Aðferðir skæruhernaðar nýttar til þess að kenna nemendum ný tungumál

 

Elisabeth Mueller Nylander, bókasafnsfræðingur við Aleholmsskolan í sveitarfélaginu Sävsjö er fulltrúi Svía í nýju Evrópuverkefni sem styrkt er af Erasmus + og tíu þjóðir eru aðilar að. Verkefnið snýst um tungumálakennslu, upplýsingatækni og óformlegt nám. Verkefnið hefur hlotið nafnið  „Guerilla Literacy Learners“. (GuLL)

Mueller Nylander segir hugmyndina með verkefninu að varpa ljósi á  námsferli náms í erlendu tungumáli. Markmiðið er að þróa kennslufræðilega aðferð sem gerir einstaklingum sem vilja tileinka sér nýtt tungumál fært að skilja hvers vegna þeir gera villur. Ennfremur á það að veita nemendunum tækifæri að til þess að ná valdi á námi sínu.  

Sökum þess að verkefnið tekur til óformlegs náms verður hlutverk bókasafnsfræðingsins sem og mikilvægi þess áhugaverður hluti af verkefninu.

Läs mer