Aldrei hafa jafn margir kennarar sem sótt um endur- og símenntun!

 

Áherslur norsku ríkisstjórnarinnar á endurmenntun kennara njóta mikilla vinsælda. Samkvæmt tölum frá menntamálaráðuneytinu hafa nær 8.500 kennarar sótt um sí- og endurmenntun árið 2015. Þetta er nýtt met næstum því 1500 fleiri en á síðasta ári og meira en helmingi fleiri en fyrir tveimur árum.  – Þetta er afar ánægjulegt og sýnir að það er sterkur vilji meðal kennara að efla færni sína, segir Torbjørn Røe Isaksen í fréttatilkynningu. Meðal nýunga í ár er fjarkennsla í stærðfræði sem nýtur greinilega mikilla vinsælda. Um það bil  einn sjötti þeirra sem hafa sótt um símenntun um stærðfræði velja þessa leið. 

Lesið alla fréttatilkynninguna