Alþýðusambandið í Finnlandi vill lengja skólaskyldu til þess að koma í veg fyrir jaðarsetningu

Alþýðusamband Finnlands FFC hefur lagt fram tillögu um að lengja skólaskyldu til þess að koma í veg fyrir jaðarsetningu fullorðinna.

 

–  Þeir sem hafa litla menntun eiga erfitt með að fá vinnu. Síðastliðin þrjátíu ár hafa um það bil hálf milljón starfa þar engra prófa er krafist horfið, segir Mikko Koskinen, fræðslustjóri finnska alþýðusambandsins. 

Sambandið vill auðvelda fullorðnum að leggja stund á nám samhliða vinnu eða á meðan á atvinnuleit stendur og styður stofnun opinna starfsmenntastofnana sem gætu starfað á sama hátt og opnir háskólar. Með fjárfestingu í starfsmenntun fullorðinna gæti finnska ríkisstjórnin, samkvæmt útreikningum FFC, geta gert mun betur en ná markmiðum sínum um atvinnuþátttöku.  

Nánar