Árangursríkar heimsóknir á vegum Kunskapslyftet

 
Með þessum heimsóknum hefur með árunum tekist að ná til þeirra sem vegna aldurs og grunnmenntunar hafa minnstan áhuga á menntun. Þann 1. desember 2008 höfðu um það bil 24.000 manns hafið nám og lokið um það bil 15.600 fagprófum, fagáföngum, tölvuskírteina eða hluta prófa fyrir tölvuskírteini. 854 hófu sænskunám. Í þeim hópi hefur 427 prófum og áföngum verið lokið.
Með því að leggja áherslu á leiðsögn og ráðleggingar hefur tekist að draga úr námserfiðleikum og brottfalli úr námi. Að meðaltali hafa námsmenn í Kunskapslyftet síður fallið frá námi en aðrir fullorðnir námsmenn.
Tilgangur Kunskapslyftet, sem hófst 2003, er að fá fleiri úr hópi þeirra sem hafa stysta skólagöngu í nám sem er skipulagt fyrir fullorðið fólk. Þau sem eru á aldrinum 30-59 ára og eru á vinnumarkaði auk þeirra sem eru orðin 25 ára og hafa ekki lokið grunnskóla hafa í Kunskapslyftet fengið fleiri námstilboð og fleiri möguleika til náms. Kunskapslyftet er í boði víða í Finnlandi. Það er ráðstöfun í fullorðinsfræðslu á vegum menntamálaráðuneytisins en rekið sem þríhliða verkefni undir stjórn lénsstjórna. Fræðslustofnanir hafa með sér samstarf á landsvísu og ákveðnum svæðum auk þess sem þær hafa farið yfir hefðbundin landamæri fræðslu og eiga þar að auki samstarf við samtök atvinnulífsins.
Námið er ókeypis fyrir þátttakendurna. Kunskapslyftet lýkur 31. desember 2009. Frekari upplýsingar: Marja Pakaste, verkefnastjóri, sími 0400 693 887 og tölvupóstfangið marja.pakaste(hjá)laaninhallitus.fi
www.noste-ohjelma.fi/sve/default.asp