9/2009 NVL Frettir

 

Danmark

Fylgja ber jákvæðri þróun eftir

Fylgja skal eftir jákvæðri þróun á sviði starfs- og endurmenntunar samkvæmt þremur tillögum um aðgerðir með það að markmiði að styrkja allt menntasviðið.

Á fundi dönsku ríkisstjórnarinnar og aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var þann 29. september s.l. og fjallaði um fullorðinsfræðslu og símenntun, kom fram að samstarf aðilanna þriggja hafði skilað góðum árangri. Grundvöllur fyrir fullorðinsfræðslu og símenntun hefur styrkst og úrvalið orðið fjölbreyttara. 
Þessu ætlar Bertel Haarder að fylgja eftir á nýju starfsári danska þingsins með fjölda tillagna með því markmiði að bæta, einfalda og styrkja menntun. Tillögurnar fela meðal annars í sér umbætur á endurskoðun framhaldsskólastigsins og umbótum á kerfinu fyrir námsstyrki, almennt afnám á skriffinnsku sem greiðir leið fyrir svæðisbundið frelsi og aukinn sveigjanleika. Ennfremur á að fylgja eftir frumkvæði ríkisstjórnarinnar um sérstök framlög til unglinga á aldrinum 15-17 ára. Lagt er til að settar verði á laggirnar 8-14 nýjar svokallaðar VEU miðstöðvar (símenntunarmiðstöðvar) í samvinnu við AMU miðstöðvar (vinnumarkaðsmenntun) og VUC  miðstöðvar (formlegar fullorðinsfræðslumiðstöðvar). Miðstöðvarnar eiga bæta gæði  grundvallar starfsmenntunar og almennrar fullorðinsfræðslu og símenntunar sínum landsvæðum. 

Nánar um jákvæða þróun

Nánar um tillögurnar

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Ný yfirlit yfir rannsóknir

Árangurinn af Cooperative Learning (CL)

Miðstöð færniþróunar í Danmörku (NCK) hefur birt nýtt yfirlit yfir rannsóknir á árangrinum af CL í fullorðinsfræðslu. Rannsóknayfirlitið er hluti verkefnisins „Samvinna í skólastofunni“ þar sem CL aðferðafræðin er reynd og hún metin í samstarfi við nokkrar fullorðinsfræðslumiðstöðvar í og umhverfis Kaupmannahöfn. Í yfirlitinu er fjöldi rannsókna sem gefa til kynna að árangur CL með tilliti til faglegs innihalds í námi fullorðinna er umtalsverður. 
Á  – www.ncfk.dk/site.aspx?p=112&newsid1=9411 eru meiri upplýsingar og þar er hægt að nálgast skýrsluna Cooperative Learning út frá sjónarhorni fullorðinsfræðslunnar.

Yfirfærsla frá menntun í starf

Er samantekt á þeim þáttum sem stuðla að því að það við lærum í námi nýtist okkur síðar í starfi. Yfirlitið er notendavænt, það felur í sér kynningu á vísindalegum niðurstöðum (byggja á þekkingu) á því hvað við vitum. Hægt er að nálgast bæklinginn á Miðstöð færniþróunar í Danmörku eða á netinu á slóðinni
www.ncfk.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: forskning

Finland

Breytingar á lögum um alþýðufræðslu

Ríkisstjórnin í Finnlandi hefur samþykkt breytingar á lögunum um alþýðufræðslu. Nýju lögunum er ætlað að gera nákvæmari grein fyrir verkefnum alþýðufræðslunnar og starfsemi á sviðinu - borgarastofnunum, lýðskólum, sumarháskólum, íþróttamenntamiðstöðvum og námsmiðstöðvum.
Í framtíðinni eiga allar stofnanir sem fást við alþýðufræðslu að geta lagt sérstaka áherslur í starfseminni og kveðið á um hugmyndafræðilegan grundvöll sinn. Í lögunum er einnig kveðið á um samstarf á milli stofnana. Þá verða breytingar á framlögum til starfseminnar, þannig að stofnanirnar fá sérstakan styrk til gæðamála og þróunarstarfsemi sem hluta af heildar fjárframlagi.
Frumvarpið tengist framkvæmd menntaáætlunar fyrir alþýðufræðsluna á árunum 2009-2012. Gert er ráð fyrir að lögin gangi í gildi í byrjun árs 2010.
Nánar...
E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Framlög til símenntunar kennara tvöfaldað

Menntamálaráðherra Finna, Henna Virkkunen hefur skýrt frá því að ríkið ætli að tvöfalda framlög til símenntunar kennara á næsta ári, samtals verður upphæðin yfir 21 milljón evra. Af þeim verður 8 milljónum veitt í nýtt Osaava – verkefni.

