Áskoranir um færniþróun í atvinnulífinu

 
Fyrrum stjórnandi í Alþýðusambandi Noregs (LO) Yngve Hågensen vísaði síendurtekið í bækling  NVL þegar hann setti námsstefnu um færniþróun á vinnustöðum í janúar. Hann lagði áherslu á mikilvægi samræðna mismunandi geira og þörfin fyrir samstarf á milli þeirra sem veita formlega menntun, alþýðufræðslu og fræðslu á vinnustöðum.
Námstefnan var skipulögð í samstarfi Miðstöð símenntunar í Hønefoss, NVL og þeirra sem standa að norræna verkefninu Nám í atvinnulífinu. Á dagskránni var umfjöllun um þær áskoranirnar sem blasa við fyrirtækjum í þekkingarsamfélagi nútímans. 40 fulltrúar atvinnulífsins Ringerike í Noregi tóku virkan þátt í umræðunum.