Afhending gæðaverðlauna Leonardo da Vinci 2012

 

SKF Sverige AB hefur hrint í framkvæmd verkefni þar sem fimmtíu og þremur nemum í starfsmenntanámi SKF:s gafst tækifæri til starfsþjálfunar erlendis á vegum fyrirtækjasamstæðunnar í Evrópu. 
Furuboda samtökin í Åhus fengu gæðaverðlaun fyrir verkefnið Youth 4 Move, en þar fengu tíu menntaskólanemar, sem sumir  þörfnuðust sérkennslu, tækifæri til fjögurra vikna starfsnáms í Þýskalandi. 
Sænska náms- og starfsráðgjafafélagið vann verkefni þar sem sextán náms- og starfsráðgjafar fóru til að afla sér reynslu í öðrum löndum Evrópu. Félagið tók jafnframt á móti 20 náms- og starfsráðgjöfum frá öðrum löndum.
Verðlaunahafarnir þrír fá nálægt 20 þúsundum sænskra króna hver, til þess að miðla árangri verkefnanna.

Lesið meira á síðu sænsku landsskrifstofunnar Programkontoret.se