- Á næsta ári verða um það bil 34.000 kennarar sem geta tekið þátt í símenntun með styrk frá ríkisvaldinu segir Virkkunen. 87 %  kennara sækja sér símenntun á hverju ári en þeim hefur fækkað á síðustu árum. Markmið Osaava verkefnis er að snúa þeirri þróun.
- Sérhver kennari á rétt á og ber skylda til að taka þátt í símenntun til þess að halda sér við í starfi og þróa færni sína. Kennaramenntun er samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum ennþá eftirsóknarvert og nýtur mikillar virðingar í Finnlandi. Við verðum að tryggja að færustu kennararnir okkar vilji halda áfram störfum fyrir okkur. Sérstakur markhópur eru kennarar sem fram til þessa hafa ekki haft tækifæri til þess að sækja sér símenntun segir Virkkunen.
Virkkunen menntamálaráðherra mun einnig beita sér fyrir stuðningi við stjórnendur skóla. Stjórnun skólanna getur haft umtalsverð áhrif á námsárangur, líðan allra í skólanum og viðhorf kennara til vinnu sinnar. Það hefur áhrif á vilja þeirra til þess að halda áfram í starfi sem kennarar.
- Við teljum að það felist umtalsverð áskorun i því að fá hæfa og áhugasama skólastjóra í stað þeirra sem á næstu árum fara á eftirlaun. Í Osaava verkefninu er einnig þáttur sem tekur á menntun fyrir stjórnendur skóla, segir  Virkkunen.

Nánari upplýsingar:
www.minedu.fi/OPM/Julkaisut/2009/Osaava.html?lang=sv

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Dregur úr atvinnuleysi

Skráð atvinnuleysi í september 2009 var 7,2% eða að meðaltali12.145 manns, sem er nokkur fækkun milli mánaða.
Að sögn Karls Sigurðssonar, forstöðumanns vinnumála hjá Vinnumálastofnun, nýtur atvinnuástandið enn góðs af sumarsveiflunni. Segir hann ráð fyrir gert að atvinnuástandið versni um 1% á mánuði fram í febrúar á næsta ári. Samkvæmt tölum stofnunarinnar voru í lok september alls 7.397 einstaklingar sem verið höfðu án atvinnu í meira en hálft ár og 1.024 í meira en eitt ár. Karl segir þörfina fyrir ýmis úrræði og endurmenntun aukast eftir því sem langtímaatvinnuleysi aukist. Bendir hann á að í lok september hafi 1.084 einstaklingar verið í einhvers konar úrræðum á vegum Vinnumálastofnunar. Er þar bæði um að ræða starfs- og námstengd úrræði, námssamningar, nýsköpunarverkefni, starfsþjálfun og reynsluráðning.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is

Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009

Út er komið hefti í efnisflokknum Upplýsingatækni þar sem birtar eru niðurstöður úr rannsókn Hagstofunnar á notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og neti.
Niðurstöður sýna að tölvur eru á 92% íslenskra heimila og 90% eru með nettengingu. Nær öll nettengd heimili eru með háhraðatengingu, eða 97%. Tölvu- og netnotkun er mjög almenn en 93% landsmanna á aldrinum 16-74 ára höfðu notað tölvu og netið síðustu þrjá mánuði fyrir rannsóknina. Níu af hverjum tíu netnotendum senda tölvupóst og 78% lesa vefútgáfur dagblaða eða tímarita. Nærri helmingur aðspurðra af báðum kynjum nota netnið til þess að finna upplýsingar um menntun og 10 % karla taka þátt í námskeiðum á netinu en 11 % kvenna. Það vekur athygli að tiltölulega lítill munur er á þátttöku í námskeiðum á netinu eftir aldurshópum, 10 % kvenna og 11 % karla á aldrinum 25 – 54 segist taka þátt í námskeiðum en fyrir aldurshópinn 55 -74 ára eru tölurnar 7 % fyrir konur og 8 % karla.
Nánar á https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=10022
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(hjá)frae.is

