Árangursríkt ár fyrir NVL

 

NVL hefur lagt þunga áherslu á að víkka út og efla árangurinn af miðlun netstarfseminnar og hefur notið aðstoðar stamstarfsaðila og þeirra neta löndunum. Á árinu hefur NVL eignast yfir 70 nýja samstarfsaðila á Norðurlöndunum öllum. Á árinu 2012 töldu samstarfaðilar NVL alls rúmlega 200 mismunandi stofnanir. Á árinu var útgáfu rafræna tímaritsins DialogWeb breitt og þær eru nú birtar jafnt og þétt um leið og þær eru skrifaðar. Þar að auki eignaðist netið eigin Fésbókarsíðu og þar fara fram samskipti og umræður um greinarnar. Í ritinu hefur sjónum verið beint að þemu formennsku Norðmanna fyrir Norrænu ráðherranefndina og þemaárs Evrópusambandsins um virkni á efri árum og samstöðu á milli kynslóða. Sérrit Dialog „Innovation“ kom út í tengslum við ráðstefnu um nýsköpun í Osló 4. – 5. júní. 

Ársskýrsla NVL og starfsáætlun fyrir 2013 er að finna HÉR.