Aðlögun í Finnlandi

Atvinnu- og efnahagsmálaráðuneytið í Finnlandi hefur birt skýrslu þar sem í fyrsta skipti er veitt heildaryfirlit yfir aðlögun í Finnlandi. Í skýrslunni er meðal annars umfjöllun um störf innflytjenda, þátttöku í samfélaginu, húsnæðismál þeirra og brottfall úr námi.

 
NVL: 10/2013 NVL Frettir

Í skýrslunni kemur fram að því lengur sem innflytjendur hafa búið í Finnlandi þeim mun líkari eru lífshættir þeirra innfæddra finnskra íbúa. Jafnframt að talsverður munur er á milli ólíkra hópa innflytjenda og að það eru unglingar sem eiga erfiðast uppdráttar. Hætta á að hafna í jaðarhópum, og atvinnuleysi er nær sexfalt hærri fyrir unglinga af erlendum uppruna sem lokið hafa grunnskóla í samanburði við aðra unglinga.

Námar áTem.fi.

E-post: Pirkko.Sartoneva(ät)ktol.fi