Alþýðufræðsla fyrir flóttafólk

 

Á árlegum fulltrúafundi Danska alþýðufræðsluráðsins þann 17. apríl sl. var mikið fjallað um frumkvæði ráðsins að átakinu Alþýðufræðsla fyrir flóttafólk, öllum fyrir bestu. Markmiðið er að varpa ljósi á og efla sérstakt hlutverk alþýðufræðslunnar og félagasamtaka við fræðslu og móttöku flóttafólks. Einkum til þess að koma á árangursríkum fundum og sambandi á milli nýaðflutts flóttafólks og Dana.  Stefna sem lögð var fram var rædd og þróuð áfram. Á heimasíðu DFS kemur fram að frumkvæðið eigi meðal annars að:  

  • Varpa ljósi að ýmsa og fjölbreytta starfsemi sem þegar er fyrir hendi
  • Veita eigin skólum og félagasamtökum innblástur til frekari aðgerða og til þess að byggja á reynslu hvers annars
  • Hvetja aðra til hins sama
  • Leggja sitt af mörkum við samfélagsumræður með áherslu á jafnræði, virka samfélagsþátttöku og lærandi og virkan félagsskap.

Lesið meira