Áhrif sjálfstæðra prófa

 

Finnska kerfið fyrir sjálfstæð próf eflir starfsfærni próftakans og styrkir stöðu á vinnumarkaði einnig á tímum niðursveiflu í hagkerfinu. Þetta kemur fram í könnun sem finnska menntamálastofnunin lét gera. Í könnunni kemur fram að sjálfstæð próf styrkja einmitt starfsfærni sem vinnuveitendur telja mikilvæga í atvinnulífinu. Sjálfstæð próf efla getu til þess að ná tökum á vinnuaðferðum, skipuleggja og þróa vinnuferla auk þess að fletta saman færni og þekkingu.

Það eru fyrst og fremst konur og ungt fólk sem notfæra sér sjálfstæð próf  en við þau batnar staða þeirra á vinnumarkaði og launin hækka. Í sjálfstæðu prófi sýnir próftakinn fram á raunfærni sína og þess vegna henta þau einnig innflytjendum og einstaklingum með ólíkar forsendur til náms.

Meira

Meira um prófakerfið Examenssystemet