9/2010 NVL Frettir

 

Danmark

Nútímavæða alþýðufræðsluna

Nefnd sem fjallar um alþýðufræðsluna í Danmörku hefur lagt fram tillögur um endurnýjun alþýðufræðslunnar.

Danska ríkisstjórnin skipaði árið 2009, nefnd til þess að fjalla um málefni alþýðufræðslunnar.
Nefndin hefur greint umhverfi alþýðufræðslunnar og hvernig unnt er að efla samfélagslegt mikilvægi alþýðufræðslunnar. Nefndin hefur lokið störfum og gefið út skýrslu með 38 tilmælum  þar sem m.a. er fjallað um að:
• Endurnýjun laga um alþýðufræðsluna muni draga úr skrifræði og efla borgaralega virkni
• Efling tilrauna og þróun, til dæmis í átt að virkari þátttöku borgaranna og að koma á laggirnar þekkingarsetri alþýðufræðslunnar
• Stofna vettvang fyrir samræðu sem meðal annars er ætlað að styðja við staðbundna framkvæmd samkvæmt tillögum nefndarinnar
• Mikilvægi alþýðufræðslunnar liggi í tengslum við menntun, heilbrigði og aðlögun.

Þar að auki leggur nefndin til að samkeppnisaðstaða  með tilliti til fullorðinsfræðsluaðila og kvöldskóla verði jöfnuð auk þess sem samningar um samstarf við sveitarfélögin verði styrktir.
Meira:
Sækið skýrsluna á dönsku: Uvm.dk 
Og lesið meira: Uvm.dk | Dfs.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk
Mer om: folkbildning

"Öldrun gæti örvað hagvöxt"

Þetta er niðurstaða greinar í tímaritinu Mandag Morgen.

Mandag Morgen hefur í samstarfi við Miðstöð heilbrigðrar öldrunar við Kaupmannahafnarháskóla gert greiningu á öldrun í samfélaginu. Í greiningunni er m. a. að finna niðurstöðu þess efnis að fjöldi virkra eldri borgara geti orðið nýtt afl á vinnumarkaði og í samfélagi borgaranna, en forsendur þess séu breytingar á t.d. eftirlauna- og ellilífeyriskerfunum sem fylgt verði eftir með umræðum um breytingar á stefnu í heilbrigðis-, vinnumarkaðs- og menntamálum áður en hægt verði að sýna fram á mögulegan ávinning.

Lesið greinina: Mm.dk 

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

Finland

Lög um aðlögun eiga að ná yfir alla innflytjendur

Ráðherra leggur til að lög um framkvæmd aðlögunar eigi framvegis að ná til allra innflytjenda. Markmið frumvarpsins er að gera lagasetninguna enn skýrari og leiða til þess að meiri hluti innflytjenda fái styrk til þess að aðlagast finnsku samfélagi fljótlega eftir að þeir koma til Finnlands.

Frumvarp finnsku ríkisstjórnarinnar tekur betur tillit til sérstakra kringumstæðna innflytjenda en gert hefur verið fram til þessa. Aðgerðir til aðlögunar eiga að byggja á þörfum innflytjendanna.  Flestir innflytjendur þurfa á stuðningi að halda en þarfirnar eru afar mismunandi.  Markmiðið er að auðvelda og flýta fyrir því að innflytjendur verði virkir á vinnumarkaði og auk þess að koma í veg fyrir að einstaka hópar innflytjenda verði útundan.
Lögin um aðlögun innflytjenda munu einnig taka til ákvarðana um að reyna nýjar aðferðir við kennslu innflytjenda.  Verkefninu Virkur í Finnlandi, "Delaktig i Finnland" mun ljúka í lok árs 2013.  Markmið verkefnisins er að gera tilraunir við að  innleiða nýjar aðferðir  og nýtt skipulag fyrir fræðslu innflytjenda.

www.intermin.fi/intermin/bulletin.nsf/PublicbyIdentifierCode/20101015012?opendocument&2

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi
Mer om: invandrare

Stefna um ævilanga ráðgjöf

Mennta- og menningarmálráðuneytið í Finnlandi hefur skipað í samstarfshóp til þess að vinna að tillögum að stefnu um ævilanga ráðgjöf. Skipun hópsins var undirbúin í samstarfi við atvinnu- og iðnaðarráðuneytið.
Stefnan á að taka til allra skólastiga og -forma auk allrar þjónustu varðandi upplýsinga-, ráðgjöf  og leiðsögn á vegum atvinnu- og iðnaðarráðuneytisins og í atvinnulífinu að teknu tilliti til fullorðinsfræðslu.  Samstarfshópurinn á að skila tillögum sínum fyrir lok febrúar 2011.
E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)vsy.fi

Island

Menntakvika, ráðstefna Menntavísindasviðs H. Í.

