24/09/2021

Norge

Sveigjanlegt nám, Alþýðufræðsla

13 min.

Aðstoðar unga Íslendinga við að taka skrefið út til Norðurlanda

NVL miðlar árangri verkefna sem hafa hlotið stuðning frá NordPlus. „Mér finnst dvölin í lýðskóla hafa opnað mér margar dyr sem ég hafði ekki aðgang að fyrr“, segir einn af íslensku unglingunum sem hefur hlotið styrk til þess að sækja lýðskóla í Danmörku.

Hannes Bjørn Hafsteinsson

Hannes Björn Hafsteinsson, hjá Norræna félaginu á Íslandi, stýrir NordPlus verkefninu sem veitir íslenskum ungmennum styrki til þess að sækja nám við lýðskóla.

Annar nemi sem hefur verið í Svíþjóð, segir:

– Árið sem ég var í lýðskólanum hafði afgerandi áhrif á geðheilsu mína. Ég var alveg búinn á því eftir síðasta árið í menntaskólanum. Í lýðskólanum fékk ég tækifæri til þess að læra það sem mig langaði helst til: leiklist.

Víkjum skólastressi út en hleypum sköpun inn

Eitt ár í lýðskóla getur veitt nýja sýn og hjálpað til við að velja rétt. Skólastressi er skipt út fyrir fög sem mæta kröfum unglinganna, bæði skapandi fög, íþróttir og allskonar virkni. Því til viðbótar, ef skólinn er í öðru norrænu landi fær nemandinn nýja sýn og upplifir nýtt tungumál og nýja menningu. Þetta var grundvallarforsenda þess að Norræna félagið á Íslandi vildi veita íslenskum unglingum styrki til þess að sækja nám í lýðskóla í eitt ár í öðru norrænu landi. Í samstarfi við samtök lýðskóla á hinum Norðurlöndunum hafa íslenskir unglingar um 20 ára skeið haldið að heiman í lýðskóla í Danmörku, nokkrir hafa einnig verið í Noregi, Svíþjóð eða Finnlandi. Styrkirnir eru veittir af Nordplus verkefninu; Lýðskólastyrkir fyrir íslenska nemendur sem leggja stund á nám í öðrum norrænum löndum. Hugmyndin að baki styrkjatilhöguninni er að skiptin styrki norrænt samstarf. Ungu Íslendingarnir fá styrk til þess að „taka skrefið út til Norðurlanda“, eins og það er orðað í verkefnalýsingunni.

70 styrkir ár hvert

Styrkirnir dekka aðeins hluta af kostnaðinum vegna þess að þeim er deilt á alla umsækjendur sem uppfylla skilyrðin. Áhuginn er samt mikill.

– Venjulega sækja um 70 unglingar um styrk fyrir hvert skólaár, aðeins færri á tímum heimsfaraldursins, segir verkefnastjórinn Hannes Björn Hafsteinsson hjá Norræna félaginu á Íslandi. Samstarfsaðilar eru samtök lýðskóla í Danmörku, Lýðskólasamtök Finnlands, Lýðskólaskrifstofan í Noregi og Norræni lýðskólinn í Kungälv í Svíþjóð.

Enginn vafi leikur á því að vera í lýðskóla hafi margskonar ávinning. Umsagnir nokkurra ungmenna vitna greinilega um það. Talandi um tungumál, flestir læra tungumál í landinu sem þeir dvelja í. DialogWeb hefur spurt mörg ungmenni fleiri spurninga og svörin hafa borist á reiprennandi skandinavísku. Hannes Björn segir að hann fái oft endurgjöf um að með dvölinni í lýðskólanum hafi unga fólkið aflað sér mikilvægrar tungumálaþekkingu

Opnar hlið að möguleikum

– Hver er munurinn á áhuga unga fólksins á skandinavískum tungumálum og ensku?

– Enska er fyrsta erlenda tungumálið í íslenska skólakerfinu. Danska er annað erlent tungumál og flestir Íslendingar kynnast dönsku í efri bekkjum grunnskólans. Því miður er áhuginn á að læra ensku meiri en á að læra skandinavísk tungumál, segir Hannes Björn og bætir við:

– Skandinavísku tungumálin opna tækifæri til þess að búa, vinna og læra á Norðurlöndunum og taka þátt í norrænni menningu á annan hátt en hægt er á ensku. Mér finnst mikilvægt að aðstoða íslensk ungmenni við að skilja hver ávinningurinn er af því að hafa vald á einu skandinavísku tungumáli. Norrænu lýðskólarnir veita aðgang að mikilvægum möguleikum sem standa íslenskum unglingum til boða á Norðurlöndum.

Menningarskipti

Önnur mikilvæg hlið á lýðskólaskiptunum er að kynnast annarri menningu og hafa tækifæri til þess að skapa ný sambönd á Norðurlöndunum.

– Á það líka við um hina leiðina? Miðla íslensku nemendurnir íslensku tungumáli og menningu á meðan þeir dvelja í lýðskóla?

