E-post: mettei(hjá)dpu.dk
Mer om: forskning
NVL

Norrænn þankabanki um færni til framtíðar

Var stofnaður á vegum NVL vorið 2006 á sviði fullorðinsfræðslu til þess að fylgja eftir skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar og vikuritsins Mánudagmorni (Huset Mandag Morgen) um Norðurlöndin sem alþjóðlegt sigursvæði, ”Norden som global vinderregion”. Fyrstu niðurstöður af starfi þankabankans
og af ráðstefnunni á Íslandi í ágúst þar sem 45. þátttakendur frá fullorðinsfræðsluaðilum, úr atvinnulífinu og ráðuneytum lögðu sitt af mörkum, voru kynntar fyrir stjórn danskra samtaka alþýðufræðsluaðila á fundi föstudaginn 27. október. Kynninguna flutti danski fulltrúinn í þankabankanum, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Danska kennaraháskólans, Arne Carlsen. Stjórnin sýndi starfinu mikinn áhuga og
á að taka þátt í starfinu. Arne Carlsen mun einnig ásamt sænska fulltrúanum Ingegerd Green, frá ráðgjafastofunni GREEN process/strategy/action kynna starf þankabankans á fundi með stjórnum samtaka alþýðufræðsluaðila á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum í Tallinn í januar 2007.
Frekari upplýsingar Tænketank (lenk nere):
E-post: carlsen(hjá)dpu.dk
NVL

Tengslanet um eldri í atvinnulífinu

Nýtt norrænt tengslanet vinnur að málefnum tendgum eldri í atvinnulífinu. Á fyrsta fundinum voru þau svið, sem tengslanetið myndu vinna  Að, skilgreind. Þrjú svið þóttu helst koma til greina og þótt ekki hafi verið forgangsraðað þá má greina frá því sem helst einkennir starfið:
- að breyta viðhorfum og auka vitund um getu og færni eldri borgara og um leið stuðla að bættri sjálfsmynd og virðingu á milli kynslóða
- að meta, draga fram og skrásetja þá sérfræðiþekkingu, þá lífsleikni og lífsreynslu sem eldri starfsmenn búa yfir og aðstoða þá við að miðla þeim
- að þróa vinnustaðina á þann hátt að þeir styðji við og veiti tækifæri á námsumhverfi sem hvetur til náms á vinnustað (work based learning), þar sem starfsfólk lærir hvert af öðru og tekið er tillit til eldri og þeirra námsaðferða sem henta þeim
E-post: Carola.Lindholm(hjá)vsy.fi
NVL

Dialog: Nám í atvinnulífinu

Í næsta tölublaði af Dialog er þemanu lýst út frá sjónarhóli vísindanna jafnt sem starfinu á vettvangi með fjölbreyttum  dæmum um nám sem fer fram á vinnustöðunum. Í tímaritinu eru einnig kynnt dæmi um mismunandi frumkvæði  til aðstoðar og stuðnings við að koma að einstaklingsbundum  leiðum til náms á vinnustöðunum eða til þess að samhæfa nám á vinnustaðnum og í daglega lífinu.
Þetta tölublað verður einnig gefið út í prentuðu formi í tengslum við ráðstefnu á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um  Lærdómsfyrirtæki „Laerende virksomheter“ sem haldin verður  í Þrándheimi dagana 16. og 17. nóvember n.k.
E-post: Larry.Karkkainen(hjá)folkhogskolor.fi
Danmark

Danmörk er í fyrsta sæti námslanda

Könnun sem gerð var á vegum fyrirtækisins Cirius sýnir að 73% aðspurðra námsmanna settu Danmörku í fyrsta sæti þegar þeir áttu að velja land til þess að nema í.  Mikilvægustu atriðin sem skiptu máli við valið á Danmörku sem námslandi voru gæði menntunarinnar, betri tækifæri  til starfsframa og að kennslan fer fram á ensku.  Samkvæmt könnuninni kjósa margir að sejtast að í Danmörku. Könnunin er hluti af stærri greinargerð á alþjóðlegu námsumhverfi  og markaðsetningu Danmerkur sem námslands.
Lesið meira (link)
Mette Iversen
E-post: mettei(hjá)dpu.dk
Danmark

