Allir sem hljóta ráðningu sem rektorar verða að hafa menntun um starfsskyldur

 
Í lögum um skólahald og í námsskrám er áhersla lögð á kennslufræðilega ábyrgð rektora. Meðal verkefna rektora er að tryggja öllum nemendum góða menntun og veita þeim tækifæri til þess að öðlast alla þá færni sem möguleg er. Um árabil hefur ólögbundin menntun verið í boði fyrir rektora. Þar að auki eru námstilboð starfsmenntaháskólanna fyrir skólastjórnendur. Niðurstöður tveggja mismunandi kannana hafa leitt í ljós að menntun rektora er ekki jafngild yfir allt landið. Þess vegna leggur ríkisstjórnin til að nýrri grein verði bætt við skólalögin, sem fela í sér að allir sem hljóta ráðningu sem rektorar, eigi að ljúka sérstakri starfsskyldumenntun eða sambærilegri menntun. Hefja skal nám sem fyrst eftir að rektorinn hefur tekið til starfa og menntuninni verður að vera lokið innan fjögurra ára. Nokkrum skólastjórum einkaskóla verður einnig skylt, samkvæmt nýrri útgáfu á lögum um skólahald, að ná sér í sambærileg réttindi. Lesið frumvarpið 2009/10:27 Skyldubundin starfsskyldumenntun fyrir nýráðna rektora.
Nánar: http://regeringen.se/sb/d/11356/a/133385