Áfram þung áhersla á færnipólitík í Noregi

Í fjárlagafrumvarpi norsku ríkistjórnarinnar fyrir árið 2020 sem lagt hefur verið fram, er gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu við færniumbætur, inngildingarstefnu og inngildingaraðgerðir.

 

Lagt er til að fjárframlög til umbótaaðgerða undir yfirskriftinni „Lærum allt lífið“ verði aukin um 112 milljónir norskra króna. Lagt er til að yfir 300 milljónum norskra króna verði varið umbótanna árið 2020.

Bakgrunnurinn er að sífellt færri störf krefjast lítillar eða engrar formlegrar færni. Þar að auki krefst tækniþróunin nýrrar tegundar færni og mörg fyrirtæki eiga í basli með að ná í starfsfólk sem býr yfir þeirri færni sem þörf er fyrir. 

Ríkisstjórnin leggur til:

- 30 milljónir króna verði veitt til þess að koma á færniáætlun, með ramma samtals upp á 97 milljónir króna árið 2020. 15 milljónir eru ætlaðar atvinnugreinum sem verða sérstaklega illa úti vegna breytinga. Áfram verður unnið að atvinnugreinaáætlunum fyrir bygginga- og iðnaðargreinar sem lið í færniáætluninni. Sama gildir um atvinnugreinaáætlunina fyrir heilbrigðis- og umönnunarþjónustu á vegum sveitarfélaganna. Það að auki er aðilum atvinnulífsins boðið að gera tillögur um þriðja atvinnugeirann til þess að víkka áætlunina út. 
- 10 milljónum króna verði varið til aðgerða fyrir ungt fólk á milli 16 og 24 ára sem hefur hætt námi á framhaldsskólastigi.
- 41 milljóna króna veitt til lánasjóðsins til þess að aðlaga styrkjakerfi til náms betur að þörfum fullorðinna sem vilja samþætta nám við atvinnu og fjölskyldu.  
- 5 milljónir króna fjárframlag til þess að stofna til 100 nýrra nemaplássa í starfsnámi á framhalds- og háskólastigi. 
- 36,1 milljónir króna í framlag til þess að fjölga tilboðum um tilraunanám í formi símenntunar. 

Inngildingarátakið

Ríkisstjórnin leggur í frumvarpi til fjárlaga fyrir 2020 að 320 milljónum króna verði varið til aðgerða við inngildingu. Meðal aðgerðanna sem grípa á til er tilhögun fjárframlaga til fag- og starfsnáms fyrir innflytjendur. Ríkisstjórnin óskar jafnframt eftir að fjölga samþættum bekkjum þar sem fleiri nemendur fá aðstoð til þess að ljúka og ná prófum úr framhaldsskóla. Auk þess vill stjórnin styrkja hæfni kennara sem kenna fullorðnum norsku. 

Inngildingaraðgerðir

Ríkisstjórnin leggur fram tillögu um að efla inngildingarátakið með um 50 milljónum króna árið 2020.  Aðgerðirnar eiga að stuðla að því að atvinnurekendur geti ráðið fleiri einstaklinga með skerta starfsgetu eða eyður í ferilskránni. Önnur tillaga felur í sér að auka fjárframlög til atvinnumarkaðsaðgerða er varða einstaklingsmiðaðan atvinnustuðning og hlutverkastuðning á vinnumarkaði.