Sveitarfélögin og alþýðufræðslan

Spurningakönnun á vegum sveitarfélaganna sýnir að sum sveitarfélög velja að leggja alþýðufræðslunefndirnar niður eftir að ákveðið var að fella niður skylduna um að hafa fulltrúa frá alþýðufræðslunni á sviði sveitarstjórna. Enn er ekki ljóst  hvort sveitarfélögin finna alþýðufræðslunefndunum annan  farveg eða hvort verið er að minnka lýðræði og verið er  að draga úr áhrifum frjálsra félagasamtaka á sveitarstjórnir.
Alþýðufræðsluaðilar hafa hvatt sveitarfélögin til þess að viðhalda alþýðufræðslunefndunum og Samtök alþýðufræðslunnar í Danmörku hvetja sveitarfélögin til þess að hlusta á raddir notenda.
Lesið meira (link)
Mette Iversen
E-post: mettei(hjá)dpu.dk
Danmark

Ný söngbók fyrir háskólana

Þann 24. október kom út 18. útgáfan af háskólasöngbókinni. Útgáfunni fylgdu umræður um hvaða söngvar tilheyri danska söngvahefðinni. Nýja söngbókin hefur einnig gefið tækifæri til  umfjöllunar um þýðingu söngs og gildi þess að syngja.
Lesið meira um umræðurnar (link)
Mette Iversen
E-post: mettei(hjá)dpu.dk
Danmark

Samspil rannsókna og atvinnu

Þann 21. nóvember 2006 stendur Matsstofnunin fyrir ráðstefnu um samspil rannsókna og atvinnu. Samspilið á milli rannsókna og atvinnu í Danmörku er að mati stofnunarinnar einstakt á alþjóðlega vísu og því verða kynnt dæmi um hvernig gerðar hafa verið tilraunir til að tengja rannsóknir við menntun. Þar með talið að greina hvað er rannsóknatengd menntun og hvernig samspil getur verið á milli rannsókna þróunar og menntunar á vettvangi.
Lesið meira (link)
Mette Iversen
E-post: mettei(hjá)dpu.dk
Finland

Ríkisstjórnin samþykkti stefnu um innflytjendaáætlun

Þann 19 október, samþykkti ríkisstjórnin stefnu í málefnum innflytjenda. Stjórnvöld ætla á virkan hátt að taka þátt í að finna innflytjendum störf. Framboð vinnuafls mun fara minnkandi í Finnlandi vegna þess að þjóðin eldist. Aðgengi að vinnuafli er  erfiðara í Finnlandi en í mörgum löndum Evrópu. Í áætluninni er  sérstaklega tekið á innflytjendum til Finnlands frá löndum utan ESB og EES svæðanna.
E-post: Carola.Lindholm(hjá)vsy.fi
Finland

Brýnt að auka gæði og áhrif í háskólunum

Menntamálaráðherra Antti Kalliomäki staðfesti við vígslu háskólasvæðisins við Savonmäki i Olofsborg að starfsmenntaháskólar og háskólar sem eru á sama svæði eiga að vinna sama og varast hliðstæða starfsemi. Þróun háskólanna og samstarf verður að taka mið afsérhæfingu og mismunandi áhersluatriðum. Það verður að rökstyðja samstarfsleiðir og á hvaða sviðum á að auka gæði og afkastagetu æðri háskólamenntunar og rannsókna.
Hefðbundnar leiðir hafa ekki skilað árangri sem skyldi. Það er ekki einungis nauðsynlegt að fylgjast vel með þróuninni heldur verður einnig að vera hægt að segja til um hvernig vindar muni blása í framtíðinni  og hafa áhrif bæði á landið okkar og alheiminn.
Samkvæmt mati OECD virkar hið tvöfalda kerfi í Finnlandi vel núna en í framtíðinni krefjast bæði nærsamfélagið og hnattvæðingin meiri sveigjanleika af háskólunum. Þróun starfmenntaháskólanna á höfuðborgarsvæðinu mun leiða til sameiningar háskóla og tíu minni einingar munu hverfa. Innan háskólanna er verið að þróa samstarf að minnsta kosti á milli Åbo, Joensuu, Kuopio við höfuðborgarsvæðið
E-post: Carola.Lindholm(hjá)vsy.fi
Island

Fjórar fræðslumiðstöðvar sameinast í IÐUNNI – fræðslusetri ehf.