Alls voru 177 erindi flutt í 44 málstofum á Menntakviku - föstudaginn 22. október. Ráðstefnunni var ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í rannsóknum í menntavísindum á Íslandi ár hvert. Rúmlega 170 áhugasamir fræðimenn og sérfræðingar á sviði menntavísinda og tengdra fræðasviða, fluttu erindi um málefni sem tengjast uppeldi, menntun og þjálfun.
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: forskning

Mesti fjöldi útskrifaðra síðan gagnasöfnun Hagstofu Íslands hófst árið 1995.

Ástæðan er meðal annars sú að stórir árgangar eru að fara í gegnum framhaldsskólann. Stúlkur voru nokkru fleiri eða 52,9% nemenda. Alls útskrifuðust 7,3% fleiri en fyrir tveimur árum. Þar munar mestu um tæplega þriðjungsfjölgun brautskráninga úr frumgreinadeildum og viðbótarnámi til stúdentsprófs að loknu list- eða starfsnámi. Tveir af hverjum þremur nýstúdentum, 66,4% eru á aldrinum 20-21 árs.

Brautskráðum nemendum með sveinspróf fjölgaði um 8,6%. Karlar eru tæplega 85% þeirra sem ljúka sveinsprófi og eru sveinar flestir í aldursflokknum 25-29 ára. Brautskráðir iðnmeistarar voru 195 og hafa ekki áður verið fleiri í gagnasöfnun Hagstofunnar.
Brautskráðum nemendum á háskólastigi hefur fjölgað ár frá ári frá skólaárinu 1997-1998 þar til nú. Brautskráðum nemendum fækkaði um 4,7%. Konur voru tæplega tveir þriðju, 65,9 þeirra sem útskrifuðust með háskólapróf.

Nánar www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4645

Sigrún Kristín Magnúsdóttir
E-post: sigrunkri(ät)frae.is
Mer om: motivation

Norge

Vefnámskeið NFF 27. október 2010

Í tengslum við viku símenntunar 2010 heldur Samband norskra fjarkennsluaðila (NADE) námskeið á Internetinu. Þátttaka er ókeypis, á námskeiðinu verður ný tækni kynnt sem og ýmsar "græjur" sem hægt er að nota við kennslu.

Susanne Kjekshus frá Háskólanum í Osló gefur dæmi um nýja tækni. Lítið inn á heimasíðu NADE, miðvikudaginn 27. október kl. 07:55 og smellið á krækjuna.  Skráið nafnið ykkar og takið þátt í námskeiðinu. Munið eftir heyrnartólunum. Skráið þátttöku á netfangið: post(ät)nade-nff.no og þá munið þið fá áminningu skömmu áður en námskeiðið hefst. 
Prófið tölvuna ykkar hér: http://my.adobe.acrobat.com/common/help/en/support/meeting_test.htm
http://makenewsmail.com/17557366/47378
Áminning: http://my.adobe.acrobat.com/common/help/en/support/meeting_test.htm
Bæklingur um námskeiðið: http://issuu.com/kober123/docs/webinar_laringsdagene 
http://makenewsmail.com/17557366/47368

Nánar um námskeiðið:  www.nade-nff.no

Petter Kjendli
E-post: kjendli(hjá)nade-nff.no

Vinnan í brennidepli i fullorðinsfræðslu (Fullorðinsfræðsla 2007)

Norska hagstofan hefur birt norska hluta skýrslunnar í könnun á fullorðinsfræðslu (Adult Education Survey, AES) sem Eurostat stóð fyrir.

„Árið 2007 hafði helmingur þeirra sem voru í vinnu tekið þátt í fræðslu á undanförnum 12 mánuðum, en aðeins einn af hverju fimm meðal þeirra sem ekki voru virkir á vinnumarkaði.“ Þrátt fyrir að vinna hafi jákvæð áhrif á þátttöku í námi sagðist fjórðungur aðspurðra geta hugsaða sér enn meiri fræðslu og þjálfun en töldu tímaskort helst hamla þátttöku. Meginniðurstöður könnunarinnar sem þarfnast nánari athugunar eru:
Vinnan hefur áhrif á þátttöku fullorðinna í námi. 
Þeim fjölgar stöðugt sem finna fyrir auknum kröfum um nám í daglegum störfum.
Tímaskortur takamarkar þátttöku í fræðslu.

Meira: www.ssb.no/vol/

Petter Kjendli
E-post: kjendli(hjá)nade-nff.no

Sverige

Auknar kröfur til kennara - kennaraskírteini

Auknar kröfur í sænskum skólum. Kennaraskírteinin verða innleidd frá og með árinu 2012 og hafa í för með sér að einungis kennarar með fastráðningu og einungis þeir sem hafa kennaraskírteini mega gefa einkunnir. Þetta er samkvæmt frumvarpi sem sænska ríkisstjórnin hefur lagt fyrir þjóðþingið.

- Ef við eigum auka gæðin sænska skólakerfisins verðum við að beina sjónum að kennarastarfinu. Við tökum upp nýja kennaramenntun og leggjum mikið undir í aukna símenntun. Kennaraskírteinið verður ákveðinn gæðastimpill, segir Jan Björklund, menntamálaráðherra Svía.
TIl þess að fá skírteinið verður kennari eða leikskólakennari að hafa lokið prófi auk þess að hafa sýnt fram á að vera hæfur til starfa að loknu kynningartímabili sem varir að minnsta kosti eitt ár.  Viðurkenndur leiðbeinandi á að veita ráð og stuðning á kynningartímabilinu.  Nýju reglurnar ganga í gildi frá og með 1. júlí 2012.

