Annmarkar á því hve vel framhaldsskólar búa nemendur undir áframhaldandi nám

 

Þetta er niðurstaða matsskýrslu sem ber heitið  Färdigheter för högskolestudier efter gymnasiet som (Færni til háskólanáms að loknum menntaskóla) sem finnska ráðið um námsmat birti nýlega. 
Gagnrýnin beinist einkum að náms- og starfsráðgjöf í menntaskólum. Vandamálin tengjast meðal annars ráðgjöf við val á námskeiðum og kerfisbundna ráðgjöf um áframhaldandi nám. 
Hinsvegar telst menntaskólinn veita tilhlýðilega breiða almenna menntun og jákvæð viðhorf gagnvart áframhaldandi námi. Sjálfsöryggi þeirra sem ljúka menntaskóla hefur aukist, þeir geta unnið í hópum, geta komið fram og hafa vald á ensku.

Meira: www.edev.fi/portal/ruotsiksi/gymnasiet