Á næstunni verður umbótum á starfsmenntaskólanum og menntaskólanum hrint í framkvæmd.

 

Endurskoðun á menntaskólanámi leiðir til þess að allar námsleiðir verða jafngildar. Hægt er að velja á milli sex mismunandi námsleiða, allar með almennum fögum, kjarnafögum og valfögum. Fimm námsleiðir felast í þriggja ára námi en sú sjötta er tveggja ára undirbúningur undir háskólanám sem einkum er ætluð þeim sem eru eldri en 18 ára. Endurskoðun á starfsmenntun felur í sér að iðnnámið er skipulagt á svipaðan hátt og bóknámið og þar eru átta námsbrautir í boði. Endurskoðun á báðum námsformum beinist einkum að færni.

Meira um umbæturnar á bóknámsbrautunum á færeysku: http://breyt.net/ og á starfsnámsbrautunum á Mmr.fo.