Áhersla á atvinnugreinaáætlanir við úthlutanir ársins

Stofnun æðri menntunar og færni í Noregi (HK-dir) hefur úthlutað 94 milljóna norskra króna til hæfniþróunar í 11 atvinnugreinum.

 
 Starfandi, þeir sem missa atvinnu um stundarsakir og atvinnuleitendur, fá tækifæri til færniþróunar um grænu umbreytinguna. Starfandi, þeir sem missa atvinnu um stundarsakir og atvinnuleitendur, fá tækifæri til færniþróunar um grænu umbreytinguna.

Atvinnugreinaáætlanirnar eru árangur af þríhliða samstarfi í Noregi, ríkið og aðilar atvinnulífsins sameinast um að kortleggja þarfir fyrir sértæka hæfniþróun í atvinnugreinum og úthluta styrkjum til fræðsluaðila til þess að mæta þörfunum.

Þörf er fyrir styttri og sveigjanlegri tilboð um sí- og endurmenntun í atvinnulífinu. Starfsfólk í sorp- og endurvinnslu, iðnaði og byggingargreinum sem og ferðaþjónustu geta nú tileinkað sér uppfærða þekkingu meðfram starfi. Á þann hátt er hægt að mæta eftirspurn atvinnulífsins fyrir þekkingu og færni.

Almennt virðast hæfniþarfir atvinnugreinanna tengjast sjálfbærni. Umhverfis- og lífvísindaháskólinn í Noregi (NMBU) er meðal þeirra sem hljóta styrk til áfanga um skipulag sorphirðu fyrir starfsfólk í sorp- og endurvinnslugreinum.

Ola Borten Moe ráðherra vísinda og háskóla segir að „Þríhliða samstarf skipti sköpum til þess að aðilarnir geti þróað og sérsniðið tilboð sem eru stutt og sveigjanleg og tilbúin. Við sjáum að vel hefur tekist til um nýjar atvinnugreinar á þessu ári með góðum og öflugum umsóknum.“

Nánari upplýsingar – ásamt upplýsingum um úthlutun til fræðsluaðila má finna hér.