Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

 

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fór fram á Hótel Natura þann 4. desember síðastliðinn i samstarfi við NVL.  Fundinn, sem bara yfirskriftina árangur og framtíð framhaldsfræðslu, sóttu um 120 manns.  Aðalfyrirlesari var Erik Mellander, aðstoðarframkvæmdastjóri IFAU í Svíþjóð (The institute for evaluation of labour maket and education policy).

Fyrirmyndir í námi fullorðinna er viðurkenning sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur veitt árlega frá árinu 2007. Á ársfundinum var þremur einstaklingum veitt viðurkenningin; Margréti Gígju Rafnsdóttur frá Framvegis - miðstöð símenntunar, Ólöfu Ástu Salmannsdóttur, Símey og Sigurði Oddssyni frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið þátt í vottuðum námsleiðum framhaldsfræðslunnar hjá símenntunarmiðstöðvunum og í kjölfarið breytt stöðu sinni á vinnumarkaði til hins betra. 

Glærur frá fyrirlestri Erik Mellander má nálgast HÉR.