Aldrei fleiri nemar við HÍ

 
Nýnemar í grunnnámi verða um 3.700 í haust og nýnemar í framhaldsnámi um 1.300.
Heildarfjöldi grunnnema í HÍ verður um 10.400 í haust og rösklega 3.400 verða í framhaldsnámi. Um 400 verða í doktorsnámi í haust sem er einnig mesti fjöldi sem hefur verið í slíku námi í HÍ frá upphafi. Athygli vekur einnig að erlendum nemendum við Háskóla Íslands fjölgar jafnt og þétt en yfir 700 erlendir stúdentar eru nú þegar skráðir í nám á næsta misseri.
www.hi.is/is/frettir/studentar_vid_hi_verda_rosklega_15000_i_haust