Ánægjulegir fundir í glaðasólskini

Norræn ráðstefna Alfaráðsins í Helsinki var sólskinsamkoma fagfólks hvaðanæva af Norður-löndum. Flestir voru sammála um að heimurinn væri að breytast og grundvallaratriði læsis hafa sjaldan verið mikilvægari.

 
Fræðimaðurinn Nina Begovic Jönsson frá Svíþjóð og Sofie Granlund kennari frá Finnlandi náðu fljótt saman í kaffihléi á Hanaholmen. Mynd: Camilla Lindberg Fræðimaðurinn Nina Begovic Jönsson frá Svíþjóð og Sofie Granlund kennari frá Finnlandi náðu fljótt saman í kaffihléi á Hanaholmen. Mynd: Camilla Lindberg

– Hingað getur maður alveg farið einn. Ekkert að óttast, því maður hittir alltaf einhverja félaga, segir doktorsneminn Nina Begovic Jönsson við Háskólann í Uppsölum og Háskólanum í Gävle.

Hún var meðal um það bil 130 þátttakenda á norrænu ráðstefnunni um læsi og grundvallaratriði læsis. 

Traustur félagsskapur 

Sólin skín og hafið er blátt. Það er líka létt yfir þátttakendum þegar þeir fara út til þess að njóta kaffisopans að loknum þrungnum eftirmiðdegi með þéttri dagskrá.  

Nina Begovic Jönsson og Sofie Granlund hittust nýlega í fyrsta skipti, en er þegar komnar í líflegar samræður.  

– Mig langar að læra allt. Þessi ráðstefna er mikilvæg fyrir okkur Finnlandssvíana, vegna þess að kennsla innflytjenda er frekar ný fyrir okkur, en líka fyrir mig persónulega, segir Sofie Granlund.

Hún er kennari við Evangeliska lýðskólann í Vasa, sem kennsla á nýrri braut fyrir innflytjendur hófst á yfirstandandi skólaári.

Þetta er í þriðja skipti sem Nina Begovic Jönsson tekur þátt í ráðstefnum Alfaráðsins, en hún rannsakar ritun í grundvallaratriðum læsis

– Ég var kennari. Nú sinni ég rannsóknum og í þessari ráðstefnu tek ég þátt út frá allt öðru sjónarhorni.  

Finnland í sviðsljósinu

Ráðstefnan sú fjórtánda í röðinni, var að þessu sinni var haldin dagana en 3. – 5. apríl nokkrum kílómetrum fyrir utan Helsinki í undurfögru umhverfi menningarmiðstöðvarinnar Hanaholmen. Ráðstefnan  var haldin í samstarfi Alfaráðs NVL og menntamálastofnunarinnar í Finnlandi.

Þó þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Finnar voru gestgjafar eru þeir síður en svo á byrjendur á þessu sviði.  

– Saga Finnlands er saga um lesandi fólk, Leena Nissilä skrifstofustjóri í menntamálastofnuninni á fyrsta degi ráðstefnunnar. 

Ný íslensk aðferð 

Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri við Háskóla Íslands var meðal fyrirlesaranna. Erindi hennar bar yfirskriftina Language learning in the Wild - a guided participation in real-life interactions. Á Íslandi stýrir hún meðal annars tungumálaverkefnunum Íslenskuþorpinu og The Rally Course. 

Í samstarfi við Mími-símenntun, hannar hún og þróar mismunandi námsbrautir og námskeið fyrir innflytjendur, þar sem hversdagslíf, atvinnulíf, viðskiptalíf og umhverfi er tvinnað saman við kerfisbundna kennslufræðiaðferð námið fer fram skref fyrir skref. Hægt er að beita kennsluaðferðinni á fjölmörgum mismunandi stöðum í samstarfi við marga ólíka aðila.  

MediaHandler (1).jpg  
Verkefnastjórinn Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, kynnti  á sannfærandi hátt íslenskar aðferðir við tungumálakennslu. Mynd: Camilla Lindberg 

Síðasta frumkvæði hennar stendur hjarta hennar nær, er verkefni sem býður upp á markþjálfun og fræðslu fyrir konur af ólíkum uppruna sem starfa á leiksskólum. 

– Árangurinn er magnaður. Hann sýnir hversu mikilvægt það er að virkja kringumstæðurnar, samstarfsfólk og stjórnendur í náminu, segir hún.   

Ekkert sérstaklega erfitt 

Á árum áður þegar Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir hóf að kenna íslensku sem annað mál, kom henni á óvart hve ófullnægjandi talmál nemendanna var eftir 12 vikna langt námskeið. Það leiddi til rannsókna til að finna óhefðbundnar aðferðir.   

Hversvegna er svona mikilvægt að kenna tungumála í náttúrulegu umhverfi? 

– Heimurinn breytist hratt, breytingar sem kennsla okkar verður að mæta eru tæknilegar félagspólitískar og umhverfislegar.  Aldrei fyrr hefur verið mikilvægara að hvetja nemendur til þess að nýta hversdagslíf, áhugamál sín og reynslu til þess að tileinka sér tungumálið.   

Var erfitt að sannfæra fyrirtæki og stofnanir?

– Þegar við hófum innleiðingu árið 2012 héldum við að þetta yrði hægara sagt en gert. En okkur til mikillar undrunar reyndist síður en svo erfitt að semja við þau. Samstarfaðilar okkar er þvert á móti afar fúsir til samstarfs og áhugasamir. 

Hvernig hafa nemendur ykkar brugðist við?

– Við látum þátttakendur meta öll námskeiðin okkar. Í stuttu máli má segja að þeir séu mjög ánægðir með að geta tileinkað sér tungumál á nýjan hátt. En þrátt fyrir það finnst þeim erfitt að tala tungumálið utan kennslustofunnar. Þess vegna er mikilvægt að geta boðið upp á vettvang eins og Íslenskuþorpið  með kennslufræðilegu skipulagi, sérstökum verkefnum og leiðsögn sem styður þjálfun nemendanna í tungumálinu.  

Mismunandi áherslur í löndunum 

Á ráðstefnunni höfðu öll Norðurlöndin tækifæri til þess að kynna áskoranir og tækifæri sem blasa við í kennslu í grundvallaratriðum læsis. Þrátt fyrir fyrrnefnt dæmi um verkefni mátti greina nokkra svartsýni af Íslands hálfu. Stuðningur frá hinu opinbera hefur fram til þessa verið lítill

MediaHandler.jpg  
Þátttakendur á ráðstefnu Alfaráðsins í  Helsinki tóku þátt í þéttri dagskrá með nýrri nálgun við grundvalaratriði læsis.  Mynd: Camilla Lindberg

Danir og Norðmenn hafa náð mun lengra, norski ráðgjafinn Beate Linnerud kynnti átak sem hefur verið hrint í framkvæmd til þess að aðstoða sveitarfélögin við að komast af stað. 

– Við höfum lagt grunn að áætlun með ákveðnum standardþáttum sem sveitarfélögin geta nýtt sér.  Þar með talið dæmi um vinnu- og tungumálapraxís, færni í upplýsingatækni sem og lífsleikni, sagði, Beate Linnerud.

Nánar um íslenska verkefnið hér (texti á ensku og myndband á íslensku).