Norge

Gagnabanki með tölfræði um fullorðinsfræðslu

Í framtíðinni á að vera auðveldara að finna tölur og staðreyndir um nám fullorðinna. Nýr gagnabanki er netmiðill þar sem safnað er saman upplýsingum frá fleiri heimildum á skipulagðan hátt.
Markmiðið  er að auðvelda aðgang að upplýsiingum sem fram til þessa hafa aðeins verið birtar í útgefnum ritum.
„Þar að auki er allt talnaefni á einum stað og með því fæst betri yfirsýn yfir hvaða upplýsingar um nám fullorðinna eru til. Það hafa ekki allir tíma, né heldur þörf á að lesa heilu skýrslunar. Það er okkar trú að gagnabankinn geri talnaefnið aðgengilegra bæði fyrir þá sem eru að leita eftir upplýsingum um ákveðið efni sem og þá sem vilja fylgjast með hneigðum yfir ákveðin tímabil“ segir  Xeni Dimakos, deildarstjór i Vox.
Nú eru töflurnar í gagnagrunninum fengnar úr ársskýrslunni „Vox speglinum“, sem tekur yfir talnaefni frá öllum Noregi varðandi þátttöku fullorðinna í námi. Í framtíðinni verður öðru talnaefni frá fleiri aðilum bætt við. 
Skoðið gagnabankann.
Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Lærdómsdagarnir 2009 ”Timi til náms”

Fylgist með lærdómsdögunum 19. – 25.október, þá verður verður boðið upp á fjölda viðburða um nám fullorðinna um allt land.
Markmið lærdómsdaganna er að sýna fram á fjölbreytt tilboð fyrir fullorðna til náms og menntunar.
Nánari upplýsingar um lærdómsdagana:
www.vofo.no/index.php?option=com_content&task=view&id=4&Itemid=34
Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Svalbarðaráðstefnan 2010

Noregsháskólinn gengst fyrir ráðstefnu um Gæði í æðri menntun 26.-29.april 2010.
Noregsháskólinn tekur aftur upp SOFF- hefðir og býður til Svalbarðaráðstefnunnar 2010, þá sjöttu í röðinni frá  1993.
Drög að dagskrá:
26.4. Hvað er gæði?
27.4. Gæði stefna og aðferðir
28.4. Gæði; viðmið og sólskinssögur
29.4. Framtíðarmyndir
Skráning þátttöku og nánari upplýsingar: http://svalbardkonferansen2010.net/
Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Ghazala leggur stund á ævinám

Ghazala Naseem (47) hefur nýlega lokið menntun fyrir tvítyngda kennara við HiO. Eftir að hafa starfað við skólann í mörg ár á tímabundnum samningi óskaði hún eftir að ná sér í BA gráðu sem veitir henni formlega hæfni.
Allt sitt líf hefur hún sótt sér þekkingu og hún hyggst halda því áfram. Saga Ghazalas sýnir hvernig innflytjandi og kona getur aðlagast nýjum kringumstæðum og notfært sér tækifæri til þess að læra um leið. 
Lesið alla sögu hennar:
www.hio.no/Aktuelt/HiO-nytt/Ghazala-praktiserer-livslang-laering
Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

NFF-ráðstefnan 2009 „Breytingar á kennarahlutverkinu og námi“

Hvernig mun nám og menntun breytast í takti við tæknina?
Nú er rétti tíminn til þess að tilkynna þátttöku á árlega ráðstefnu NFF 2009! „Breytingar á kennarahlutverkinu og námi “ Aðal ræðumaður í ár er  George Siemens, hann býr yfir hafsjó af þekkingu  og er afar upptekinn af þekkingarmyndun og námsferlum  í nýjum miðlum og tækniraunveruleika. Hvaða áhrif mun það hafa á menntun í framtíðinni?
Á ráðstefnunni verður fjallað um hlutverk kennarans út frá ýmsum sjónarhornum og hvernig ný tækni hefur áhrif á okkur.
Dagskrá og tilkynning um þátttöku:
www.nade-nff.no/files//NFF-konferansen2009program.pdf
Jakob Sletten
E-post: sletten(ät)nade-nff.no

