Áhugi á kennslu í íslensku fyrir útlendinga

 
Ríkisstjórnin ákvað fyrr í sumar að veita 100 milljónum kr. til námskeiða í íslensku fyrir útlendinga á síðari hluta ársins. Verða styrkir til námskeiðahalds auglýstir á næstunni. Ráðuneytið auglýsti í janúar styrki til námskeiða í íslensku sem haldin voru fyrri hluta ársins og sóttu alls yfir 70 fræðsluaðilar og fyrirtæki um ríflega 144 milljónir kr. til að halda námskeið fyrir rúmlega 4.600 útlendinga. Veittir voru 60 styrkir til að halda námskeið fyrir samtals 3.360 nemendur. Ekki reyndist unnt að koma til móts við ýtrustu óskir umsækjenda.