Meira: www.regeringen.se/ sb/d/12466/a/153951

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Auknar áherslur á menntun og rannsóknir

Í fjárlagafrumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að auknum fjármunum verði varið til menntunar og rannsókna. Á áætlun eru úrbætur á kennaramenntun, áherslur á aukna færni kennara, stuðningur við nemendur sem þurfa sérstaka aðstoð, átak gegn kynþáttamisrétti, einelti og fl.

Hvaða fjármagni verður veitt til fullorðinsfræðslunnar? Gert er ráð fyrir 5.900 nýjum nemaplássum sem sérstaklega eru ætluð fullorðnum á árunum 2011 - 2014. Áhersla á aukna færni kennara hefur einnig áhrif á fullorðinsfræðsluna t. d. í gegnum aukna áherslu á kennslufræðilega stjórnun, símenntun réttindalausra kennara auk þess sem skólum fyrir fræðimenn verður komið á laggirnar. Áætlun um framlög sem samþykkt hafði verið til þess að skapa 10.000 ný nemapláss við háskóla 2011 mun ljúka 2012.

Meira: www.regeringen.se/sb/d/12466/a/153538

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se

Europa

Public consultation opened

A public consultation has been opened to collect European citizens' opinions on the design of the future Education and Training Programme, due to replace the current Lifelong Learning Programme from 2013 on. We warmly invite you to contribute to this online consultation, available in all EU languages, before the 30th of November: http://ec.europa.eu/dgs/education_culture/consult/index_en.html. We also encourage you to disseminate this information to your networks, partners, colleagues, etc …
E-post: Antra.Carlsen(ät)vox.no

NMR

„Aðlögum með fullorðinsfræðslu og símenntun“

Ný skýrsla frá NMR/SVL

Norræna ráðherranefndin og stýrihópurinn um fullorðinsfræðslu, SVL hrintu á haustdögum 2008 í framkvæmd rannsókn á aðlögun innflytjenda í gegnum fullorðinsfræðslu og símenntun. Rannsóknin beindist einkum að því hvernig hægt er að beita fullorðinsfræðslu og símenntun til þess að aðlaga innflytjendur og afkomendur þeirra að vinnumarkaði. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja stefnu stjórnvalda á Norðurlöndunum í því sjónarmiði að auka þátttöku innflytjenda og afkomenda þeirra í fullorðinsfræðslu og símenntun og að kortleggja hvaða úrræði í þessum tilgangi standa til boða.

Hægt er að sækja skýrsluna og skýrslur landanna á: www.norden.org/da/publikationer/publikationer/2010-557

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk

NVL

Könnun á upplýsingamiðlun NVL

NVL snýr sér til ykkar sem eru áskrifendur að upplýsingum frá tengslanetinu. Við leitum til ykkar um aðstoð við að bæta upplýsingamiðlun okkar.

Það tekur aðeins fáeinar mínútur að taka þátt í lesendakönnuninni en upplýsingar frá ykkur geta verið afgerandi. Smellið á krækjuna og veljið tungumál (norska, sænska eða finnska).

KÖNNUN

E-post: Albert.Einarsson(ät)vox.no

Tvær nýjar skýrslu frá sérfræðingaráðstefnum NVL

Velheppnuð ráðstefna Norræna lestrarráðsins

22. – 24. september 2010, Helsingjaeyri Danmörku
(Alfarådet – norrænt tengslanet um lestrarörðugleika)
Efni ráðstefnunnar var blanda af fyrirlestrum fræðimanna og faglegum kynningum frá kennurum, sem vinna með fullorðnum innflytjendum sem hafa ýmist afar stutta skólagöngu eða enga að baki.
Nánar: www.nordvux.net/page/1138/nordiskkonferens2010.htm

Annað líf 

30.9.-3.10.2010, Skövde, Svíþjóð
(Norrænt tengslanet um kennslu í fangelsum)
Á 14. norrænu námstefnunni um menntun skjólstæðinga sem bar titilinn Annað líf ”Ett Annat Liv” voru framtíðarhorfur kennslu í norrænum fangelsum útskýrðar í vinnustofum og með fyrirlestrum. Litið var á mismuninn sem auðlind og tækifæri til þess að finna lausnir og tilhneigingar framtíðarinnar.  
Nánar: www.nordvux.net/page/1149/ettannatliv.htm

E-post: Larry.Karkkainen(ät)folkhogskolor.fi

RSS
www.nordvux.net/rss/
538/nvlfrettir.htm
 - á þessari slóð færðu nýjustu útgáfu fréttabréfs NVL sem RSS yfirlit. Lesið meira (på danska): 
http://da.wikipedia.org/wiki/RSS


nmr_is


Útgáfudagur: 28.10.2010

Til baka á forsíðu NVL