Allir nýta sér upplýsingatæknina

 

Norræn samfélög verða sífellt tæknivæddari. Hvaða þýðingu hefur það fyrir íbúana? Hvernig getum við öll notfært okkur tæknina í hvunndags? Hvert er hlutverk fullorðinsfræðslunnar? Nordplus-verkefnið InkluderaFlera og NVL halda heilsdagsmálþing í Kaupmannahöfn þann 20. maí 2015 þar sem fjallað verður um stöðuna, til hvaða aðgerða þarf að grípa og hvernig útlitið er í framtíðinni. Málþingið er einkum ætlað fullorðinsfræðsluaðilum, embættismönnum, stjórnmálamönnum, bókasafnsfræðingum og öllum sem láta sig málefnið varða. 

Nánari upplýsingar og skráning hér