– Ég þekki um neinar ákveðnar leiðir. En ég held að miðlun tungumála og menningar sé eðlilegur hluti af skólastarfinu. Það er ein af ástæðunum fyrir því að dvöl í erlendum lýðskóla er svo dýrmæt fyrir allt ungt fólk á Norðurlöndunum.

Fleiri menningarverkefni

– Hvað er að þínu mati það sem helst einkennir sameiginlega norræna menningu?

– Ég held að það sem er einstakt við norræna menningu, sé einlægur áhugi og virðing fyrir menningunni og mismuninum sem er á milli Norðurlandanna. Við verðum að standa vörð um þetta og hvetja komandi kynslóðir til að efla það. Við verðum að leggja meiri áherslu á sameiginleg menningarverkefni og verkefni sem geta eflt menningarskipti.

Íslendingar lifa meira í núinu

– Á hvaða hátt telur þú að íslensk menning og íslenskir lífshættir skilji sig frá skandinavísku löndunum?

– Ég hef búið um lengri tíma í Svíþjóð, á Íslandi og í Kína. Það sem mér finnst skilja íslensku menninguna og lífsstílinn að, er að við lifum mikið meira í núinu en gert er í öðrum löndum. Við hugsum og skipuleggjum ekki alltaf til svo langs tíma, en við náum því sem við viljum og vonum það besta. Að sjálfsögðu hefur það bæði kosti og galla.

Virk upplýsingamiðlun

Hannes Björn segir að starfið snúist helst um að stjórna styrkveitingunum, miðla upplýsingum um norræna lýðskóla og svara fyrirspurnum frá unga fólkinu og foreldrum þeirra. Hann bætir við að þeir haldi úti fésbókarsíðu þar sem nýir og eldri lýðskólanemendur eigi samskipti. Hópurinn er oftar en ekki nýttur til þess að ná sambandi við aðra sem ætla að fara í sama skóla eða til sama lands.

– Hve stóran hluta kostnaðar nemendanna dekkar styrkurinn?

– Summan sem við fáum frá NordPlus deilist jafnt á alla. Og vegna þess að okkur berast margar umsóknir þá mætir styrkurinn aðeins litlum hluta af kostnaðinum. Íslenskir nemendur fá heldur ekki námslán til þess að sækja nám við lýðskóla. Styrkurinn er lítill, en við vitum af reynslunni að sjálft umsóknarferlið er einnig mikilvægt. Fyrir marga er þetta fyrsta skiptið sem þeir senda inn umsókn af þessu tagi. Við stefnum að því að þróa verkefnið í þá átt að við getum boðið upp á hærri styrk. Þar að auki reynum við eftir fremsta megni að veita upplýsingar um aðra styrki og tækifæri til fjármögnunar.

Lýðskólar á Íslandi

Fyrsti lýðskólinn var stofnaður af Grundtvig í Danmörku árið 1844. Fyrsti lýðskólinn í Noregi varð til tuttugu árum seinna. Enn þann dag í dag er staða lýðskóla í Skandinavíu sterk.

– Á Íslandi eru tveir lýðskólar, Lýðskólinn á Flateyri og LungA á Seyðisfirði. Við Lýðskólann á Flateyri eru mismundi tilboð um námskeið um útivist og sköpun. LungA er listaskóli þar sem ungir listamenn fá tækifæri til þess að þroskast og sýna vinnu sína, útskýrir Hannes Björn.

– Lýðskólarnir tveir eru afar mikilvægir og þar eru einstök tækifæri í íslenska menntakerfinu í boði. En staðreyndin er sú að framboðið af námskeiðum og námsleiðum er ekki jafn fjölbreytt og á hinum Norðurlöndunum. Þess vegna höldum við áfram að senda inn umsóknir til Nordplus til þess að fjármagna verkefnið, til þess að við getum haldið áfram að veita styrki og aðstoða íslensk ungmenni við að fara til Norðurlandanna.

Hvað segja ungmennin sjálf? (athugasemd þýðanda, frásagnir nemendanna eru skrifaðar á tungumálinu í landinu þar sem þau voru við nám og hægt er að lesa þau í upprunalegu greininni hér)

Kristófer B. Snæbjörnsson

Kristófer kynnti Ísland gjarnan á meðan hann var við nám í lýðskóla í Danmörku.

Kristófer B. Snæbjörnsson dvaldi hálft ár á Egaa Ungmennalýðskóla og hinn helming ársins í Lýðskólanum á Branbjerg árið 2020. Styrkurinn dekkaði sjötta hluta skólagjaldanna.

Kristófer segir að í báðum skólum hafi verið umtalsverð menningarblöndun með nemendum hvaðanæva heimsins. Fyrsta hálfa árið var hann eini Íslendingurinn í skólanum. Hann gat valið úr fjölda faga og virkni.

DialogWeb spyr hann hversvegna hann hafi valið að sækja lýðskóla í Danmörku.

