AMU 50 ára

 

Allt frá árinu 1960 hefur á miðstöðum vinnumarkaðsmenntunar í Danmörku, verið boðið upp á stutt starfsmiðuð námstilboð fyrir fullorðna og árið 2009 voru í boði milljón pláss sem fimm hundruð þúsund manns deildu. 11 símenntunarnefndir vakta þróun námstilboðanna svo þau svari kalli tímans. Þannig eru ný námstilboð í boði á hverju ári en önnur eru tekin af skrá. Í tilefni afmælisins var gefið út tímarit með greinum um sögu vinnumarkaðsmenntunar og þar eru einnig greinar um það sem er efst á baugi á sviðinu.

Hægt er að nálgast ritið á: www.e-pages.dk/uvm/28/?r=1 eða www.uvm.dk/amuavis