A World Worth Living in – ICAE VIII World Assembly

 

I júní 2011 stendur alþjóðlega fullorðinsfræðslu- og alþýðufræðslustofnunin International Council for Adult Education (ICAE) fyrir heimsráðstefnu í Svíþjóð. Umfjöllunarefnið verður hlutverk fullorðins- og alþýðufræðslu í heiminum og gert er ráð fyrir um það bil 800 þátttakendum.
Í tengslum við heimsráðstefnuna verða ýmsir viðburðir, sænska Alþýðufræðsluráðið stendur fyrir ráðstefnu, Evrópsku fullorðinsfræðslusamtökin, EAEA bjóða aðilum sínum að taka þátt í evrópskum fundi og aðalfundur ráðgjafahóps Norrænu ráðherranefndarinnar um fræðslu fullorðinna (SVL) verður haldinn auk þess sem Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL) stendur fyrir norrænu málþingi.
Norræna málþingið verður haldið þriðjudaginn14.júní kl. 16.30 – 18.00 og fimmtudaginn 16. júní kl. 14.00 – 15.30. Fulltrúi Finna í SVL á formennskutímabili þeirra opnar málþingið. Fyrri hluti dagskrárinnar er helgaður árangri á Confintea, niðurstöður með Norrænu löndin sem þekkingarsvæði í brennidepli og síðari hlutinn þemum á heimsráðstefnunni og norrænar aðgerðir í framtíðinni.

Dagskrá norræna málþingsins verður tengt heimasíðu ráðstefnunnar og á dagatali NVL 
Þátttakendur í norræna málþinginu geta einnig tekið þátt í dagskrá heimsráðstefnunnar.
Nánari upplýsingar um heimsráðstefnuna: WWW  
Boð á málþingið: PDF   
Skráning þátttöku: WWW