Áhersla á framleiðslu og störf við úthlutun eins milljarðs danskra króna til fullorðinsfræðslu

Á síðasta ári var einn milljarður danskra króna lagður til hliðar til þess að efla fullorðins- og endurmenntun í Danmörku. Danska ríkisstjórnin, danska alþýðusambandið (LO) og samtök atvinnurekenda (DA) í Danmörku hafa nú komist að samkomulagi um hvernig verja beri fénu.

 
Áhersla á framleiðslu og störf við úthlutun eins milljarðs danskra króna til fullorðinsfræðslu Eivind Saetre/norden.org

Um það bil 645 milljónum verður varið til að efla tækifæri ófaglærðra og faglærðra til náms í almennri og starfstengdri fullorðins- og endurmenntun. Þetta verður meðal annars gert með því að efla tenginu á milli námskeiða í lestri, ritun og reikningi og verknámi og með því að auka á sveigjanleika vinnumarkaðsnáms (AMU) auk þess að aukin áhersla verður á framleiðslu og vöxt. 

Þær 355 milljónir sem eftir standa á að nota til þess að fjölga tækifærum og efla starfsemi fullorðins- og endurmenntunaraðila. Bæta þarf aðgengi til framhaldsnáms fyrir bæði ófaglærða sem faglærða og faglærðir eiga að njóta meiri fjárhagslegs stuðnings til framhaldsnáms. 

Nánar um auka fjárframlög til fullorðins- og endurmenntunar á heimasíðu menntamálaráðuneytisins hér.