Sverige

Allir sem hljóta ráðningu sem rektorar verða að hafa menntun um starfsskyldur

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um að allir sem í framtíðinni hljóta ráðningu sem rektorar verði að hafa sérsniðna menntun um starfsskyldur. Lagt er til að breytingar á lögum gangi í gildi 15. mars 2010.
Í lögum um skólahald og í námsskrám er áhersla lögð á kennslufræðilega ábyrgð rektora. Meðal verkefna rektora er að tryggja öllum nemendum góða menntun og veita þeim tækifæri til þess að öðlast alla þá færni sem möguleg er. Um árabil hefur ólögbundin menntun verið í boði fyrir rektora. Þar að auki eru námstilboð starfsmenntaháskólanna fyrir skólastjórnendur. Niðurstöður tveggja mismunandi kannana hafa leitt í ljós að menntun rektora er ekki jafngild yfir allt landið. Þess vegna leggur ríkisstjórnin til að nýrri grein verði bætt við skólalögin, sem fela í sér að allir sem hljóta ráðningu sem rektorar, eigi að ljúka sérstakri starfsskyldumenntun eða sambærilegri menntun. Hefja skal nám sem fyrst eftir að rektorinn hefur tekið til starfa og menntuninni verður að vera lokið innan fjögurra ára. Nokkrum skólastjórum einkaskóla verður einnig skylt, samkvæmt nýrri útgáfu á lögum um skólahald, að ná sér í sambærileg réttindi. Lesið frumvarpið 2009/10:27 Skyldubundin starfsskyldumenntun fyrir nýráðna rektora.
Nánar: http://regeringen.se/sb/d/11356/a/133385
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Hvaða starfsmenntun á háskólastigi verður þörf fyrir á næstu árum?

Þörf er fyrir fleiri námsleiðir innan starfsmenntaháskólanna á sviði tölvunarfræða, viðskipta og hagfræða, ferðaþjónustu, auk samfélagsfræða og tækni. Meðal sviða þar sem framboðið er talið fullnægjandi eru fjölmiðlafræði og upplýsingatækni og þar er eiginlega um að ræða ákveðið offramboð og það sama á við um heilbrigðisþjónustu og líkamsrækt.
Stofnunin fyrir starfsmenntaháskóla býður upp á umsóknarlotu haustið 2009 í námsleiðir sem eiga að hefjast haustið 2010 og vorið 2011. Fyrir umsóknarlotuna birtir stofnunin mat sitt á þörfum ólíkra greina fyrir færni. Matið byggist á spá sænsku vinnumálastofnunarinnar og áætlunum frá mismunandi starfgreinasamböndum. Starfgreinasamböndin hafa einnig boðist til að lýsa skoðunum sínum á færniþörfum auk kortlagningar á reynslu mismunandi starfa sem byggja námsleiðum sem boðið er upp á innan KY, (vottaðrar starfsmenntunar) PU (eftirmenntunar) og KU (viðbótarmenntunar)
Nánar: PDF
E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Åland

Tvær skýrslur um raunfærnimat á Álandseyjum

Heilbrigðistofnunin á Álandseyjum lýsir í skýrslunni „Raunfærnimatsverkefnið“ hvernig mat á raunfærni á mót námsskrá skólans er framkvæmd. Í skýrslunni er einnig að finna tillögur um hvernig hægt er að bæta raunfærnimatsferlið og aðferðirnar sem er beitt. Höfundar skýrslunnar eru Catarina Tallén og Annika Måtar.
Í samstarfi við háskólann á Álandseyjum og raunfærnimatsverkefnið á Álandseyjum hefur verið samin handbók um raunfærnimat í æðri menntastofnunum. Handbókin er afurð þróunarverkefnis um raunfærnimat í æðri menntastofunum. Skylt er að bjóða upp á mat á raunfærni bæði við inntöku og einnig til þess að meta starfsreynslu og reynslu sem aflað hefur verið á annan hátt. Í skýrslunni eru m.a. kynnt lögmál og leiðbeiningar við mat á raunfærni við Háskólann á Álandseyjum, auk annarra evrópskra verkfæra sem og þróun aðgerðaráætlunar við innleiðingu raunfærnimats við Háskólann á Álandseyjum.
Báðar skýrslurnar eru á slóðinni www.regeringen.ax/validering.
E-post: Viveca.Lindberg(ät)living.ax
Mer om: validering