IÐAN - Fræðslusetur ehf. hefur hafið starfsemi. Hlutverk IÐUNNAR er að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í byggingar-, málm-, prentiðnaði og matvæla- og veitingagreinum.  IÐAN – fræðslusetur ehf. verður til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu. Í samstarfssamningi er samstarfssamningi stofnaðila er kveðið á um að IÐAN skuli starfrækja sí- og endurmenntun og jafnvel meistaranám.  IÐAN mun taka þátt í rannsóknar- og þróunarverkefnum um hæfni í iðnaði og iðnmenntun og hún mun leiða samskipti við stjórnvöld um fræðslumál viðkomandi greina.
Upplýsingatorg Iðunnar veitir upplýsingar um iðnnám, símenntun iðnaðarmanna og annað nám sem varðar iðnaðinn. IÐAN tekur yfir upplýsingavefinn www.idan.is um nám og störf sem Samtök iðnaðarins komu á legg og hafa rekið undanfarin ár.
Sigrún Kristin Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Island

Finnsk-íslensk orðabók gefin út

NÝLEGA kom út finnsk-íslensk orðabók í Finnlandi, gefin út af Yliopistopaino- háskólaútgáfunni í Helsinki. Það er Tuomas Järvelä sem vann bókina en hann er nú að vinna að íslensk-finnskri orðabók sem koma á út næsta haust, hjá sömu útgáfu. Bókin var kynnt á bókamessu sem haldin var í Turku í Finnlandi í september sl. þar sem Ísland var þemaland. Tuomas segir bókina hafa fengið mjög góðar viðtökur enda hafi margir verið að bíða eftir hjálpargagni af þessu tagi. Í nýju orðabókinni er að finna 36.000 orð sem ættu að nýtast öllum sem þurfa að nota finnsku og íslensku í daglegum samskiptum eða í námi.
Sigrún Kristin Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri@frae.is
Mer om: språk
Norge

10 milljónir aukalega til grunnfærni

Við fjárlagagerðina í Noregi fyrir árið 2007 var lögð fram tilaga um að auka við framlög til verkefnisins um grunnfærni í atvinnulífinu úr 24,5 milljónum NOK í næstum því 35,5 milljónir. Ríkisstjórnin  staðfestir þannig vilja sinn til þess að leggja áherslu á grunnmenntun fullorðinna í lestri, ritun, stærðfræði og notkun upplýsingatækni.
Verkefninu verður stýrt af Vox, og það á að koma í veg fyrir útskúfun úr atvinnulífinu og það á einnig að miða að því að fá fleiri í vinnu eða aftur út í atvinnulífið.
E-post: Ellen.Stavlund(hjá)vofo.no
Mer om: baskunskaper
Norge

Aukinn sveigjanleiki í menntun!

Þekkingarráðuneytið ætlar að breyta reglunum um inntöku í æðri menntun á þann veg að umsækjendur með sveinsbréf fái aðgang að verkfræðinámi. Ráðuneytið óskar einnig eftir því að tveggja ára viðurkennt nám á framhaldsskólastigi veiti fólki rétt til æðra náms.
- Metnaður ríkisstjórnarinnar er að allir með skólagöngu starfsreynslu  eða annarskonar raunfærni hafi raunhæfa möguleika á að hefja nám við æðri menntastofnanir. Við undirstrikum að leiðin verður að vera sveigjanlegri, segir þekkingarráðherrann, Øystein  Djupedal.
E-post: Ellen.Stavlund@vofo.no
Norge

Aukinn stuðningur við fræðslusambönd!

Ríkisstjórnin vill þróa og styrkja hlutverk fræðsluaðila sem menntunar- og fræðslustofnanir og virkja framlag
þeirra til sjálfboðaliðastarfsemi í Noregi.
Til viðbótar við tillöguna um að auka fjárframlögin um 58 milljónir norskra króna í fjárlögum hefur þekkingarráðherrann sett á laggirnar nefnd sem á að meta hvaða hlutverk fræðslusamböndin gegna fyrir einstaklinga, atvinnulífið og samfélagið. Nefndin á meðal annars að bera saman norska módelið fyrir fræðslusambönd við önnur á Norðurlöndunum auk þess að veita ráðgjöf um verkefni fræðslusambanda
og hlutverk í breiðu samhengi, tengingu þeirra við menningu alþýðufræðsluna, jafnræði, þátttöku, lýðræði, aðlögun og samhæfingu. Hún á einnig að meta og mæla með stjórnun, skipulag og fjármögnun.
E-post: Ellen.Stavlund@vofo.no
Norge