– Ég var útbrunninn, og gat ekki verið í menntaskólanum án þess að fyllast skelfingu og ofsahræðslu, svo ég ákvað að venda mínu kvæði í kross. Ég vonaði að eins árs dvöl í lýðskóla myndi breyta ástandinu og það reyndist svo sannarlega vera rétt! Þótt dvölin í lýðskólanum hafi ekki leitt til þess að mér væri algerlega ljóst hvaða starfsframa eða nám ég ætti að velja, varð hún samt til þess að nálgast val og leggja áætlun um hvað ég vil taka mér fyrir hendur í framtíðinni og jafnframt hvernig ég get varið tómstundum mínum best.

Ester Helga Klemensdóttir var við nám við IHÅ, íþróttalýðskólann í Árósum.

– Mér finnst ég vera sterkari bæði andlega og líkamlega, vegna þess að ég þurfti bæði að æfa mikið, en líka að vera mjög virk félagslega. Svo eins og þú kannski sérð hef ég tileinkað mér svolitla dönsku, en þegar ég kom fyrst til Danmerkur var ég ekki fær um að tala dönsku nógu vel. Nú er ég í starfi þar sem ég tala dönsku og er í námi við danskan háskóla. Mér finnst að námið í lýðskóla hafi opnað margar dyr sem ég hafði ekki aðgang að áður!

– Danir eru mjög glaðir og miklar félagsverur. Það kom svolítið flatt upp á mig vegna þess að við Íslendingar eru heldur hlédrægari. Í mínum árgangi voru margir Íslendingar svo við kynntum fjölda söngva, allskonar mat og leiki fyrir Dönunum.

Hólmfríður Hafliðadóttir and Anastasia Andersson

Hólmfriður lék mikilvægt hlutverk í uppsetningu leikritsins „Tvær konur sömu tegundar“ á Marieborgs lýðskólanum á móti meðleikaranum Anastasia Andersson (til hægri á myndinni ).

Hólmfríður Hafliðadóttir nam við Marieborgs lýðskólann í Norrköping, í Svíþjóð, 2019-2020. Hún lærði um leikhús og leiklist.

– Árið sem ég var í lýðskólanum var afar mikilvægt fyrir heilsu mína. Ég var alveg búin á því eftir menntaskólann og sumarið sem ég eyddi við hræðilega vinnu. Í lýðskólanum bjó ég á heimavistinni við hliðina á eplagarði og hafði tíma og stað til þess að hvíla mig samtímis því að ég var að læra það sem ég elskaði mest: leiklist. Ég kynntist svo mörgu skemmtilegu fólki og eignaðist vini. Ég lærði líka sænsku! Um vorið lék ég í klukkustundarlöngu leikriti á sænsku, með aðeins tveimur hlutverkum, svo í minn hlut féll heilmikill texti! Ég öðlaðist sjálfsöryggi og held að árið í Svíþjóð hafi hjálpað mér við að komast inn í leiklistarskólann á Íslandi.

– Ég held að ég hafi lært mest um leiklistarmenningu í Svíþjóð, Marieborg er í Norrköping og fyrir lítinn bæ þá eru leikhúsin þar mörg og miðuð að börnum. Mér fannst það skemmtilegt hvernig þeir nota leikhúsið í kennslu, það er ekki mikið gert af því heima. Ég sá líka sýningu fyrir heyrnarlausa, þau notuðu svipbrigði til þess að segja söguna. Ég hafði aldrei séð það fyrr og það leiddi hugann að fjölda heyrnarlausra á Íslandi sem ekki fá notið leikhússins. Menningarmunur sem ég fann fyrir var metnaður minn. Ég stritaði mikið meira en bekkjarfélagar mínir, ég sótti um leiklistarskóla á Englandi og Íslandi. Aðrir í bekknum höfðu enga trú á því að þeir kæmust inn í leiklistarskóla og þau höfðu mun „raunhæfari“ metnað. Á Íslandi höfum við oft mun fleiri tækifæri því við erum svo fá, og því voru draumar mínir stærri en annarra í bekknum.

Nyeste artikler fra NVL

Finlands äldsta bildningsstiftelse gör sig redo att fira 150 år av betydelse

11/04/2024

Finland

8 min.

– Plötsligt har vi börjat montera ner en lång bildningstradition som andra länder beundrar. I övriga Europa är man mycket förvånad och undrar vad Norden riktigt håller på med, säger Lauri Tuomi. Trots kalla vindar är han med och utlyser ett nationellt temaår för bildning i Finland. I egenskap av chef för det jubilerande Folkupplysningssällskapet blickar han nu bakåt och...
Wille Bolinder

25/03/2024

Sverige

9 min.

After more than 25 years as a designer in the online advertising industry, Wille Bolinder decided to switch to a completely different profession. Now he drives a truck and transports hazardous waste. Despite a 50% cut to his salary, the choice was ultimately an easy one.

Wille Bolinder

25/03/2024

Sverige

9 min.

Työskenneltyään yli 25 vuotta mainos- ja verkkopalvelualalla Ruotsissa, Wille Bolinder vaihtoi kokonaan toiseen ammattiin. Nykyään hän toimii kuorma-autonkuljettajana ja kuljettaa vaarallista jätettä. Palkan puoliintumisesta huolimatta valinta oli hänen mielestään helppo.

Share This