Til þess að auðvelda þessum einstaklingum leið til starfa hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að opna nemendum úr framhaldsskólum leið að framlögum ríkisstjórnarinnar til lærlinga, fullorðinsfræðslu á framhaldsskólastigi og í starfsmenntaháskólum.
- Framlög til fullorðinsfræðslu á framhaldsskólastigi eiga einnig að standa nemendum úr sérskólum á framhaldsskóastigi til boða. Það á að vera mögulegt að verða lærlingur í sérskólum fyrir fullorðna. 50.000 manns hafa þegar lokið námi í gegnum átak í starfsmenntun fyrir fullorðna og frá og með komandi vori eiga þeir sem hafa verið í framhaldsskóla eða tilheyrt þeim nemahópi einnig að hafa tækifæri til þess að sækja þannig menntun.
Nánar: Regeringen.se