Leonardó-heimsókn hjá Vox

24 gestir frá tíu löndum í Evrópu sóttu Vox heim dagana 12. til 14. október með það að markmiði að vinna með dæmi um mat og skráningu á raunfærni frá fyrirtækjum og meðal einstaklinga Torild Nilsen Mohn Hjá Vox, er norrænn fulltrúi í þessu Leonardó-verkefni og ber ábyrgð á að kynna hvernig er staðið að raunfærnimati á Norðurlöndunum.
Verkefnið hefur staðið yfir í eitt ár og verið er að greina dæmin sem hefur verið safnað saman. Greininguna á að nota til þess  að móta stefnu og reglur í samstarfslöndunum.  Verkefnið sem nefnist VPL2-Managing European Diversity, á að  vera lokið eftir ár. Þá á að kynna fyrirmyndarverkefnin á heimasíðu og ef til vill verða sum kvikmynduð.
E-post: Ellen.Stavlund(hja)vofo.no
Sverige

Ný ríkisstjórn – nýjar áherslur

Engin ný fullorðinsfræðslustofnun

Ekkert verður úr þeirri tillögu sem lögð hafði verið fram um að koma á laggirnar nýrri stofnun um fullorðinsfræðslu. Núverandi stofnanir halda áfram starfsemi sinni sem varða fullorðinsfræðslu.

Réttur fullorðinna til menntunar á framhaldsskólastigi

Ríkisstjórnin á að gera  athugun á því hvort fullorðnir eiga að hafa sama rétt til menntunar á framhaldsskólastigi eins og gildir um nám á grunnskólastigi. Ríkisstjórnin mun einnig kanna réttindi til sérkennslu á framhaldsskólastigi.

Framlög til Komvux lækka um 600 milljónir sænskra króna

Þetta er gert vegna þess að talið er að stór hluti þess fjármagns sem veitt er í Komvux rennur til ungilnga sem taka námskeið til þess að bæta samkeppnisstöðu sína til frekara náms í þeirri von að þau fái hærri einkunnir í námi hjá komvux en þær sem þeir fengu í  framhaldsskólanum (s.k.konkurrenskomplettering,
upptaka áfanga). Við þessu vill ríkisstjórnin sporna og lækkar fjárframlag sem svarar til kostaðarins vegna upptöku áfanga. Þar að auki munu framlög til komvux falla niður og fara í þess í stað í gegnum almenn framlög til  sveitarfélaga. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. janúar 2007.

Framlag til nýliðunar hverfur

Þetta framlag sem hefur einkum beinst að fólki á aldrinum frá 25 til 55 ára, með litla menntun og fólks sem hefur ekki notið náms styrkja á síðastliðnum fimm árum verður lagt niður. Rök ríkisstjórnarinnar eru að það sé vilji til þess að veita öllum fullorðnum sömu tækifæri til námsstyrkja. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. janúar 2007.

Ekki verður úr GY-07

Áformuðum umbótum á framhaldsskólanum, svokölluð GY-07 verður ekki hrint í framkvæmd heldur verða framhaldsskólarnir  skoðaðir enn betur. Hvað fullorðinsfræðsluna varðar hefur þetta  m.a. í för með sér að prófskírteini í stað viðurkenningarskjala verða ekki tekin upp.

E-post: Nils.Friberg(hjá)kristianstad.se
nmr_is


Fyrirsagnir 3.11.2006


NORDIC COUNCIL
Annual Nordic Council's Session


NORÐURLÖNDIN
Norræn rannsóknaráðstefna um nám fullorðinna


NVL
Norrænn þankabanki um færni til framtíðar

Tengslanet um eldri í atvinnulífinu

Dialog: Nám í atvinnulífinu


DANMÖRK
Danmörk er í fyrsta sæti námslanda

Sveitarfélögin og alþýðufræðslan

Ný söngbók fyrir háskólana

Samspil rannsókna og atvinnu


FINNLAND
Ríkisstjórnin samþykkti stefnu um innflytjendaáætlun

Brýnt að auka gæði og áhrif í háskólunum


ISLAND
Fjórar fræðslumiðstöðvar sameinast í IÐUNNI – fræðslusetri ehf.

Finnsk-íslensk orðabók gefin út


NOREGUR
10 milljónir aukalega til grunnfærni

Aukinn sveigjanleiki í menntun!

Aukinn stuðningur við fræðslusambönd!

Leonardó-heimsókn hjá Vox


SVÍÞJÓÐ
Ný ríkisstjórn – nýjar áherslur