Alþýðufræðslan á að vera sérfróð um mismunandi menningarheima

 
Höfundarnir eru tveir starfsmenn í Højskolernes Hus og þeir skrifa svo. „Tilvera alþýðufræðslunnar er háð sérþekkingu hennar á ólíkum menningarheimum“. Og „Hvað varðar ólíka meningarheima stendur alþýðufræðslan í sömu sporum og fyrir 10 árum síðan. Tölurnar tala sínu máli. Fjöldi meðlima og virkra meðlima sýnir að við höfum ekki náð að virkja fólk til þátttöku í því umfangi sem ætti að vera lágmark. Það sama á við þegar litið er til almennra starfsmanna, stjórna og stjórnenda".
"Tækifærin eru þau að sýna ungu fólki að lýðháskólinn og stofnanir alþýðufræðslunnar eru vel í stakk búin  til að skapa rými þar sem margbreytileikinn er styrkur, þar sem menningarlegar forsendur eru virtar og þar sem það að vera danskur er sett fram í víðara samhengi en gert er  í opinberri umræðu. Það er von okkar þegar menningarheimar mætast að sjóndeildarhringur beggja aðila víkki því sérhvert samfélag, einnig það danska hefur þörf fyrir að þróa sig, skilgreina sig upp á nýtt svo það geti verið haldbær grunnur að tilveru þegnanna á hverjum tíma".
Sjá