Á fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir frekari aðgerðum fyrir nýaðflutta og fræðslu fullorðinna

Í breytingartillögum við fjárlög sænsku ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2016, sem kynntar voru í apríl sl. er gert ráð fyrir frekari aðgerðum á málefnum er varða innflytjendur og fullorðinsfræðslu.

 

Eftirspurn eftir mati á menntun sem aflað hefur verið annarsstaðar en í Svíþjóð bæði á framhaldsskólastigi og æðri menntun hefur verið mikil og á enn eftir að aukast í framtíðinni. Þess vegna veitir ríkisstjórnin tíu milljónum sænskra króna  aukaframlagi til háskólaráðsins vegna vinnu við mat á erlendum prófum og menntun. Menntamaálastofnun fær aukaframlög til þess að efla raunfærnimat á vegum sveitarfélaganna. Þá veitir ríkisstjórnin einnig aukaframlög til þess að hvetja og örva fleiri til þess að afla sér menntunar sem kennarar í sænsku fyrir innflytjendur og sænsku sem annað mál. Upphafleg framlög til þess að ráða og efla færni kennara sem kenna innflytjendum sænsku hækka um 40 milljónir árið 2016. Þá mun ríkisstjórnin einnig auka framlög til alþýðufræðslu og samfélagsfræðslu fyrir hælisleitendur. 

Meira