Árangursríkar samræður

 
NVL hefur lagt áherslu á að ná sambandi við mismunandi aðila á sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum til þessa að kanna áhuga þeirra og væntingar til norræns samstarfs. Samræðurnar hafa verið árangursríkar, árið 2008 tóku rúmlega áttatíu ólíkar stofnanir þátt í samstarfi á vegum NVL. Fjöldi þátttakenda er stöðugur, hefur talið rúmlega tvö þúsund manns á ári síðastliðin þrjú ár sem staðfestir áhuga á þeim viðfangsefnum sem NVL hefur fengist við. Mikilvægur þáttur í þróuninni er vaxandi fjöldi þeirra þátttakenda sem taka þátt í viðburðum NVL á Internetinu, þeir voru 103 árið 2007 en 2008 voru þeir orðnir 289. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem hægt er að lesa í ársskýrslu NVL. Ársskýrslan er á:
www.nordvux.net/page/16/nvlsarbetsomraden.htm