Áframhaldandi áhersla á fræðslu fullorðinna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir 2017

Í fjárlagafrumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar fyrir 2017 er lagt til að fjölga enn plássum í þekkingarátakinu.

 

Í þekkingarátakinu felst opinber fjármögnun nemaplássa í starfsmenntun á framhaldsskólastigi (yrkesvux), iðnskólum, lýðskólum, auk háskóla og fagháskóla.

Árið 2016 notfærðu um það bil 44.000 nemar sér þetta tækifæri. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2017 er lagt til að plássum verið fjölgað í þrepum fram til ársins 2019 og þá verði þau orðin rúmlega 68.000. Í frumvarpinu er  ein nýung, ríkisvaldið gerir kröfu um að þau sveitarfélög sem sækja um að taka þátt í átakinu um fjölgun tækifæra til starfsmenntunar fyrir fullorðna leggi sjálf jafn mikið af mörkum og fjármagni jafn mörg nemapláss fyrir fullorðna  á framhaldsskólastigi. Áður hefur verið lögð fram tillaga um rétt til bóknáms á framhaldsskólastigi (komvux) sem veitir réttindi til áframhaldandi náms. Þann 1. júlí 2917 tekur sá réttur gildi og leiðir til þess að fullorðnir eiga rétt á að sækja sér nám í framhaldsskóla og afla sér grunnnáms og sækja sér sérstök réttindi til þess að halda áfram námi á háskólastigi.  

Meira