Ábyrgð á árangri starfsmenntaskóla aukin

Tillaga um nýtt líkan fyrir fjármögnun starfsmenntunar leggur aukna ábyrgð á skólana á að ná árangri í framtíðinni.

 

Tillagan gerir ráð fyrir að helmingur framlagsins verði greiddur þegar nemandinn útskrifast og framtíð hans í námi og á vinnumarkaði er ljós Hinn helming fjárframlagsins byggir á fjölda nemenda.  

Líkanið fyrir fjárveitingar er hluti af frumvarpi finnsku ríkisstjórnarinnar um ný lög um starfsmenntun sem send hafa verið til hagsmunaaðila til umsagnar. Auk nýs líkans um fjárveitingar er tilgangur laganna að koma á gagngerum endurbótum á allri starfsmenntun.  Markmiðið er að gera starfsmenntun sveigjanlegri til þess að mæta betur breytingum á vinnumarkaði, í hagkerfinu og samfélaginu  

Meira