Að læra allt lífið á Norðurlöndunum

 

NVL með á Fundi fólksins í Norræna húsinu í Reykjavík

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum á hátíðarsvæðinu. Þar munu  ýmis félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Boðið verður upp á líflegar umræður og tónlistaratriði. Norðurlandaráð stendur að fjölbreyttri dagskrá, meðal annars umræðum undir  yfirskriftinni  Að læra allt lífið á Norðurlöndunum, þar munu Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi í Norðurlandaráði og Katrín Jakobsdóttir alþingismaður ræða fullorðinsfræðslu. Fulltrúi Íslendinga í NVL, Sigrún Kristín Magnúsdóttir opnar og stýrir umræðum.

Nánar og på FB