Áætlanir um svæðisbundna byggðaþróun eiga að stuðla að bættir hæfniþróun um gjörvalla Svíþjóð

Skortur á fólki með rétta hæfni bitnar á velferðarsviðinu, atvinnulífinu og viðbrögðum við loftlagsbreytingum.

 

Áætlanir um svæðisbundna byggðaþróun eiga að stuðla að bættir hæfniþróun um gjörvalla Svíþjóð. Skortur á fólki með rétta hæfni bitnar á velferð, atvinnulífi og viðbrögðum við loftlagsbreytingum. Þess vegna verður lögum um skóla breytt þann 1. júlí 2023 til þess að hægt verði að taka tillit eftirspurnar bæði nemenda og vinnumarkaðarins sem tengjast ákvörðunum um hvaða framhaldsskólanám verði í boði, sveitarfélaga, svæðisbundið og einstaka yfirvöldum.

Breytingarnar eiga að ganga í gildi fyrir nám sem hefst árið 2025. Sænska ríkisstjórnin hefur þess vegna falið menntamálastofnuninni að móta áætlanir um byggðaþróun til að styðja við skipulagningu, umfang og framboð menntunar í framhaldsskóla og framhaldsfræðslu sveitarfélaganna (komvux).

Áætlanir um byggðaþróun eiga að beinast að sveitarfélögum, landshlutum og einstaka skólastjórnendum sem bera ábyrgð á ákvörðunum um menntun. Menntamálastofnun á að leggja fram áætlanir með mati á því að hve miklu leyti þarf að aðlaga menntunarframboð að viðvarandi skort eða umfram framboð á vinnuafli.

Margaretha Allen starfar hjá sænsku menntamálastofnuninni og kemur að vinnu við gögnin um byggðaþróun. Hún segir:

„Breytinganar á lögum um skóla munu hafa í för með sér að nemendur fá aðgang að fjölbreyttari námsúrvali sem hæfa betur þörfum atvinnulífisins. Krafan um að gera verði samstarfssamning á milli að minnsta kosti þriggja sveitarfélaga getur leitt til aukins jafnræðis nemenda þegar kemur að námi á framhaldsskólastigi.“

Fyrstu áætlanir um byggðaþróun eiga að liggja fyrir haustið 2023.

Nánari upplýsingar um tillögur sænsku menntamálastofnunarinnar hér