Färöarna

Ný fræðslutilboð í Færeyjum

Helena Dam á Neystabø, menntamálaráðherra Færeyja átti frumkvæði að nýrri sérmenntunarleið fyrir kennara í því skyni að bæta grunleikni barna og fullorðinna í lestri og ritun sem hófst í ágúst 2009.
Námið er skipulagt sem diplómanám, 60 ECTS sem skiptast í sex sjálfstæða hluta. Skipulag þessarar símenntunar fyrir kennara miðast við það að þeir taki einn hluta á hverri önn sem hlutanám í þrjú ár. Innihald námsins er áhersla á rannsóknir og kenningar um lestur og ritun, námsörðuleika, sérkennslu og sálfræði.  
Mikil þörf er á þessari menntun sem miðar að því að nemendur með sérþarfir fái þá leiðsögn sem þeir þurfa, t.d. börn og unglingar með skrif- og lestrarörðugleika eða annars konar námsvanda. Skortur er kennurum með slíka sérþekkingu í flestum skólum í Færeyjum.  
Þá átti ráðherrann einnig frumkvæði að stuttri námleið um lesblindu sem hófst 1. ágúst s.l.  Námið tekur yfir 200 kennslustundir og það er í samstarfi við fullorðinsfræðsluna í Albertslund í Danmörku. Þátttakendur eru kennarar úr framhaldsskólum sem munu kenna fullorðnum sem haldnir eru lesblindu.
Með þessum nýju námsleiðum standa vonir til að bæta faglega og kennslufræðilegan undirstöðu þess að efla færni fólks í lestri til muna.
Elisabeth Holm
E-post: eh(ät)ask.fo

Europa

Lifelong Learning Infodays 2010

Education, Audiovisual & Culture Executive Agency (EACEA) will organise two Infodays on the centralised actions of the Lifelong Learning Programme, for which it is responsible under the 2010 General Call for Proposals.

What are the possibilities for European funding in the field of Lifelong Learning for the coming years?
What is the latest news on the European Union's Lifelong Learning Programme?
How can you increase the chances of getting your project selected?
How can you find partners from other Participating countries?

For answers to these questions:
Come to Helsinki on November 23 OR to Brussels on December 7!

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

NVL

Writing seminar – assistance in writing Nordplus applications

CIRIUS, the Chief Administrator for the Nordplus Adult Programme and NVL, the Nordic Network for Adult Learning organise a writing seminar for potential applicants to the Nordplus Adult Learning Programme in connection to the next application deadline for the Nordplus Framework Programme on February 1 2010. It shall be stressed that the seminar does not have any pre-selective function, but is solely an offer to help with writing a good application.
 
There will be around 30 spaces. To be eligible for participation, the following criteria have to be fulfilled:
1. The project idea has to be within the priorities for the Nordplus Adult Programme 2010.
2. Partners have to have agreed participation.
3. The idea should be developed and ready to be put on paper.
 
Time:  1.2.2010.
Place:  CIRIUS, Fiolstræde 44, 1171 Copenhagen C
 
Participation in the seminar is free at charge, however expenses related to travel and accommodation have to be covered by the participants.
Please, send the completed form by e-mail to Henrik Neiiendam Andersen: hna(ät)ciriusmail.dk.

Program and more information will soon be published on page:
www.nordvux.net/page/764/nordplusvuxenmotesplatser.htm

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no
Mer om: projekt

New report on guidance

NVL has published a new report on expected outputs/outcomes of guidance services for adults in the Nordic countries.

This study is an initiative launched by a Nordic network on effectiveness and quality in guidance for adults funded by the NVL strategic means from the Nordic Council of Ministers. 
According to the analysis and the NVL guidance group consultation there seems to be progress within some individual research projects established in promoting evidence base in guidance practise and policy development. The report shows that the existing research has been focusing on aspects of the guidance service rather than providing data for service development purposes. An explicit gap in the research and national quality frameworks seems to be in the user involvement in the design and evaluation of the guidance services.
This report covers the first part of the long term strategy in promoting evidence-based practice and policy development.

The report is published in pdf format on NVL:s report page:
www.nordvux.net/page/
726/nvlsrapporter.htm
(Expected outcputs/outcomes)

E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no
Mer om: vägledning

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/
wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 22.10.2009

Til baka á forsíðu NVL